Sama ţróun og á hinum Norđurlöndunum

Ţađ ađ munntóbaksneysla sé nú á uppleiđ á Íslandi kemur mér ekkert á óvart. Sjálfur bý ég í Danmörku ţar sem svipuđ ţróun á sér stađ. Yfirvöld eru meira ađ segja hćtt ađ skipta sér af sölu hins sćnska snus (ţó bara á lausu formi í dönskum verslunum en fćst í pokum á öllum flugvöllum í Skandinavíu). Er samt ekki viss hvort snus varđ löglegt í Danmörku eđa hvort lögreglan hćtti einfaldlega ađ amast út í sölu ţess í verslunum (t.d. 7-Eleven).

Anti-tóbakselítunni tókst ađ setja reykingar í húsnćđi í einkaeigu á verkefnaskrá hinnar uppteknu lögreglu. Elítunni tókst samt ekki ađ rćkta nikótínfíknina úr öllum svo auđveldlega (enda verđur hún seint afnumin međ lögbanni sjálfumglađra forrćđishyggjumanna á Alţingi). Hinn svarti markađur malar nú gull á sölu hins sćnska munntóbaks. Stjórnmálamenn ćttu ađ sýna sóma sinn í ađ afnema bann viđ ţví og gefa löghlýđnum borgurum kost á ađ kaupa reyklausan nikótínvarning sinn í verslunum og sjoppum í stađ ţess ađ veita enn meira fé í annars blómlegan svartan markađ á Íslandi (sem núna býđur upp á sterkt áfengi, bjór, sígarettur, munntóbak, stera, eiturlyf og vitaskuld ađgang ađ spilavítum og vćndiskonum gegn gjaldi).

Einhver sagđi mér ađ dós af sćnsku snus kostađi um 1500 kr á svörtum markađi á Íslandi. Út í búđ í Danmörku er verđiđ í kringum 25-30 danskar krónur (rúmar 300 kr íslenskar). Salan er á uppleiđ. Frambođ virđist vera nóg og eftirspurnin er tvímćlalaust til stađar. Hvađ ćtlar hin íslenska snobb-bann-elíta ađ segja viđ ţessu?


mbl.is 3700 Íslendingar taka daglega í vörina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mikael Ţorsteinsson

Heyr Heyr, ţakka ţér fyrir ţessi skrif, og er ég nokkurnvegin sammála ţér í ţessum efnum, sjálfur tek ég í vör, og ţó ég viti ađ ţetta sé heilsuspillandi, geri ég ţađ bara samt, er ţreyttur á fólki sem röflar endalaust í mér

En já hví ekki ađ leyfa sölu á snusi, sem og erlendu munntóbaki, sćnska munntóbakiđ tvímćlalaust skađminna en íslenski hrossakúkurinn, ţó skađlegt sé. Meina hvađ er svona ótrúlega skelfilegt viđ ađ fá erlent munntóbak til íslands, eins og norska og sćnska munntóbakiđ, norska skroiđ, sćnska og ţýska snusiđ... og jafnvel bandaríska munntóbakiđ, meina viđ fáum sígarettur frá ţeim. Ekki ađ ţađ ţurfi ađ leyfa ţetta, en ţađ er í rauninni hćgt ađ fá ţetta tóbak útum ALLT hér á Íslandi, og ţá meina ég nánast út um allt. Bý til dćmis í bć fyrir norđan og veit nú svona í fljótheitum um 3-4 stađi hér í bć ţar sem eru heilu lagerarnir af ţessu.

Mikael Ţorsteinsson, 24.10.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigurđur Karl Lúđvíksson

...og ţađ fyndnasta viđ ţetta ađ ţađ var allaveganna til skamms tíma, lögrelgumenn sem voru allra duglegastir viđ ađ flytja ţetta inn. Ţeir voru líka duglegir í innflutningi á Efedrín-pillum.

Sigurđur Karl Lúđvíksson, 24.10.2007 kl. 15:38

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég heyrđi nú frá einum kunningja mínum (og til skamms tíma lögregluţjónn) ađ munntóbak vćri notađ í stórum stíl innan löggćslustéttarinnar. Frambođiđ hlýtur ađ vera nćgt ef tollararnir eru duglegur ađ koma upptćkum dósum áfram til starfsbrćđra sinna í löggćslunni.

Ţetta er afar einkennilegt bann.

Ekki skađar munntóbak neinn međ óbeinum reyk (sem ađ vísu skađar alveg fanta lítiđ en mörgum finnst lyktin vond og leiđist ađ ţvo föt sín og fara í sturtu daginn eftir djammiđ).

Tannlćkningar eru mikiđ til greiddar úr eigin vasa sjúklinganna svo ţeir sem lenda í ţeirri tölfrćđilega ólíklegu en óheppilegu ađstöđu ađ skađast á tannholdi eđa góm vegna notkun munntóbaks fá sennilega ađ greiđa megniđ af lćkningunni úr eigin vasa. Ekki er ţví hćgt ađ tala um "byrđi á samfélaginu" á sama hátt og stuđningsmenn ríkisrekna heilbrigđiskerfisins líta á reykingamenn, íţróttafólk, langveika og aldrađa.

Hvađ er ţá eftir af ţessum helstu rökum? Veit ţađ einhver?

Geir Ágústsson, 24.10.2007 kl. 17:54

4 identicon

ég bendi á ađ dollan kostar samt ekki nema um 500-800 krónur...

Jón Jónsson (IP-tala skráđ) 30.10.2007 kl. 16:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband