Laugardagur, 10. nóvember 2007
Kerfisbundin mismunun á lágvöxnum karlmönnum og ófríðu kvenfólki
Með því að spyrja réttu spurninganna er hægt að grafa upp (eða finna upp) mismunun mun víðar en í kynfæradeildinni. Spurningin er bara: Hvað kemur það ríkisvaldinu og löggjafanum við?
Til dæmis hafa eirðarlausir vísindamenn komist að því að hávaxnir menn þéna meira en lágvaxnir og "venjulega" útlítandi kvenmenn þéna 11% minna en þeir sem teljast myndarlegir.
Er þetta ástæða til að hafa áhyggjur? Er þetta verkefni sem ríkisvaldið þarf að eyða fé þegna sinna í að reyna uppræta?
Þeir sem þekkja ekki muninn á class probability og case probablity ættu að halda sig frá umræðunni um umfang og verksvið ríkisvaldsins.
Kerfisbundið misrétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það hlítur að vera að ég sé svona einfaldur en ég hélt alltaf að jafnrétti væri þegar allir hafa sömu tækifærin og möguleikana, konur höfðu alveg sömu tækifæri og möguleika í prófkjörunum og svo í kosningunum sjálfum eða er það einhver misskilningur?. að dæma hvernig jafnréttið á íslandi er út frá niðurstöðu kosningana er rugl, voru ekki bara fleiri hæfari karlmenn en konur er það alveg óhugsandi. mér finst verið að einfalda hlutina og taka þá úr samhengi
bjöggi (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 16:17
Sannið til að þegar búið verður að berja launin hjá því opinbera þannig til, að meðaltalið verður hagstætt konum, þá verður fundið eitthvað annað mál til að væla yfir. Þetta er að verða heill iðnaður við kynjarannsóknir og þess háttar. Óánægja kvennfólks virðist þrátt fyrir það aukast jafnt og þétt. Þetta er nýjasti kynjafræði spandallinn. Hvað með kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja og lægri skatta fyrir konur.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.