Matvælum brennt fyrir kjánalega málstað

Eftir að Richard Branson féll fyrir kolefnis-losunar-hræðsluáróðrinum hefur hann ekki hugsað um annað en hvernig hann getur brennt auðævum sínum á bál vitleysunnar, og um leið gríðarlegu magni af matvælum í flughreyflum flugfélags síns.

En gott og vel - þetta eru hans peningar og enginn er neyddur til að rétta honum fé sitt til sóunar, ólíkt t.d. ríkisstjórnum og ræningjahópum heimsins sem þvinga fólk til að rétta sér pening sinn.

Ég vona samt að fólk (sérstaklega hægrimenn í atkvæðaleit) hætti sem fyrst að daðra við umhverfisverndar-hreyfinguna, sem er sannkölluð dauðahreyfing í ætt við kommúnisma og nasisma. Ef þú trúir mér ekki (og nennir ekki að lesa of mikið) þá skaltu bara spurja þetta ágæta fólk um viðhorf þess til mannkyns, mannáts og farsótta.


mbl.is Flýgur á lífrænu eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er þessi olía frá Brasilíu, getið rétt ímyndað ykkur hvað bændurnir þar brenna mikið af skóg og gera mörg dýr útdauð ef þetta mun ganga lengra.

Björn (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já biddu fyrir þér!

Og hugsaðu um alla kornræktendur Mexíkó og Bandaríkjanna sem fara bráðum að ryðja nýtt land til ræktunar til að svala ört vaxandi etanól-markaði Bandaríkjanna, og við í Evrópu sjáum minnkandi kornrækt til manneldis í formi stigvaxandi verðlags á brauði og öli, og skiljum ekki ástæður þess. 

Enn framar í fæðukeðjunni er svo vaxandi kostnaður við fóðurkaup handa svínum og öðrum húsdýrum, sem við sjáum í vaxandi kjötverði. Svo ekki sé minnst á hækkandi verðlag á bensíni þegar löggjafanum dettur í hug að "refsa" (skattleggja) bensín sem er ekki "lífrænt" (blandað etanóli).

Og allt þetta á meðan jarðskorpan er enn full af olíu - útdauðum risaeðlum sem, ef brenndar, nýtast plöntulífríkinu (þar með korni) sem hráefni til vaxtar. 

Geir Ágústsson, 24.2.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband