Hví ekki það?

Svo virðist sem hið kæfandi tak ríkisins á framhaldsskólakerfinu sé byrjað að valda einhverjum köfnunartilfinningu. "Kæfandi" er þá ekki í merkingu skertra framlaga úr vösum skattgreiðenda, því framhaldsskólakerfið þenst út í bæði kostnaði og útgjöldum ár frá ári að því er virðist stjórnlaust. Miklu frekar "kæfandi" af því ríkið setur fyrirmæli um margt í rekstri skóla, og skólar hafa lítil tök á að bregðast við með öðru en niðurskurði, þótt fé renni til þeirra sem aldrei fyrr. Miðlægir kjarasamningar kennara eru bara eitt dæmi af mörgum, en einnig má nefna kröfur um hvers konar menntun og þjálfun sem kennarar "eiga" að hafa til að hljóta ráðningu. Að sjálfsögðu mjög "faglegar kröfur" í merkingunni: Stéttarfélagið stjórnar því hver kemst inn í hinn fína og lokaða klúbb, og hver launin eru!

Dæmi sýna að innkoma einkaskóla inn á markað menntunar hefur ekki bara þau áhrif að "þeir ríku" geta keypt sér "betri menntun" en hinir "fátæku", heldur að með aukinni samkeppni á markaði menntunar batna líka þeir skólar sem ríkið stjórnar með harðri hendi (til hagsbóta fyrir þá efnaminni). Ágæti samkeppni og opins markaðsaðgengis er ekki eitthvað sem einskorðast við rekstur matvælaverslana, trygginga- og olíufélaga! Ef hin ofmetna stofnun Samkeppnisstofnun ætti að skipta sér af einhverjum rekstri þá ætti hún að banka upp á dyr forsætisráðherra og heimta gögn og tölvupósta með vísun í meint "verðsamsæri" í rekstri skóla á Íslandi, og heilbrigðisstofnana ef því er að skipta.

Ég vona að Menntaskólinn á Akureyri taki skrefið til fulls og fái því framgengt að skólinn verði að einkaskóla. Því fyrr því betra! Slík formbreyting yrði eldiviður á hið íslenska menntabál sem logar sem aldrei fyrr og þá sérstaklega á háskólastiginu.


mbl.is Verður Menntaskólinn á Akureyri gerður að einkaskóla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband