Þriðjudagur, 4. september 2007
Ekkert til sem er "samfélagsleg eiga"
"Samfélagsleg eiga" er ríkiseiga. Höfum það á hreinu. Borgin - hið opinbera - á Orkuveitu Reykjavíkur. Þeir sem fylgdust með Alfreð Þorsteinssyni nota fyrirtækið eins og stóran leikvöll átta sig vel á því. Þeir sem horfa upp á hið opinbera siga Landsvirkjun í hverja framkvæmdina á fætur annarri í nafni "byggðastefnu" og "atvinnusköpunar" eru sömuleiðis vel með á nótunum hvað "samfélagsleg eiga" í raun veru er.
Hvað gerir kosna borgarfulltrúa að góðum stjórnarmönnum í þessu fyrirtæki (eða einhverjum öðrum ef því er að skipta)? Er kosningaþokki ígildi og jafngildi útsjónarsemi í viðskiptum? Eru pólitískar vinsældir mælikvarði á viðskiptavit og skynbragð á fjárfestingum? Ef borgarfulltrúi svíkur eiganda fyrirtækisins um arðsemi, ávöxtun eða ánægju viðskiptavina (borgina í þessu tilviki), er þá tilbúinn varamaður úr viðskiptalífinu í hans stað? Eða situr hann áfram sama hvað tautar og raular þar til kosningaþokkinn er þorrinn?
Orku, mat, vatn, bensín, klæðnað, húsnæði og bíla á hið opinbera að meðhöndla á sama hátt: Eins og varning sem gengur kaupum og sölum á frjálsum markaði. Það að einhverjum datt eitthvað annað í hug á sínum tíma (mjólkurverslanir ríkisins og hvað það nú allt hét) eru mistök sem á að leiðrétta. Íhaldssemin "það sem ríkið gerir í dag á ríkið að gera áfram" er í besta falli falsrök og misskilningur, en í versta falli sósíalismi og ríkisforsjá.
Ákvæði í lögum um að OR verði áfram í samfélagslegri eigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Athugasemdir
Ef samfélagsleg eign er ekki til, þá er einkaeign ekki til heldur. Fyrir nú utan að einkaeign lyktar ævinlega af þjófnaði.
Jóhannes Ragnarsson, 4.9.2007 kl. 19:58
Nákvæmlega hvaða punktur í mínum skrifum er svo rangur að þú fannst þig knúinn til að leiðrétta hann með þessu innleggi, eða hver er innblásturinn bak við furðulega yfirlýsingu þína?
Ef þú lítur virkilega svo á að innanstokksmunir heimilis þíns "lykti af þjófnaði" þá er þér velkomið að afhenda þá ríkisvaldinu eða einhverjum öðrum ef ríkið vill ekki taka við þeim.
Geir Ágústsson, 5.9.2007 kl. 05:26
Ha??? "Ef samfélagsleg eign er ekki til, þá er einkaeign ekki til heldur"
Ég hef bara aldrei heyrt svona skrýtna og samhengislausa setningu.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 5.9.2007 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.