Miðvikudagur, 24. október 2007
Samband forræðishyggju og hrokafulls yfirlætis enn ekki afsannað
Þá er Reykjavík komin í betlileiðangur í nafni forræðishyggju og dómsdagsspádóma (og Mogginn tekur fullan þátt í fjörinu):
"Þá hefur ekki verið talað um hvort ríkið muni styðja sveitarfélög fjárhagslega til að sinna umræddu eftirliti..."
...með ferðamönnum og venjulegu fólki býst ég við, því rónarnir eru ekki að fara njóta reykvískrar veðurblíðu í ríkari mæli en nú er þótt aðgengi þeirra að áfengi batni. Sennilega verða þeir meira heima við og njóta víns og bjórs þar í stað þess að þurfa treysta á götusala á kardimommudropum.
Jafnvel er hægt að ímynda sér að þegar efnalitli alkinn er orðinn blankur þá sé áfengi orðið það ódýrt að hann þarf ekki að selja matinn úr munni barna sinna eða þakið yfir höfði sér til að eiga fyrir næsta sopa? Hafi þá jafnvel meiri hvati til að leita sér aðstoðar á meðan fjölskyldan hangir enn saman og hafi þak yfir höfuðið? Hver veit!
Eitt er víst: Hátt áfengisverð og skert aðgengi er ekki sú töfralausn áfengisvanda margra sem yfirlætisfullir og stjórnlyndir siðapredikarar ríkisvaldsins ímynda sér.
Einnig þótti snobbelítu Reykjavíkur ástæða til að benda á að ákveðnar...
"...rannsóknir hafi ekki verið hraktar og ekki hafi verið hafnað tengslum áfengis og félagslegs vanda."
Þetta er vissulega þörf ábending. Rauðvínsdrekkandi borgarstarfsmennirnir mega vissulega vara sig á því að margir missa stjórn á áfengisdrykkju sinni og hví þá ekki þeir sjálfir líka? Nei bíddu, það er verið að tala um efnalítið fólk sem drekkur of mikið af sterku víni ekki satt? Spurningin er hvort lélegt eða gott aðgengi, hátt eða lágt verðlag, sé á einhvern hátt áhrifavaldur þegar alkinn ætlar að fá sér í glas. Það efast ég um. Vonandi tekur rauðvínsdrekkandi snobbelíta Reykjavíkur það með í reikninginn sinn.
Það eru til margar leiðir fyrir opinbera embættismenn að segja, "þú ert heimskur lúsugur almúgi sem getur ekki annað en fallið í freistni ef við leyfum það af okkar mikilli náð að freistnin (sem við ráðum vitaskuld alveg við) sé til staðar fyrir þig", og held ég að Velferðarráð Reykjavíkur hafi notað margar þeirra að þessu sinni. Jafnvel óvenjumargar miðað við stuttan texta.
Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Facebook
Athugasemdir
Vel orðað, Geir. Ég læt fljóta með athugasemd mína frá öðrum stað, sem virðist passa við:
Þótt ÁTVR hafi þróast þokkalega, þá verður ekki hjá því litið að hún er ríkisstofnun, þar sem arðsemissjónarmið og samkeppni um verð, gæði og þjónustu er ekki efst á Baugi. Því ber henni að víkja. Neytendur drekka alveg jafn mikið, hvort sem ÁTVR er við hliðina á Hagkaupum eins og í dag eða vínið er selt inni í versluninni. Umræða um þroska neytenda var líka á fullu þegar bjórinn kom 1989. „Hinir“ áttu ekki að geta höndlað bjór, en maður sjálfur var með allt á hreinu!
Ívar Pálsson, 24.10.2007 kl. 18:59
Já það er alltaf þetta með að aðrir mega ekki en maður sjálfur er með allt á hreinu.
Annars er þetta frumvarp ágætt að því leyti og að þessu sinni að það dregur laumu-vinstri-græna upp úr holunum sínum. Eða er einhver annar flokkur með málsvörn forræðishyggjunnar á Alþingi í þessu máli?
Geir Ágústsson, 24.10.2007 kl. 19:15
Í hverju felst HELSI ÞITT að geta ekki keypt bjór og léttvín í matvörubúðum?
Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.