Góð byrjun

Björgvin G. Sigurðsson er að koma mér skemmtilega á óvart núna með skýrum ummælum sínum og fær mörg prik frá mér fyrir þau. Klári hann málið verða prikin enn fleiri. Þetta er svo sannarlega góð byrjun á því sem vonandi verður algjört afnám allra skatta á varning, innflutning, smásölu og heildsölu. Tollar ættu einnig að heyra sögunni til sem fyrst. Af hverju fá ferðalangar einir að njóta tollfrelsis? Það er svipað og að leyfa eingöngu Reykvíkingum að aka um á malbiki á meðan aðrir þurfa að gera holótta malarvegi að góðu.

Vonandi drukkna aðgerðir ekki í "stefnumótun" og "athugunum", eða þynnast út í allskyns sérákvæðum og undanþágum. Ef Samfylkingin útvegar atkvæði á Alþingi til stuðnings þessu máli þá er ég viss um að það standi ekki á Sjálfstæðismönnum. Eftir það skiptir engu máli hvað aðrir segja um þetta ágæta mál.


mbl.is Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Björgvin G. virðist vera með al- bláustu ráðherrunum. Megi hann aldrei koðna í nefnd!

Ívar Pálsson, 25.10.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ráðherran virðist hafa afspyrnu slaka ráðgjafa, ef satt er að hann ætli að afnema uppgreiðslugjöld. Hann getur auðvitað lagt niður uppgreiðslugjöld af lánum frá Íbúðalánasjóði, á kostnað ríkisins, en varla hjá öðrum.

Uppgreiðslugjöld eru lögð á útlán, til að standa undir kostnaði, sem verður til ef lánum er sagt upp. Ef þetta verður nú samt sett í lög (mjög ólíklegt) mun annað tveggja ské. Vextir hækka, eða bankar munu hætta að lána með föstum vöxtum.

Hvaða fólk er eiginlega að ráðleggja ráðherranum svona vitleysu ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband