Laugardagur, 27. október 2007
Verð á matvælum á rjúkandi uppleið
Mikið er gott að sjá mann sem fjölmiðlar hlusta á fordæma hina nýju tísku ríkra snobbaðra Vesturlandabúa - að brenna matvæli í bílvélum sínum. Verð á allskyns kornmeti er nú þegar byrjað að stíga sem afleiðing vaxandi matvælabrennslu í bílvélum og á hverjum bitnar það fyrst? Þeim fátæku, vitaskuld.
Nú þegar hefur OECD varað við tískubylgjunni, og sérfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna tekur nú í sama streng. Vonandi verður "lífrænt eldsneyti" fljótlega slegið út af borðinu sem tilgangslaus sóun á matvælum. Þá getur fólk haldið áfram að borða matinn og brenna olíunni.
Eldsneytisframleiðsla úr matvælum glæpur gegn mannkyninu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Það er deginum ljósara að þessi eldsneytisframleiðsla veldur hungri. Hrávörumarkaðir eru á fleygiferð út af þessu etanólæði t.d. hækkar aukaeftirspurn eftir maís allt annað korn og mjöl. Einnig lækka gæði matvæla, t.d. í Argentínu, þar sem nautin fá ekki lengur að vera á grasinu og eru send út í mýrarfen. Þar eru nú síðri tegundir nauta að níðast á mýrunum, af því að þessar tegundir þola það.
Heimurinn skilur það núna betur að orkufrekur iðnaður á helst að vera þar sem orkan er alfarið endurnýjanleg eins og á Íslandi. Látum matvæli sveltandi fólks í friði.
Ívar Pálsson, 27.10.2007 kl. 14:50
Það merkilega við fréttina, er úr hvaða átt þessi yfirlýsing kemur:
Þessi Jean Ziegler (1934- ) var þingmaður fyrir "Sozialdemokratische Partei der Schweiz", árin 1981 - 1999. Árið 2000 tók hann við starfi hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sérlegur eftirlitsmaður varðandi matvæli. Hann er einnig fylgismaður Alter-globalization hreyfingarinnar, sem er ekki andvíg alþjóðavæðingu en vill hafa hana í vissum böndum.
Mér er ekki ljóst hvaða afstöðu Ziegler hefur til "meintrar hlýnunar af völdum manna", en þarna kemur fram rödd úr fremur óvæntri átt. Þeir sem hafa hafnað hryðjuverkum (hræðslu-áróðri) IPCC, hafa lengi bent á hörmulegar afleiðingar aðgerða til að þvinga fram minna magn lífsanda í andrúminu.
Það segir hugsanlega eitthvað um hvar Ziegler stendur í heimsmálunum, að samkvæmt The Weekly Standard, telur Ziegler að Bandaríkin séu:
Er hugsanlegt að kommúnistar og aðrir andstæðingar Vestræns þjóðskipulags, séu að átta sig á hversu miklar hörmungar munu leiða af áframhaldi baráttunnar gegn "meintri hlýnun af völdum manna" ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2007 kl. 01:24
Eitthvað er þessi Ziegler ráðvilltur og ekki ætla ég að kyngja allri froðunni sem vellur upp úr sérfræðinga-klíku alþjóðastofnana. Hvað varðar matvælaeldsneyti er ég samt sammála kallinum.
Geir Ágústsson, 28.10.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.