Eru þingmenn Alþingis of uppteknir?

"Hvað sem því líður er ljóst að þingmenn hafa nóg að gera í dag, svo mikið að ákall á aðstoðarmenn hefur náð alla leið til Alþingis. Það út af fyrir sig sýnir að þingmenn hafa of mikið að gera, og ættu hið snarasta að fækka verkefnum sínum og minnka álag á sig þar með."

Meira á Ósýnilegu höndinni

Þess má geta að ef ég segi við yfirmann minn að ég hafi of mikið að gera þá gerir hann annað af tvennu: Fækkar verkefnum mínum eða tekur meðvitaða ákvörðun á eigin reikning um að fleiri þurfi að ráða til að sinna því sem ég næ ekki. Í tilfelli Alþingismanna ætti hið fyrrnefnda alltaf að eiga við því enginn er að fara gera hið síðarnefnda á eigin reikning! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þingmenn virðast hafa of lítið að gera, amk VG, þar sem Kolbrúnu Halldórsdóttur finnst tíma þingsins og Heilbrigðisráðherra best varið með því að koma með fyrirspurn um bleika og bláa ungbarnagalla og það hvort ekki standi til að breyta því. Þvílík Súfragetta að komast á spjöld sögunnar fyrir svona hjákátlegt smáræði.

Ívar Pálsson, 29.11.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband