Gerði hvað sem er til að halda völdum

"Hefði hann hins vegar gefið eftir og haldið áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn hefði hann litið út sem maður sem gerði hvað sem er til að halda völdum."

R-listinn hefur tekið við völdum í REI-kjavík á ný.  Stjórnmálaskýring þessarar Stefaníu er nokkurn veginn andstæða þess sem í raun átti sér stað. Björn Ingi var fúll yfir því að fá ekki að ráða einn málum í fyrra samstarfi sínu og fær núna embætti í nýrri borgarstjórn sem felst beinlínis í því og fáu öðru að fá að ráðskast með fjármuni OR að vild - staða sem ætti að kallast Alfreðinn af augljósum ástæðum.

Morgunblaðið er greinilega að notast eingöngu við þá heimildarmenn og "sérfræðinga" sem svara í símann svona seint á kvöldin.  

Ég vil svo nota tækifærið og óska Reykvíkingum til hamingju með nýja borgarstjórn og mér til hamingju með að búa ekki í Reykjavík til að þurfa ekki að upplifa þessi stjórnarskipti með rýrðu launaumslagi. 


mbl.is „Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég óska mér þá einning til hamingju og öllum þeim sem ekki búa í Rei-kjavík til hamingju að þurfa ekki lifa við borgarstjóra skipti á hverjum deygi.

Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sjálfstæðisflokkurinn keypti Björn Inga til fylgilags við sig með því að láta honum í hendur stóran hluta af stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir að hann (Björn) hefði einungis fylgi 6% borgarbúa á bak við sig. Þennan mann tóku þeir fram yfir fyrrum flokksbróður sinn hjá Frjálslyndum, Ólaf F. Magnússon. Nú er að koma í ljós að þeir veðjuðu á rangan hest.

Theódór Norðkvist, 12.10.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég er að hugsa um að flytja, í Garðabæinn eða Seltjarnarnes, ég get bara ekki horft upp á þennan trúðaleik með skrípalandsliðinu.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 12.10.2007 kl. 01:26

4 identicon

Það er reyndar ekki eins og Sjallarnir hafi eitthvað verið að gera gott mót í frelsisátt frá því að þeir tóku við borginni, eru búnir að gera hverja gloríuna á fætur annari raunar, sérstaklega Villi.
Það var Sjálfstæðismönnum til skammar að taka fylgislausan framsóknarflokk uppí vagninn í fyrra, og það sorglegasta er að  maðurinn sem hefur minnsta fylgið á bakvið sig, skuli geta teflt svona refskák og hrifsað til sín völd langt umfram umboð.

Ömurlegasta tilhugsunin er þó sú að Alfreð Þorseins er sennilegast að komast aftur með puttana í peningana mína, og mögulega fá e-r völd hér í borg.

Valþór (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 00:47

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Borgarstjórn D+B var einfaldlega of sein að einkavæða OR og losa hana undan þessum eilífa þvælingi stjórnmálamanna. Vonandi að þetta sé víti til varnaðar núverandi ríkisstjórn sem ætlar að draga lappirnar í einkavæðingu orkufyrirtækja ríkisins.

Vitaskuld er Alfreð Þorsteinsson kominn inn sem stjórnandi strengjabrúðanna á vinstrivængnum. Hann hefur jú ekkert betra að gera eftir að honum var úthýst sem umsjónarmanni byggingar hátæknisjúkrahússins svokallaða. 

Geir Ágústsson, 13.10.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband