Er utanríkisstefna Bandaríkjanna 200 ára gömul?

Á bloggrúnti rakst ég á eftirfarandi stórmerkilegu fullyrðingu (hér):

"Utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur í stórum dráttum ekki breyst mikið á síðustu 200 árum en það hefur heimurinn aftur á móti gert og með auknum viðskiptum landa í milli og tækniframförum, eru átök sem áður afmörkuðust við heimshluta byrjuð að hafa víðtæk áhrif um heim allan. "

Hið rétta er að utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur umbreyst á seinustu 100 árum. Hún gerði það um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin skall á í Evrópu. Bandaríkjamenn deildu hart sín á milli um hvort þeir ættu að koma bandamönnum til liðs eða ekki - sem þeir gerðu svo á endanum. 30 árum eftir lok þeirrar heimsstyrjaldar skall á önnur í Evrópu. Aftur var deilt, en þegar Þjóðverjar sökktu bandarísku skemmtiferðaskipi var ekki aftur snúið og Bandaríkjamenn skelltu sér af fullum þunga í slaginn í Evrópu.  Í kjölfar þeirrar heimsstyrjaldar kom Kalda stríðið og flestir þekkja framhaldið.

Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta sjálfur en bendi í staðinn á fróðlega ritröð byggða á bók sem fæstir þekkja til sem aftur veldur því að furðulegar fullyrðingar eins og sú hér að ofan vaða uppi gagnrýnislaust. Njótið vel!

When dit the Right Unravel?

The New Deal and the Emergence of the Old Right

The Postwar Renaissance I: Libertarianism 

The Postwar Renaissance II: Politics and Foreign Policy

New Deal and Cold War: The Link of State Domination

Swan Song of the Old Right 

Decline of the Old Right

National Review and the Triumph of the New Right 

The Early 1960s: From Right to Left 

The New Left Was Great (Before It Collapsed)

Í stuttu máli: Utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur umbreyst frá því að vera afskiptaleysi og landvarnir í að vera fóstrustarfsemi fyrir hernaðarlega veikburða hluta hins kapítalíska heims, og rúmlega það! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er þér algjörlega sammála Geir. Þarna er mikil vanþekking á ferðinni og flestir þeir sem gert hafa athugasemdir við þessi skrif, eru engu skárri í sagnfræðinni.

Fórnfýsi Bandaríkja-manna hefur löngum verið ótrúleg og hugsjónir oftar en ekki ráðið för. Auðvitað hafa þeir líka viðskiptahagsmuni, eins og allar þjóðir.

Jafnvel við Íslendingar ætlum að græða á öllu hjálparstarfi, sem við tökum okkur fyrir hendur. Við ættum að fara varlega í að dæma aðra.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur,

Dæmi: Íslendingar ætla að "tryggja aðgang að endurnýjanlegri orku" í fjarlægu Asíulandi. Aðferð: Siga íslensku opinberu orkufyrirtæki inn á orkumarkað landsins, samhliða því að tala innlendis um ógnir og hættur þess að erlendir aðilar kaupi sig inn á íslenskan orkumarkað.

Húrra fyrir hrópandi mótsögnum! 

Eru mótsagnir hin eilífa og endurnýjanlega orka íslenskra krata? 

Geir Ágústsson, 6.2.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband