Sunnudagur, 6. janúar 2008
REI-listinn rakar inn á verðbólgunni
"Í ljósi þess sem að framan greinir er með ólíkindum að fyrirhuguð hækkun fasteignaskatta [í Reykjavík] hafi ekki vakið meiri athygli. Með henni hækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 14%. Áhrif gjaldahækkana til hækkunar neysluverðsvísitölu eru líklega um 15%, og innheimt fasteignagjöld í Reykjavík hækka líklega um hátt í eitthundrað þúsund krónur á árinu á hverja fjölskyldu í borginni eða um 20%. Er ekki kominn tími til að einhver segi eitthvað?"
Vefþjóðviljinn er reiður í dag, og ekki að ástæðulausu. REI-listinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir hækkandi útgjöldum heimilanna og raka inn tveimur milljörðum í fasteignaskatta umfram seinustu innheimtu.
Á Seltjarnarnesi lækka menn útsvarið og fasteignagjöld. Í Garðabæ sömuleiðis. Sjálfstæðismenn kunna að reka sveitarfélög. Fer einhver ekki að sjá það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.