Voru þeir eitthvað meira en Litháar?

Mikið er ég ánægður með að lögreglan náði að upplýsa hinn skelfilega glæp.

Afbrotamennirnir eru Litháar. Skiptir það máli? Kannski finnst sumum það. Öðrum finnst kannski skipta máli að þeir voru útlendingar því hinir hreinu og saklausu Íslendingar láta sér aldrei detta í hug að nauðga!

Enn aðrir hefðu kannski meiri áhuga á að vita við hvað þeir störfuðu. Voru þeir byggingavinnumenn? Störfuðu þeir við fiskvinnslu? Ráku þeir sitt eigið fyrirtæki? Unnu þeir hjá Kaupþingi?

"Tveir Breiðhyltingar ákærðir fyrir nauðgun!"

Svo sannarlega frétt til næsta bæjar, eða hvað?

Staðreyndin er sú að þetta eru tveir einstaklingar, meðlimir Evrópusambandsins/evrópska efnahagssvæðisins og nú nýlega Schengen-svæðisins. Íslenskri lögreglu ber skylda að verja líkama og eigur einstaklinga á sínu gæslusvæði, hvort sem þeir komu hingað löglega, sluppu í gegnum landamæraeftirlit eða fæddust á okkar vindblásnu eyju. Ríkisfangið á vegabréfi þeirra, atvinna þeirra, húðlitur eða trúarbragð eiga ekki að vera aðalpunkturinn í frétt af svona málum. Eigi þessi einstaklingseinkenni að koma fram þá þykir mér sanngjarnast að fleiri en eitt þeirra séu nefnd.

Á einum stað er skrifað: "Nú eru „drukknir sjómenn" alveg hættir að sjást í fyrirsögnum íslenskra dagblaða. Menn „af erlendu bergi brotnir" eða bara Pólverjar eða Litháar eru teknir við. „Utanbæjarmenn" fremja þó enn afbrot á Akureyri."

Nýjir tímar, eða nýtt uppeldi fréttamanna í blaðamannaskólunum? 


mbl.is Ákærðir fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Drukknir sjómenn = alkar og slagsmálahundar?

Litháar = nauðgarar?

Mér finnst einfaldlega gæta misræmis. Af hverju er ekki sagt neitt annað um þessa menn en ríkisfangið í vegabréfinu? Þegar um Íslendinga á í hlut er einfaldlega sagt "karlmaður á þrítugsaldri" eða álíka. Ég veit ekki einu sinni hvað þessir Litháar eru gamlir. Skiptir það meira eða minna máli en þjóðernið?

Fréttin er einfaldlega villandi þegar fréttamaður týnir svona sértækt út um einstaklingseinkenni þeirra. 

Umburðarlyndi mitt gagnvart fólki sem ræðst á líkama og eigur er annars lítið, svo ég játi það nú. 

Geir Ágústsson, 21.12.2007 kl. 19:02

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Geir ég veit hvað þú ert að fara, en ég skil samt af hverju þjóðernið er tekið fram. Ég er nokkuð viss um að ef Tveir menn frá Reykjavík hefðu nauðgað konu á Ísafirði þá hefði blaðið þar sett þetta svona fram: Tveir menn frá Reykjavík....

Ég sé td. í fréttunum í USA að þar er tekið fram frá hvaða fylki fólkið er ef að það er ekki frá því fylki sem að hluturinn gerist í. Auðvitað hefði mátt setja meira í fréttina og jú það hefði alveg mátt sleppa "íslenskri konu" og láta "konu" nægja.

Sporðdrekinn, 21.12.2007 kl. 21:44

3 identicon

Hvar ætlar þú að enda Geir.

Má segja að þetta voru menn. Er þá ekki verið að segja að menn=nauðgarar

Má segja að þetta hafi verið í miðbæ Reykjavíkur. Er þá ekki verið að segja að Miðbær Reykjavíkur sé þar sem konum sé nauðgað.

Hvernig getur þú dregið þá ályktun að þar sem Litháar voru nefndir að verið sé að gefa í skyn að þar með séu "allir íslendingar orðnir hreinir og saklausir."

Þetta er frétt. Og það kom fram í upprunalegu frásögninni hvað þeir voru gamlir.

Ef þú og þínir líkar væru allráðandi í fréttaflutningi (sem þeir eru sem betur ekki) þá hefði "fréttin" orðið svona:  ATVIK ÁTTI SÉR STAÐ.

Allt annað hefði verið hægt að draga fram sem árásir á allt og ekkert.

Ásgeir Friðriksson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 22:21

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þessa viðkvæmni fyrir þjóðerni fólks. Það er óskandi að þjóðerni Litháa sé einnig tekið fram í jákvæðum fréttum. í því fjölmenningarþjóðfélagi sem er hér orðið er bara eðlilegt að þjóðerni sé tekið fram í hvers kyns fréttum. Hvort sem um er að ræða nauðgun, íþróttamann/konu sem skarar fram úr í íþróttum, banaslys, fyrsta barn ársins, þjófnað....

Jóna Á. Gísladóttir, 21.12.2007 kl. 22:36

5 Smámynd: Mummi Guð

Ég er sammála Ásgeiri og Jónu. Ég skil ekki þessa viðkvæmni fyrir þjóðerninu.

Mummi Guð, 21.12.2007 kl. 22:43

6 identicon

Mig minnir að yfir 20% fanga hérlendis séu erlendir ríkisborgarar, samt er hlutfall erlendra ríkisborgara hérlendis um 6,5%.

Var það semsagt ósanngjart að segja að Scott Ramsey hafi drepið Dana? Var það óþarfi í fréttaflutning að segja að bandarísk kona hafi verið drepin uppá velli? Er ósanngjarnt að segja að frönsk kona hafi slasað sig í Bláa Lóninu? Eða er bara ósanngjarnt að "þjóðgreina" Litháa.

Hefði þessi færsla þín komið ef fréttin hefði sagt að tveir Þjóðverjar hafi verið kærðir fyrir nauðgun? Ef skyndilega 3 mismunandi nauðganir séu tilkynntar á stuttum tíma og þær allar framkvæmdar af fólki frá sama landinu, er það ekki fréttnæmt?

Ertu kannski svo saklaus að vita ekki að Litháar eru orðnir mjög stórir í fíkniefnaheiminum hérlendis? Lítil mafía er risin hérna stjórnuð af Litháaum. En við skulum ekkert skeita okkur um slíkt því jú Íslendingar hafa gert hið sama í mörg ár, ekki satt?

Og afhverju þurfa íslenskar fréttastofur að tilkynna í flokknum "innlent" að um Íslendinga séu að ræða þegar við kemur nauðgun eða annað slíkt? Gerir lesandinn ekki strax sér grein fyrir því að verið er að tala um Íslending? Eða eru öll ljós kveikt og enginn heima?

Rasistinn? (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Nákvæmlega. Íslenskt þjóðerni er "default" nema annað sé tekið fram. Það er sjálfsagt að taka fram þjóðerni ef það er annað en innlent, alveg eins og yrði gert við íslending sem myndi komast í fréttir í útlöndum.

Hættið svo þessu væli og leyfið fréttamiðlum að flytja staðreyndir.

Róbert Þórhallsson, 22.12.2007 kl. 02:08

8 identicon

Að 20% fanga séu af erlendum uppruna (miðað við 6,5% af heildarfjölda) segir voða lítið.

Ég get lofað þér því að lögreglumenn á Íslandi fylgjast betur með þeim en innfæddum, þannig að það er einfaldlega gómað fleiri. Einnig held ég að flestir almennir borgarar séu fljótari að fyrirgefa innfæddum en kæra strax þegar útlendingur kemur við sögu. Það geta allavega verið ýmsar ástæður fyrir þessu hlutfalli aðrar en að útlendingar séu hlutfallslega verri en við.

Man eftir því þegar ég var á útihátíð fyrir nokkrum árum. Nokkrir ungir litaðir menn frá Bandaríkjunum voru þar að kynna sér íslenskt djamm, auðvitað þurfti lögreglan að leita í bílnum þeirra áður en þeir fengu að tjalda. Íslenskir vinir þeirra komu að leitinni og kröfðust útskýringar en lítið var um svör. 

Geiri (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 02:58

9 identicon

ég hata fólk eins og þig sem er að verja útlendinga sem eru að brjóta svona af sér...

ef þetta hefði verið konan þín, dóttir eða kærasta hefði þessi færsla verið öðruvísi..  ég er ekki rasisti en mér finnst að við eigum að ath hvaða fólk þetta er sem er að koma hingað, ísland er að verða að einhverri ruslakistu fyiri´fólk frá A-evrópu... atvinnuleysi er ekki endilega svona mikið í þessum löndum heldur eru þetta menn sem fá ekki vinnu í landinu sínu útaf sakaskránni sinni, en koma svo bara hingað og ekkert mal... nauðga stelpu og fara í fangelsi, sem er ekki svo slæmt fyrir þa því að fangelsi hér bíður 5 máltíðir á dag, sjónvarp, netið, tvö pakka af sígó á dag ef þeir reykja og gott rúm. þetta er meira en þeir fá í sínu heima landi þannig hverju hafa þeir að tapa?????

ég er ekki rasisti og ég veit að svona 98% af þessu liði sem kemur hingað er heiðarlegt og er bara komið hingað til að vinna og sja fyrir sig og sínum..

verðum að vakna aðeins og átta okkur á því að 300 þus manna þjóðfélag getur ekki opnað landamæri sín fyrir nánast allri evrópu, og eftir eitt ár þa´eru Rúmenar og Búlgarar velkomnir hingað... kallið mig rasista ekkert mál en ég get lofað ykkur þvi, að þá erum við að fá skítapakk hingað... Pólverjarnir og vesenið í kringurm þá er bara veisla miða við það sem bíður okkar....

förum aðeins að vakna og gerum eitthvað í þessu!!!!

elvar (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 06:09

10 Smámynd: Geir Ágústsson

"Drukknir sjómenn dæmdir í gæsluvarðhald"

...já þessir fjárans sjómenn eru krabbamein samfélagsins! Eða á minnsta kosti á meðan blaðamenn nenna að segja frá starfsgrein afbrotamannanna!

Geir Ágústsson, 22.12.2007 kl. 06:51

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er alveg hjartanlega sammála þér Geir. Ég var sjómaður í mörg ár og ég stóð í blaðaskriftum við morgunblaðið nokkrum sinnum vegna þess að mér fannst blaðið gera lítið úr sjómönnum með fyrirsögnum eins og "Ölvaður sjómaður barði mann og annann eða "Drukknir sjómenn voru reknir á dyr vegna láta", með þessum skrifum var verið að taka eina stétt atvinnu fyrir og stimpla hana sem slagsmálahunda, ofbeldisfólk, drykkjuhrúta og fleira. Ég benti þeim góðfúslega á að margar aðrar stéttir ættu svarta sauði sem ættu við ýmis vandamál að stríða en aldrei hefði maður rekist á þeirra starfsheiti, eins t.d. læknar, sjúkraliðar, kennarar, byggingarverkamenn, alþingismenn, forstjórar, framkvæmdastjórar, listinn er nánast ótæmandi en aldrei sá maður neina fyrirsögn þess eðlist að "Drukkinn starfsheiti barði mann og annann, "Drukknir starfsheiti voru reknir á dyr vegna láta". Þarna var verið að gera lítið úr einni starfsstétt og koma óorði á hana og það væri með öllu óásættanlegt. Að stilla upp einhverju þjóðerni eða starfsheiti og benda á eitthvað sem það hefur brotið af sér er dæmt til að koma af stað úlfúð og illindum í garð þeirra, það skiptir engu hvað fólk gerir eða hvaðan það er, þessi fyrirsögn hefði átt að vera eitthvað á þessa leið "Ríkissaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að nauðga konu í miðborg Reykjavíkur um miðjan nóvember". Það er engu líkara en fjölmiðlar séu að ala upp rasisma hjá fólki með svona skrifum og að taka fram starfsheiti er verið að ala upp fordóma, fólk er misjafnt og gegnir ýmsum stöðum í þessu þjóðfélagi. Ef fjölmiðlar ætla að halda áfram að taka það fram að voru Litháar sem gerðu þetta og hitt, að pólverar gerðu og hitt og svo framvegis, þá vill ég vita hvaðan á Íslandi þessi sé, annað er unfair ekki satt ?

Sævar Einarsson, 22.12.2007 kl. 08:55

12 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

fullkomlega sammála þér Geir. Svo lengi sem það er ekki sérstaklega tekið fram "Íslendingur gerir þetta" eða "Íslendingur gerir hitt" þá er svona fréttamennska  algjörlega fáránleg. Það á jafnt yfir alla að ganga .. og hætta þessum flokkunum endalaust.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband