Hversu mörg hreiður fara á kaf til að knýja þennan bíl?

Ég hef ekkert á móti því að fólk velji sér aðra orkugjafa en olíu og gas. Eina skilyrðið er að þeir sem það gera geri það á eigin reikning og stilli sig í heimtufrekju og kröfum um að aðrir niðurgreiði sitt val á orkuformi.

Núna er vetnisbíll kominn í rekstur á Íslandi af tveimur hálfopinberum fyrirtækjum. Bíll af þessu tagi mengar sjálfur minna en aðrir bílar og er allt að því hljóðlaus og því væntanlega þægilegt farartæki fyrir bílstjóra og aðra í umferðinni. Hann notar hins vegar dýra orku því vetni er dýrt og vetnisframleiðsla krefst gríðarlegrar orku sem fæst úr öðrum (og hagkvæmari orkugjöfum). Ég spyr því:

  • Hvað þurfti að "fórna" mörgum gæsahreiðrum undir lón til að knýja hinn nýja vetnisbíl?
  • Hvað þurfti að brenna mikið af olíu, gasi eða kolum til að framleiða vetnið?
  • Hvað þurfti að grafa niður mikinn kjarnorkuúrgang vegna vetnisframleiðslunnar?
  • Hversu mikinn brennistein þurfti að losa í andrúmsloftið til að útvega vetnisbílnum eldsneyti?
  • Hversu margir fuglar rotuðust af vindmylluspöðum svo starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar gætu ekið um hljóðlaust?
  • Hversu mikið dýrmætt land hvarf undir sólarrafhlöður til að útvega vetnið?
  • Hvað þurfti að grafa djúpt eftir stáli og áli til að búa til örugga geymslu fyrir eldfimt vetnið?

Lexía dagsins? Ekkert form orku er "syndlaust". Sumt af því sem er hafið til himins í dag er jafnvel meira auðlindakrefjandi en hið svarta gull! Það kemur líka fram í verðinu - lágt verð þýðir ódýrt og gott aðgengi að einhverju í miklu framboði, hátt verð þýðir að miklu þarf að kosta til af takmörkuðum gæðum til að færa í hendur neytandans.

Af þessum ástæðum er t.d. auðvelt að sjá ef endurvinnsla á heimilissorpi er "náttúruvæn" og auðlindasparandi miðað við urðum. Hún er það ekki. Ástæða: Endurvinnsla er dýrari og af því sést að hún krefst meiri auðlinda en einföld urðun.


mbl.is Fyrsti vetnisfólksbílinn tekinn í gagnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laukrétt en "out of phase".

Láttekki svona Geir. Gæsir voru "hot" árið 1998, þegar Eyjabakka-101 umræðan var funheit.

Núna eru gæsir out og vetni inn. Orðið "Mýrin" á við kvikmyndir en ekki vistfræði.

Sturta á allri rökfræði niður í skólpið og hamra járnið, því það er komið yfir flotmörk og brotmörk eru fjarri augsýn.

Þrándur "umræðustjórnmála tízkulögga"

Þrándur (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 13:50

2 identicon

Eitthvað segir mér að Geir sé alveg sama um fugla, nema ef hægt er að nota þá til að rökstyðja skattalækkanir eða minnkun á ríkisumsvifum.

Árni Richard (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 14:28

3 Smámynd: Geir Ágústsson

...eða snæða eða góna á eða reita fjaðrirnar af og setja í koddann sinn. Í stuttu máli: Nýta annaðhvort til gagns eða ánægju.

Geir Ágústsson, 11.7.2007 kl. 14:38

4 identicon

Samt ánægjulegt að þú skulir vera farinn að gagnrýna ríkisstarfsemi en ekki bara skatta.

Árni Richard (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 19:09

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ríki án skatta stundar ekki ríkisstarfsemi svo þetta ætti að hanga þokkalega saman, sama hvort er gagnrýnt. 

Geir Ágústsson, 11.7.2007 kl. 19:48

6 identicon

Nei, rangt. Ríki getur vel starfað án skatta. Hvernig heldurðu að skattaparadísir starfi?

Árni Richard (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 09:57

7 identicon

Það er til margs konar ríkisstarfssemi sem þiggur ekki  fé frá skatti. Það ættir þú nú að vita og skilja.

Árni Richard (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 10:03

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Skattaparadísir taka lága skatta af iðnaði og fólki sem er ekki á hinum eftirsótta lista yfir fólk sem er verið að sannfæra um að flytja til sín (eða a.m.k. auð sinn). Skatta"paradís" er raunar furðulegt orð um lönd sem eingöngu eru lágskattaríki eða undanþiggja sumt frá skatti. Hvað eru önnur lönd þá? Skattahelvíti? Já, ætli það ekki.

Ríkið getur auðvitað staðið í ýmislegri starfsemi sem fólk er tilbúið að greiða fyrir og bannar þá gjarnan einkaaðilum að keppa við sig, bæði beint með lögum (t.d. póstþjónusta, gjarnan orkuframleiðsla, allskyns lögbundin skilyrði fyrir því að fá að stunda einhverja starfsemi, osfrv) og óbeint með því að rukka fyrir þjónustu eigin starfsemi í gegnum skattkerfið og gera þannig flesta fjárhagslega háða ríkisþjónustunni.

En að ríkið hafi "tekjur" af starfsemi er eingöngu hægt í skjóli þess að öðrum er gert erfitt fyrir að stunda þá starfsemi. Í raun er þá hreinlegra að bara nota skattkerfið og vera hreinskilinn um ríkiseinokunina.

Geir Ágústsson, 12.7.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband