Sveiflur í hitastigi = sveiflur í fyrirsögnum

Fréttamenn lifa frá degi til dags, eða í besta falli frá ári til árs. Þetta sést best þegar fyrirsagnir blaða eru bornar saman á milli ára og áratuga. Ný áföll dynja í sífellu yfir, og stundum eru þetta sömu áföll með öfugum formerkjum. Stundum er of þurrt, stundum of blautt. Stundum eru fleiri fellibylir en venjulega, stundum færri. Menn "muna ekki eftir öðru eins" bæði þegar rignir eða snjóar mikið eða lítið.

Fjölmiðlar og umræðan um gróðurhúsaáhrifin er nýjasta innlegg mitt á Ósýnilegu höndina og ætti að varpa örlitlu ljósi á nákvæmlega þessi stanslausu sinnaskipti fjölmiðlamanna. Hugsanlega væri ráð að falla mátulega hratt fyrir stóryrtum fyrirsögnum þeirra næst? Jafnvel þótt "menn muni ekki annað eins"! Við erum jú bara menn með lítil 70-80 ár af minningum, á meðan Jörðin og allt sem henni tengist er fyrirbæri sem telur ár sín í milljónum og þúsundum milljóna ára!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband