Lögreglan dreifir kröftum sínum

Viltu, kæri lesandi, að skattbyrði þín (sem og annarra) aukist?

Ef ekki, værir þú til í að millifæra sjálfviljugur fé af eigin bankareikningi og inn á reikning lögreglu? 

Ef ekki, viltu þá að lögreglan fækki verkefnum sínum, t.d. með því að hætta að skipta sér að einhverjum hinna ofbeldislausu „glæpa“ sem hún er að eltast við í dag?

Ef ekki, viltu þá að lögreglan dreifi kröftum sínum enn meira en hún gerir í dag? Það hlýtur að vera ef svarið við fyrstu þremur spurningunum er neitandi.

Lögreglan kostar fé - og ekki lítið fé! Oft er kvartað yfir „fjárskorti“ lögreglu, en þá er átt við að ÞÚ greiðir ekki nóg í skatta til að mæta fjárþörf hennar. Eða, heldur þú virkilega að einhver ANNAR sé að greiða fyrir starfsemi hennar? Gettu aftur!

Núna er búið að búa til nýjan glæp á Íslandi - það að kveikja sér í sígarettu inn á húseign hvers eigandi býður gestum og gangandi upp á að kaupa sér að drekka eða borða. Húseign sem aðskilur sig eingöngu frá þinni að því leyti að dyrnar á henni eru að jafnaði ólæstar að ósk eiganda. Hinn nýji glæpur krefst athygli lögreglu - athygli sem annars væri varið í að stöðva ofbeldisglæpi og þjófnaði, en er núna varið í eitthvað annað.

Nú á að ganga enn lengra og beina kröftum lögreglu að fólki sem, með leyfi söluaðila áfengisins, fer með drykkinn utandyra, og það án tillits til tegundar íláts sem áfengið er í. Meira að segja án tillits til þess hver ber ábyrgð á því að týna ílátin upp ef þau falla til jarðar!

Lögreglan hefur í nægu að snúast, og jafnvel svo að mörgum finnst nóg um hvað hún er getulaus í íslensku næturlífi. Hin nýja áminning lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins er tilraun til að herja á veski þitt eða afsökun sem má nota til að útskýra vanmátt lögreglu þegar kemur að viðnámi gegn ofbeldisglæpum og þjófnuðum.

Ekki láta blekkjast, en reyndu jafnframt að komast upp með að brjóta lögin sem nú er minnt á! 


mbl.is Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað með bakgarðinn bak við Sirkus? Þar er leyft að drekka utandyra.

Hvað með portið milli Ölstofunnar og Vegamóta? Þar er leyft að drekka á daginn en ekki kvöldin. Hví það?

Hvað með svalirnar á 2. hæð Ólíver?

Af hverju skiptir lögreglan sér ekkert af mér þegar ég drekk dósabjór úr ríkinu, en um leið og ílátið er orðið að glasi og söluaðilinn veitingastaður þá byrjar hún að veita mér aukna athygli (og einhverju öðru minni athygli)?

Það sem "virkar" til að auðvelda yfirvöldum og lögreglu er auðvitað ekki mjög eftirsótt markmið í sjálfu sér. Lögreglan á að verja okkur fyrir ofbeldi og glæpum, en ekki hafa það kósý.

Geir Ágústsson, 1.8.2007 kl. 07:15

2 identicon

Banna fólki að drekka á almannafæri er ekki lausn auk þess er ég viss í minni sök að þessi maður myni breyta því.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband