Hvernig á að setja Dana í varnarstöðu?

Danir eru yfirleitt ósköp hressir og kátir, sérstaklega ef þeir eru með örlítið áfengi í blóðinu. Það er samt hægt að pirra Dana með einföldum hætti. Ein leið er sú að minna þá á uppkaup Íslendinga í Danmörku. Önnur leið er að benda þeim á eftirfarandi staðreyndir:

"Danmörk er með ríkari löndum heims og þjóðarframleiðsla á mann áþekk og á Íslandi. Samt sem áður er verg landsframleiðsla á mann um 21% hærri í Bandaríkjunum en í Danmörku og í níu ríkustu ríkjum Bandaríkjanna eru tekjur á mann meira en 50% hærri en í Danmörku. Í 41 af 50 ríkjum Bandaríkjanna eru þjóðartekjur á mann hærri en í Danmörku, sé litið á einkaneyslu er munurinn á ríkjunum enn meiri. Árið 2002 var einkaneysla á mann um 96% hærri í Bandaríkjunum en í Danmörku."

Sjálfsagt yrðu fæstir Kanahatandi Íslendingar ánægðir með að heyra svipaða tölfræði um Ísland en ég hef minni reynslu af því. Hinir skandinavísku velferðarsinnar eiga það þó flestir sameiginlegt að halda að lífskjör séu betri á Norðurlöndunum en í Bandaríkjunum. Flestir Skandinavar sem telja sig þekkja til Bandaríkjanna eru uppteknir af örfáum undantekningum og neita að líta á heildarmyndina.

Heildarmyndin er sú að Bandaríkjamenn hafa farið sér hægar í að kæfa hagvöxt en Norðurlandabúar. Eftir því sem árin líða þýðir það að lífskjarabæting Norðurlandabúa dregst aftur úr og er nú a.m.k. tveimur áratugum á eftir Bandaríkjunum. Þeir sem vilja bara bera Ísland saman við Evrópu geta unað sáttir við sitt. Þeir sem vilja bera Ísland saman við Bandaríkin ættu að vera ósáttari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir að líta sjálfum þér nær og fara að skoða heildarmyndina. Til dæmis ættir þú að taka í myndina hvað Bandaríkjamenn þurfa að vinna mikið fyrir tekjum sínum.

Evrópumenn eru nógu ríkir til að hafa efni á frítíma, það eru Bandaríkjamenn ekki.

http://www.hi.is/~gylfason/EvropaMalstofa2007.ppt

Árni Richard (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 08:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski að það fari svolítið eftir lesefninu hvað Bandaríkjamenn eyða miklum tíma í "vinnu"/"frístundir", því hvort tveggja tekur tíma af hinu:

 Gildran sem þú féllst í, eða gekkst framhjá viljandi.

"Gagnrýnendur Bandaríkjanna hafa gert það tortryggilegt hve vinnustundir eru margar í Bandaríkjunum, um það bil jafn margar og á Íslandi. Þá er hins vegar ekki tekið tillit til vinnustunda inni á heimilunum, það er venjulegra heimilisstarfa."

...og úr því ég er að rassskella með tölfræði, þá fylgir nú tengill á lesefni til að gera rassinn rauðan:

Great Dane, great pain 

Á einum stað segir svo:

"Another myth is that Americans work more than Europeans. By now, a wealth of studies have found very little difference in work and leisure times between American and European employees, once one takes into the account the hours spent working in household production of trivial home services."

Svo mikið fyrir þá tilraun til að tölfræða Evrópubúa betur stadda en Kanana. 

Geir Ágústsson, 10.7.2007 kl. 14:11

3 identicon

Þessi bók Henriks sem Andríki vísar í hefur fengið nægan skammt af gagnrýni, rangar tölur og USA sett í glansmynd sem ekki fæst staðist. Reyndar kemur mér ekkert á óvart að Andríki skuli vitna í vondar heimildir.

http://engelbreth.weblog.dk/category/henrik-fogh-rasmussen/ 

http://avisen.dk/interview-fogh-dobbelttjekke-alt-170607.aspx 

http://politiken.dk/indland/article326718.ece 

Árni Richard (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 19:32

4 identicon

Heyrheyr!! Geir tager aldrej fejl!!!

Sif Sigþórs (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 19:56

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Gagnrýnin vísar til ákveðinna afmarkaðra þátta, t.d. túlkar HGR  suma tölfræði öðruvísi en útgefendur ákveðinnar tölfræði. Ég lét líka viljandi eiga sig að kvóta texta sem við kemur umdeildri statístík.

Tölur um þjóðarframleiðslu vestrænna ríkja ræðstu ekki gegn nema með einbeittum brotavilja.

Geir Ágústsson, 10.7.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Geir Ágústsson

HFR átti þetta víst að vera.

Þess má geta að HFR er ekki sá eini sem vísar í rannsóknir sem staðsetja Danmörku við hlið fátækustu ríkja Bandaríkjanna. Tenglar mínir ættu að gefa vísbendingu um það!

Norðurlandabúar þola ekki að heyra að lífskjör þorra manna í USA eru betri en þorra manna á Norðurlöndunum. Það er bara ekkert sem setur meira sót fyrir augu skandinava en að vita til þess að Kaninn hefur það töluvert betra en skandinavinn. 

Hví það? 

Geir Ágústsson, 10.7.2007 kl. 21:01

7 identicon

Ég hugsa að það sé rétt að þeir sem hafa það gott í BNA hafi það betur heldur en þeir sem hafa það gott í Skandinavíu. Hins vegar held ég að þeir sem hafi það skítt í BNA hafi það töluvert meira skítt heldur en þeir sem hafa það skítt í Skandinavíu. Þetta er auðvitað eitthvað sem er afskaplega erfitt að mæla á eitthvað sem nálgast vísindalegan hátt, þá sérstaklega þar sem í Bandaríkjunum býr mikið af fólki sem kemur hvergi fram á neinum opinberum skrám og er því ekki hluti af opinberri tölfræði.

Annars er þetta eitt af þessum umræðuefnum þar sem báðar hliðar geta vísað í alls kyns tölfræði frá virtum stofnunum sem er málstaði þeirra hliðholl. Í slíkum tilfellum er málið hreinlega "underdetermined by evidence", svipað og þessi þreytta og útbrennda deila um hitnandi loftslag jarðarinnar, þar sem báðar hliðar vitna endalaust í "virta vísindamenn" máli sínu til stuðnings.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 01:33

8 Smámynd: Geir Ágústsson

"Hins vegar held ég að þeir sem hafi það skítt í BNA hafi það töluvert meira skítt heldur en þeir sem hafa það skítt í Skandinavíu."

...svarast með:

"Í alþjóðlegri könnun á lífskjörum árið 2000 kom enn fremur í ljós, að tekjur fátækasta hópsins í Svíþjóð (mældar í samanburðarhæfum Bandaríkjadölum) voru örlitlu lægri en sama hóps í Bandaríkjunum, en tekjur ríkasta hópsins í Svíþjóð miklu lægri en sama hóps í Bandaríkjunum."

Heimild. 

Geir Ágústsson, 17.7.2007 kl. 23:19

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Eitt er víst: Ekki er hægt að tölfræða skandinava sem betur stadda en Kana nema með því að súmma þeim mun meira inn á ákveðna afmarkaða hópa sem koma hinu almenna ástandi lítið sem ekkert við.

Geir Ágústsson, 17.7.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband