Lexía REI-málsins: Einkavæða skal OR

Nú vitna ég í sjálfan mig á Ósýnilegu höndinni:

"Allir hafa heyrt og lesið um REI-málið svokallaða. Í því eru stjórnmálamenn að deila sín á milli um hvernig á að ráðstafa milljörðum sem ríkisrekið einokunarfyrirtæki hefur aflað með sölu á lífsnauðsynlegri vöru: Orku. Á að eyða þeim verðmætum í verðskrárlækkanir eða áhættufjárfestingar? Á Sjálfstæðis- eða Samfylkingarmaður að útnefnast sem umsjónarmaður milljarðanna sem enginn getur kallað sína nema að nafni til? Á að raða stjórnmálamönnum í virðingarröð eftir því hvað þeir eru fúsir til að fjárfesta milljörðunum í útlöndum til fyrirtækja sem Íslendingum finnst vera sniðug og nútímaleg hugmynd? Á opinbert einokunarfyrirtæki á Íslandi að ráðast í fjárfestingar á frjálsum markaði erlendis eða ekki?

Öll vötn falla nú til Dýrafjarðar, var eitt sinn sagt, og í þessu tilviki er Dýrafjörðurinn einn: Hinn frjálsi markaður. REI, OR, HS, RARIK og LV á að hraða út á hinn frjálsa markað hið snarasta, og þar með koma þeim úr klóm hinna metnaðarfullu pólitíkusa sem deila sín á milli um útfærsluatriði, og passa sig á því að snerta ekki við grundvallaratriðum - þeim sem frjálshyggjurökin hér að ofan [sjá] gera svo góð skil."

Ég hef engu við þetta að bæta í bili. Hvað með þig? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosningar og hreinsun um leið ,eiginhagsmunapotarar og það ofverndaðir af klígjukenndum siðspilltum ráðamönnum fara hér fremst í óráðssíunni.Fáum mannréttindadómstólinn í heimsókn til bananalýðveldisins Íslands,hér er af nógu að taka í hreinsun.Svokallað stjórnkerfi lands vors er gegnumsýrt af vernduðum spillingaröflum

jensen (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held nú reyndar að Íslendingum vanti ekki fleiri skýrslugerðasmiði frá útlöndum til að ákveða hvað sé þeim fyrir bestu. Íslendingum vantar bara fleiri tækifæri til að kjósa með veski og vilja hverjir halda starfi og hverjir ekki. Hin "vernduðu spillingaröfl" eru þau sem geta notað löggjöf og lögreglu til að verja sig fyrir gjaldþroti og skorti á viðskiptavild. Gildir þá einu hvort það sem Samskip að siga samkeppnisyfirvöldum á Eimskip eða Framsóknarflokkurinn að nota Vinstri-græna til að halda stjórn á Orkuveitu Reykjavíkur - lögvernduðu opinberu einokunarfyrirtæki sem erfitt er að velja frá.

Geir Ágústsson, 7.2.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Stjórnkerfi Íslands er ekkert betra eða verra en önnur á vesturhveli og pólitíkusar hér eru taldir hvað minnst spilltir í heiminum. Þetta hefur ekkert með stjórnmálamennina sjálfa að gera og engin tiltekt eða hreinsun í íslenskri stjórnsýslu mun nokkru breyta. Vandamálið felst ekkert í fólkinu sem stjórnar heldur stjórnkerfinu sjálfu, þ.e okkar blessaða útblásna fulltrúalýðræði. Spillingin er byggð inn í kerfið og óhjákvæmileg. Heiðvirðasta fólk gerist lygarar og snýr út úr sannleikanum til þess að skríða upp vinsældarlistann fyrir næstu kosningar. Samræðupólitík vinstrimanna tryggir það að engin rökrétt stefna næst í neinum málum heldur bara einhver snúinn bastarður til þess að fróa egói hvers og eins. Eina lausnin við svona vandamáli er að hefta völd ríkisins í algjört lágmark (þrískipting og landvarnir) og taka upp kapítalískt lýðræði þar sem hver króna eydd er atkvæði. 

Sigurður Karl Lúðvíksson, 8.2.2008 kl. 01:47

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það veldur vonbrigðum að Sjálfstæðismenn ætla að standa vörð um útrásar-sukkið í REI. Hafa borgarfulltrúar allra flokka ekki sýnt nógu skýrlega, að þeim er ekki treystandi fyrir þessum milljörðum króna, sem REI kostar ? Dettur nokkrum í alvöru í hug, að venjulegir borgarfulltrúar hafi eitthvað að gera í alþjóðlegan samkeppnisrekstur ?

Auðvitað á að selja REI og borgarfulltrúarnir eiga að beina kröftum sínum að hagkvæmari rekstri OR og annara stofnana Reykjavíkurborgar. Að halda áfram að reka REI fyrir reikning almennings er yfirlýsing um áframhaldandi sukk og svínarí, í anda Vinstri hreyfingarinnar - svart og sviðið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.2.2008 kl. 09:45

5 identicon

Það sem við búum við í dag er einstaklega hagstætt orkuverð, mikið afhendingaröryggi og miklar arðgreiðslur til borgarinnar. Einkavæðing þarf að bjóða upp á eitthvað fram yfir þetta.

Segjum sem svo að fyrirtækið væri afhent einhverjum fjármálasnillingi, nefnum engin nöfn, en fyrsti stafurinn gæti verið Hannes. Þá er hlaðið á fyrirtækið einkaþotu, starfslokasamningum ca. hálfur miljarður hver, starfsupphafssamningum ca. 300 miljónir hver, forstjóri ca. 100 miljónir á mánuði, launum stjórnarmanna ca. 200 miljónir á ári, kaupréttarsamningum, þyrlu og snekkju. 

Við eru ekki að tala hér um bissnessmenn af gamla skólanum eins og Þorvald í Síld og Fisk eða Pálma í Hagkaup. Menn sem lifðu spart sjálfir og létu fyrirtækin vaxa og njóta eigin tekna. Fyrirtæki sem allir högnuðust af, starfsmenn, viðskiptavinir og eigendur. Þannig var það, en nú er um að ræða siðblint þotulið sem skilur eftir sig svart og sviðið ef því er að skipta.

Fyrirtækið getur ekkert stækkað og kaupin væru skuldsett sem þýðir gífurlegan fjármagnskostnað. Hvað væri til ráða. Einokunarstaða á markaði. Þetta er einfalt. Verð á orku yrði einfaldlega tvöfaldað á nokkrum árum.

Er því algjörlega ósammála því að selja OR. REI þarf að sjálfsögðu selja. Eins og Loftur bendir á, það er í anda VG að halda áfram með REI. Alveg furðulegt hvað VG hafa mikil ítök í Sjálfstæðismönnum.

OR er í dag nánast rekið eins og eignarhaldsfélag. Nánast öll verk eru boðin út. Ætli þeir séu ekki mest í samningagerð í dag. Halda einnig utan um innheimtu og teiknistofu, það má eflaust átsorsa því. Hefur verið sýnt fram á að eignarhaldsfélag í eigu sveitafélags sé ver rekið en eignarhaldsfélag í eigu einkaþotumanna?

Annars má selja OR með skilyrðum: Orkuverð mætti ekki hækka umfram almenna verðþróun, annars yrði félaginu skilað. Afhendingaröryggi yrði jafn gott og ávöxtun söluverðsins yrði sú sama og arðgreiðslur eru í dag.

Fyrir mig er ekki um trúaratriði að ræða. Ég get ekki séð að bissnessmenn af nýja skólanum myndu bjóða betur en borgin er að gera.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Sveinn, þú gleymir því að milljarðarnir sem OR dældi í REI komu einmitt úr hinum "hagkvæma" og "stöðuga" rekstri, einokunaraðstöðu á sölu orku til Reykvíkinga.

Þér finnst persónulega e.t.v. skárra að sólunda milljörðum í áhættufjárfestingar í útlöndum en t.d. í há laun og mikil fríðindi handa stjórnendum á heimsmælikvarða. Munurinn er ekki mikill því í báðum tilvikum er bara um að ræða stjórnendur fyrirtækja.

Munurinn er samt þessi: Pólitíkusar að sólunda milljörðum annarra, versus stjórnendur/hluthafar fyrirtækja að sólunda/eyða fjármunum sínum.

Geir Ágústsson, 9.2.2008 kl. 19:56

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars væri sjálfsagt hægt að meðalveg sem eyðir ókostum opinberu eigunnar án þess samt að ná fram öllum kostum einkaeigunnar: Koma pólitíkusum út úr stjórn OR með öllu og láta OR eingöngu þurfa standa skil á nokkrum lykilþáttum, svo sem verðlagsþróun á varningi sínum og eiginfjárstöðu rekstursins, og láta óháðan aðila (t.d. PWC eða KPMG) skrifa skýrslu um stöðu reksturins og fjárfestinga hans á hverju ári og leggja fram við eigendann (borgina).

Geir Ágústsson, 9.2.2008 kl. 20:02

8 identicon

Ég skrifaði: "REI þarf að sjálfsögðu selja."

Þannig að mér finnst ekki: "persónulega e.t.v. skárra að sólunda milljörðum í áhættufjárfestingar í útlöndum en t.d. í há laun og mikil fríðindi handa stjórnendum ...".  Þú ert að misskilja mig eitthvað.

Ef borgin á eign (í þessu tilfelli þekkingu), sem hægt er að selja, er þá ekki sjálfsagt að pakka eigninni í umbúðir sem kallast REI og selja frá sér? Mér skilst að borgin setji þekkingu og vinnu í pakkann og aðrir koma með fjármagn.

Þú skrifar: "Pólitíkusar að sólunda milljörðum annarra, versus stjórnendur/hluthafar fyrirtækja að sólunda/eyða fjármunum sínum." Bíddu. Er þá lausnin sú að afhenda fjármálamógúlum okkar eignir fyrst, svo þeir spili með sínar eignir (sem voru okkar)?

Ég hef bara áhyggjur af því að komist OR í hendur fjármálamógúla, þá hækka þeir taxtann. Við erum í dag að greiða eitt lægsta orkuverð í heimi og það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem eru að bjóða sínum viðskiptavinum heimsins bestu verð. Ég hef heyrt að raforka kosti þrefalt meira í Noregi, þó eru þar góðar aðstæður til raforkuframleiðslu. 

Ef það er eitthvað sem Íslenskir bissnessmenn kunna þá er að að okra á kúnnanum, en það er OR þó ekki að gera.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:04

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég sé svo sem þann ágæta punkt að OR einkavæði hagnað sinn jafnóðum með stofnun fyrirtækja sem það sleppir lausum. Hreinlegast væri samt að ganga alla leið og einkavæða OR með öllu, afnema öll höft á orkusölu og vita svo að ef "óeðlilega" mikill hagnaður verður af orkusölunni þá opnar það bara dyrnar á innkomu fleiri samkeppnisaðila.

Geir Ágústsson, 10.2.2008 kl. 15:45

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Þess má geta að eignir ríkis og borgar eru eignir ríkis og borgar, ekki eignir "okkar".

Geir Ágústsson, 10.2.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband