Hvað á ég við?

Ertu vinstrimaður? Ertu hægrimaður? Íhaldsmaður? Sósíalisti? Bann- eða ríkissinni?

Til að forðast misskilning hef ég reynt að lýsa því hvað ég á við þegar ég nota ýmis orð á þessari síðu. Örlítil orðabók ef svo má kalla. Tengillinn hér til vinstri, "Um mig, og nokkrar skilgreiningar", gæti hjálpað til við að skilja skrif mín á sama hátt og ég skil þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hee (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 18:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Stór mínus á lóðréttum ás og stór plús á láréttum ás. Ég lít á það sem galla á þessu prófi að ég sé ekki alveg út í neðra hægri horni kompássins

Geir Ágústsson, 16.6.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

mér finnst vanta á þennan lista sósíalíska anarkista eða anarkíska sósíalista.

María Kristjánsdóttir, 16.6.2007 kl. 19:07

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þessi tvíása nálgun er í raun ási of mikið, því annaðhvort efast maður um ríkisvaldið og styður frjálsan markað og lítil ríkisafskipti, eða öfugt! Menn deila svo um nákvæmlega hvað telst til of mikilla eða lítilla ríkisafskipta, og eru þar með mikið eða lítið til hægri eða vinstri.

Sósíalískur anarkisti er sá sem hafnar öllum ríkisafskiptum, rétt eins og anarkó-kapíalistinn, en kýs að líta svo á að hann eigi í raun ekki eigur heldur séu allar eigur allra og viðkomandi er að sjálfsögðu frjálst að deila öllum eigum með öllum sem deila því lífsviðhorfi. Á sama hátt deili ég tröppunum á stigagangi mínum með öðrum sem búa á honum, auk gesta og póstbera allra okkar, á meðan utanaðkomandi aðilar sem vilja t.d. sofa á tröppunum eða halda partý á þeim er skilmerkilega vísað á dýr.

Geir Ágústsson, 16.6.2007 kl. 19:22

5 identicon

Ég vil frjálst flæði innflytjenda, tala fyrir frjálslyndi í garð samkynhneigðra og  múslima og annarra trúarhópa, berst fyrir kvenfrelsi og frjálsum fjölmiðlum og er mótfallin hernaði.

Ég er því frjálslynd vinstrimanneskja. Þess vegna hló ég svolítið að "skilgreiningalistanum" þínum þar sem þú heldur því fram að það sé ekki hægt að vera vinstrisinnaður og frjálslyndur. Þetta er einfaldlega eitt dæmi af mörgum um meinloku frjálshyggjumanna. Ég tel frelsi og ríkisafskipti ekki vera andstæða póla, enda getur hið opinbera (sé það lýðræðislegt) haft það hlutverk að tryggja frelsi okkar. Þó er það ekki alltaf það sem það gerir og það vita allir þeir, sem skilja að samfélagið er ekki eins einfalt reiknisdæmi eins og frjálshyggjumenn vilja oft setja það upp.

Á political compass er ég hér http://politicalcompass.org/printablegraph?ec=-8.50&soc=-7.74

semsagt frjálslynd og til vinstri.

Annars held ég að ég láti þetta vera lokaorð mín á þessari síðu þinni. Ég þakka þér kærlega fyrir málefnalegar umræður.

hee (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 19:40

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held því fram að ríkisafskipti séu ríkisafskipti, hvort sem þau kallast skattar, löggjöf gegn erlendum einstaklingum, eða lög sem leyfa vöru A en banna vöru B.

Sumir, t.d. höfundar Political Compass prófsins, skipta ríkisafskiptum í tvo hluta, og setja mann svo á tvívítt graf eftir því hvaða persónulegu skoðanir maður hefur á ríkisafskiptum hvors hluta ríkisafskiptanna fyrir sig. Þetta einfaldar e.t.v. dægurmálaumræðuna (aðskilur t.d. frjálshyggjumenn frá íhaldsmönnum og sósíalista frá krötum á grafískan hátt), en þegar allt kemur til alls eru ríkisafskipti bara ríkisafskipti.

Leitt að sjá á eftir þér Hildur. Þú hefur kennt mér ýmislegt, sagt margt berum orðum sem oft þarf að sigta út með þéttri síu í skrifum hugmyndafræðisystkyna þinna. Aðgangi að slíkri hreinskilni verður sárt saknað!

Geir Ágústsson, 16.6.2007 kl. 19:55

7 identicon

Sæll Geir

Þessar skilgreiningar þínar eru arfavitlausar. Ef þú telur íhaldsmenn vera frjálslynda þá veistu ótrúlega lítið um pólitík. Og ég tel einmitt þú vita ótrúlega lítið og misskilja flest.

Vinstri maður (eða jafnaðarmaður) vill hjálpa lítilmagnanum. Það hefur lítið með trú hans á markaðskerfinu að gera. 

Frjálslyndur maður vill að markaðskerfið sé yfirráðandi á flestum sviðum mannslífsins.

Frjálslyndur jafnaðarmaður aðhyllist bæði.

Íhaldsmaður er algjör andstæða frjálslynds jafnaðarmanns. 

Þú kaust íhaldsflokkinn og hélst virkilega að hann myndi frelsa landbúnaðinn. Þú ert ekki að fylgjast með. 

Árni Richard (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 19:57

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Og valkosturinn var? Sá sem vill innlima landbúnaðarkerfið á Íslandi inn í hið brussleska og breyta um gjaldmiðil á styrkjagreiðslunum? Kosningar snúast um að vega og meta marga vonda flokka og kjósa þann sem sinnir flestum málum best miðað við hina, og kyngja því að enginn flokkur sættir mann á öllum sviðum. Ég gerði nákvæmlega það.

Hinn íslenski íhaldsflokkur er sá hægrisinnaðasti samkvæmt arfavitlausri skilgreiningu minni. Þar með fékk hann atkvæði mitt.

Ég veit að þú ert einarður ekki-Sjalli (Samfylkingarmaður), en þú sannfærir mig seint um að Ingibjörg Sólrún sé hægrisinnaðri en flokkurinn sem kom einkavæðingum og skattalækkunum á listann yfir framkvæmd loforð.

Geir Ágústsson, 16.6.2007 kl. 20:42

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Það að þú viljir aðstoða eða hjálpa gerir þig ekki að vinstrimanni. Það gerir þig að einstaklingi sem vill aðstoða og hjálpa. Ef þú vilt þvinga aðra til að aðstoða og hjálpa, þá ertu orðinn vinstrimaður. Ekki fyrr.

Geir Ágústsson, 16.6.2007 kl. 20:43

10 Smámynd: Geir Ágústsson

...og já bíddu nú við, hvar og hvenær sagði ég að íhaldsmenn væru "frjálslyndir"? Þeir eru bara hægrimenn sem toga sig til vinstri með því að tala fyrir ríkisafskiptum af menningu, landamæragæslu og trú!

Góð tilraun samt. Ég féll næstum því í gildruna. 

Geir Ágústsson, 16.6.2007 kl. 20:51

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég er samkvæmt þessu íhaldsmaður og er bara vel hress með það :) Hins vegar er ég hægrisinnaðri en þetta því ég vil ekki ríkisafskipti af menningarmálum, vil selja RÚV, leikhúsin og annað því um líkt. Varðandi Þjóðkirkjuna sé ég bæði kosti og galla við að aðskilja hana frá ríkinu. Ég verð að viðurkenna að ég hallast alltaf meira að því að réttast væri að skera á þann naflastreng. Ætli ég sé þá ekki einhvers konar repúblikani ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.6.2007 kl. 23:30

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Annars, hvernig er fyrir frjálshyggjumann að búa í hinni sósíalísku Danmörku?

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.6.2007 kl. 23:36

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Hjörtur, mun hagstærðara verðlag á áfengi og tóbaki heldur mér nógu ölvuðum og dópuðum til að þetta sleppi fyrir horn!

Geir Ágústsson, 17.6.2007 kl. 12:14

14 identicon

En ef maður er til hægri þegar kemur að markaðnum, en til vinstri þegar kemur að samfélaginu? Þ.e. styður frjáls viðskipti og einkaframtak en vill líka öflugt mennta-, heilbrigðis og almannatryggingakerfi óháð efnahag? Þú ættir kannski að bæta hugtakinu "jafnaðarmaður" í orðabókina

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 17:55

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Sem sagt boðar ríkisafskipti af sumu en ekki öðru? Það er þá bara einhver sem er milli hægri- og vinstriendans á kvarðanum og kallar sig einhverju nafni sem á að þýða nákvæmlega það. Jafnaðarmaður, íhaldsmaður eða krati - hver kýs sér þann titil sem viðkomandi telur að skýri, á sem víðtækastan máta, afstöðu hans til ríkis og hins frjálsa markaðar.

Annars er ruglingslegt að tala um að eitthvað sem kostar pening (þótt ekki væri nema til að borga laun) sé "óháð efnahag". Miklu frekar að segja að eitthvað sem aðili A notar sé háð efnahag B. Nú vantar mig bara snjallt nýyrði til að lýsa því!

Geir Ágústsson, 17.6.2007 kl. 18:25

16 Smámynd: Geir Ágústsson

"Jafnaðarmaður" kominn á listann (þótt ég noti þetta orð aldrei og tala frekar um vinstrimenn). Fleiri uppástungur vel þegnar. Það er svo ágætt að geta tjáð sig og vísað í orðabók ef ég sé einhvern misskilja orðanotkun mína.

Geir Ágústsson, 17.6.2007 kl. 18:39

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég myndi kalla mig á ensku free-market conservative. Veit ekki um neitt íslenzkt nafn yfir það. Frjáslyndur íhaldsmaður?

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.6.2007 kl. 21:09

18 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Markaðssinnaður íhaldsmaður?

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.6.2007 kl. 21:09

19 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú ert hægrimaður sem togar þig til vinstri í örfáum málaflokkum. Ég held samt að þú sért nær því að vilja hlutlaust til non-existent ríkisvalds en þú sért að boða hið allsráðandi ríkisvaldi, og getur því með góðri samvisku kallað þig hægrimann.

Hvaða nafni þú skýrir sjálfan þig (til að þjappa skoðunum þínum saman í eitt orð sem allir skilja) er undir sjálfum þér komið. "Markaðssinnaður íhaldsmaður" er bara íhaldsmaður skv. minni orðabók, með hænuskrefinu lengra til hægri!

Geir Ágústsson, 17.6.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband