Þetta með loftslagsbreytingar

Það sem gleymist oft og iðulega þegar stækkunargler er sett á suð-mælingar á hitastigi sem ná yfir nokkra áratugi er að,

  1. Loftslag Jarðar hefur oft verið hlýrra en í dag, og sveiflast mun meira en í dag, og það bara á seinustu örfáu öldum.
  2. CO2-magn er að vaxa línulega á meðan hitaupp- og niðursveiflur halda áfram að eiga sér stað eins og ekkert sé í skorist (eða hefur hitauppsveiflan hætt við?).
  3. CO2-magn hefur verið miklu hærra í andrúmsloftinu en í dag án þess að neinn hafi sýnt fram á að það hafi verið á tímum ofsaveðurs og hamfara í náttúrunni.
  4. Ótalmargt hefur áhrif á loftslag Jarðar án þess að það njóti sömu athygli og CO2-losunin (sem er meira að segja byrjað að kalla "mengun"!). Þetta er samt vel og tryggilega látið ónefnt, enda sannarleg utan mannlegrar getu að hafa áhrif á (mundi til dæmis ekki hjálpa Græningjunum að tala fyrir útþenslu ríkisvaldsins á reikning hins frjálsa markaðar). Dæmi: Vatnsgufa, sólgeislar, aldalangar sveiflur í náttúrulegum veðrabrigðum, osfrv.
  5. CO2 er afurð notkunar á hagkvæmasta orkugjafanum: Jarðefnaeldsneytis. (Undantekningar eru fáar og langt á milli - fallvatnsorka, kjarnorka.) Að ætla sér að skera í notkun hagkvæmasta orkugjafans en jafnframt útrýma fátækt, sjúkdómum og ísskápaleysi í þróunarríkjum er fjarstæð barnaleg bjartsýni.
  6. Kannski eru áhrif mannsins á loftslagið mun minni en svartsýnir vísindamenn á ríkisstyrkjum halda fram! A.m.k. einhverjir vísindamenn með stóra titla tala fyrir hófsemi í þessum málum.

Sem "ráðamaður" mundi ég hlaupa eins langt frá niðurskurði í CO2-losun og hægt er, hafi ég í raun áhuga á að bæta og lengja líf, auka frelsi og gera mannkyni kleift að verða tæknilega og fjárhagslega statt til að mæta hverju því sem náttúran hefur í hyggju, með eða án aðstoðar mannanna. 

Hollendingar reistu flóðgarða áður en fyrsti reykspúandi strompurinn var reistur á Englandi. Íbúar Bangladesh gera það seint á meðan þeir hafa ekki aðgang að orku til að knýja sig upp í nauðsynlegt ríkidæmi.

Þessi færsla er endurvinnsla á athugasemd minni við fyrri færslu á þessari síðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aldeilis er það makalaust að fremstu vísindastofnanir heimsins og jafnframt fremstu vísindamenn þessa þekkingarsviðs skuli ekki hafa hugmynd um þetta!

það gengur nú ekki mikið lengur að markaðsöflin einangri þessa vitneskju.

En í alvöru talað, mikið óskaplega eigið þið nú bágt að vera svona hræddir við sannleikann.

Árni Gunnarsson, 29.11.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég tek gjarnan lítið mark á þeim sem telja uppsöfnun á ákveðinni tegund tölfræði vera "sannleikann" (dæmi, svo dæmi sé tekið um málflutning sem ég er sammála en aðferðarfræðin sem "rökstuðningur" hans er bara tölfræðileikfimi).

Ég tek einnig lítið mark á þeim sem telja hausa og finna út hver er í meirihluta og segja svo að trú og skoðun meirihlutans sé "sannleikurinn".

Árni, ég vildi óska að ég gæti sagt "góð tilraun", en get það því miður ekki. 

Þú mátt hins vegar mjög gjarnan slökkva á tölvu þinni og leggja bíl þínum í nafni eigin sannfæringar um ógnir CO2-sameindarinnar. Við það hef ég ekkert að athuga.  

Geir Ágústsson, 29.11.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Geir, þá má nánast segja að baráttan sé töpuð á þessum umræðugrunni, því að núna eru „aðgerðir“ í gangi, þar sem fulltrúar Íslands eru á leið til Balí með tillögur Samfylkingar um eftirgjöf í samningum í farteskinu. Tillögur Íslands eru tilbúnar, það verður bara að draga þær út í dagsljósið strax, áður en fulltrúar okkar semja af sér svo um munar til ársins 2020.

Ívar Pálsson, 30.11.2007 kl. 09:51

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má samt alltaf finna huggun í því að það stendur enginn við áform sín um stórfellda skerðingu á CO2-losun því það er beinlínis eitur fyrir stjórnmálamenn að kæfa hagkerfið viljandi. Þegar allt kemur til alls þá hugsa kjósendur um atvinnuástand og lífskjör þegar í kjörklefann í komið (nema ástandið sé það gott að þessi atriði eru tekin sem sjálfgefin, sem í raun freistar mig til að óska eftir vinstristjórn til að kollsteypa því tímabundið og láta kjósendur endurnýja hægrið hið snarast með hreinum meirihluta).

Geir Ágústsson, 30.11.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband