Fleiri markmið til að ná EKKI?

Markmið eru ágæt. Þau ýta undir metnað og eru eitthvað til að stefna að. Markmiðið "skipta á hagvexti og orkusparnaði" er markmið. Ekki mjög gæfulegt markmið fyrir velferð og velmegun, en markmið engu að síður. Markmið sem mun ekki nást frekar en eldra markmið af svipuðu tagi, en markmið engu að síður. Markmið sem mun ekki skila sér í því sem það á að skila (breytt hitastig lofthjúpsins), en markmið engu að síður.

Vandamálið við markmið af þessu tagi er að það er innantómt fjas sem gerir engum greiða. Íransforseti býr til óvin úr Bandaríkjunum og Vesturlöndum til að draga athyglina frá innanríkisvandamálum ríkis síns. Vestrænir leiðtogar eru að spila svipaðan leik með loftslagsmarkmiðum sínum. Gjaldþrot hins vestræna velferðarkerfis er ekki sett í höfuðsæti umræðunnar á meðan "stærsta vandamál mannkyns" er gert að loftslagsbreytingum "af mannavöldum". Af hverju að heimta skattalækkanir og aukið frelsi þegar "stærsta vandamál mannkyns" er óleyst? Af hverju að heimta minna ríkisvald og meira frelsi þegar "stærsta vandamál mannkyns" krefst allra okkar krafta og skerðingar á lífskjörum?

Hvað um það. Markmið stjórnmálamanna er markmið stjórnmálamanna. Þeir munu ekki ná því, og árangurinn er enginn, en einhver þurfa markmiðin að vera, og að þeim skal stefnt! 


mbl.is Samkomulag um losunarmarkmið á umhverfisráðstefnu SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hverju orði sannara,Geir. Hver hugsandi manneskja hlýtur að sjá að kæling loftslags um 1-3 gráður eftir 50-100 ár er ekki lausn á stærsta vandamáli mannkyns núna. Gnægð er af alvöru vandamálum sem hægt væri að taka á: mannfjölgun í bláfátækt, stríð, spilling, efnahagsbólur, osfrv. osfrv.

Sjónarspilið m.a. hjá forseta vorum um þetta mál heldur áfram. 

Ívar Pálsson, 1.9.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband