Hafsjór furðulegra fullyrðinga

Þessi frétt er alveg mögnuð. Kennaralaun eru lág því allir kennarar, lélegir og góðir, þurfa að skrifa undir sama kjarasamning. Það gerir það að verkum að enginn er ánægður nema þeir sem eru hvorki lélegir né góðir, heldur eitthvað mitt á milli. Skila sínu (eða tæplega það), en gera ekkert umfram það.

"Hlutfallsleg launastaða þeirra sé mjög slök miðað við flest önnur OECD ríki og sé kaupgeta meðalgrunnlauna framhaldsskólakennara á Íslandi hin fimmta lægsta í OECD ríkjunum."

Þetta hlýtur að kallast furðuleg staðhæfing dagsins. Ísland eyðir mun minna í hernað en önnur OECD-ríki. Er það einhver sérstök röksemd fyrir því að íslenska ríkið ausi milljörðum til hernaðarbrölts? Nei. Röksemdin er einfaldlega marklaus. Hún er tölfræðileg leikfimi sem hentar núna en ekki alltaf, og notast því núna en ekki alltaf.

"Í næstu kjarasamningum þurfi að leiðrétta laun kennara í framhaldsskólum og tryggja að kjör þeirra haldi í við laun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna."

Laun "leiðréttast" ekki. Þau hækka eða lækka eða standa í stað. Vefþjóðviljinn benti svo skemmtilega á það á sínum tíma að "leiðréttingar"-talið ætti ekki síður heima í skattamálum en launamálum opinberra starfsmanna (eða á hvorugum staðnum). "Leiðrétting skatta" er vitaskuld lækkun þeirra. Er ekki þörf á "leiðréttingu" þar eins og annars staðar?


mbl.is Segja laun kennara ekki hafa fylgt launaþróun viðmiðunarhópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband