Tilbúinn ógnvaldur umhverfisverndarsinna missir stuðning

Í nýjasta innleggi mínu á Ósýnilegu höndina þýði ég lauslega pistil sem birtist áður á vefsíðu Mises stofnunarinnar. Þar er bent á eitthvað sem ætti að vera augljóst en heyrist aldrei og virðist ekki vera augljóst; ef heimurinn er að hlýna og Norðurskautið að bráðna þá er engin hætta á ísöld í Evrópu, jafnvel þótt Golfstraumurinn gefi eftir vegna nýs jafnvægis heitra og kaldra sjávarstrauma.

Ábendingar af þessu tagi eru ekki vinsælar og jafnvel túlkaðar sem samsæriskenning um að (sumir) vísindamenn vinni að því dag og nótt að búa til draugasögur fyrir almenning svo hann haldi áfram að styðja stanslaust fjáraustur í "rannsóknir á gróðurhúsaáhrifunum", og þá meint sem "áhrif mannsins" á þau áhrif. Ég bendi hins vegar bara á hið augljósa: Þúsundir vísindamanna um allan heim treysta á fjáraustur til eigin rannsókna sem eiga, að mati styrktaraðilanna, fyrst og fremst að ýta undir réttmæti þess að ríkið ráðist gegn orkunotkun hins frjálsa markaðar. Hvers vegna ættu vísindamenn í þeirri stöðu að gera annað en tryggja framfærslu sína, og forrita tölvulíkön sín þannig að framfærsla þeirra sé tryggð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að segja að flestir eða allir vísindamenn hafi það fyrst og fremst að leiðarljósi í starfi sínu að þóknast þeim sem greiða fyrir rannsóknir þeirra, frekar en að stunda faglega og heiðarlega vinnu? Er þetta ekki dálítið gróf aðför að þeirra starfsheiðri?

Það er nánast fullkomin samstaða meðal vísindamanna á sviði loftslagsmála um orsök loftslagsbreytinga síðustu áratugina, á meðan yfir helmingur kjaftaska og pistlahöfunda í Bandaríkjunum er ósammála þeim. Treystir þú frekar leikmönnunum?

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hin "nánast fullkomna samstaða" er nákvæmlega það sem á að skoða með mjög gagnrýnum augum. Loftslagsvísindi eru í frumbernsku og "áhrif mannsins" á loftslag, gróðurfar, sjávarföll, jöklamyndun, þurrka, fellibyli og ég veit ekki hvað og hvað - sem afleiðing losunar á koltvísýringi í andrúmsloftið - er eitthvað sem vísindin eru engan veginn í stakk búinn til að ná "samstöðu" um - ennþá! 

Einn vísindamaður sagði til að mynda: "Eina núverandi 'sönnun' þess að losun koltvísýrings eru að valda [hitnun jarðar] eru tölvulíkön (og sú staðreynd að ekki er búið að afla nægilegra gagna til að sýna fram á annað)."

Mæli með grein hans til að opna huga sem virðist vera bundinn við fjölmiðlaumræðuna. 

Geir Ágústsson, 12.6.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

En hvað sem afbökun á rannsóknum líður, og hvað sem okkur finnst, þá er hitt mikilvægara að hafa í huga: Á virkilega að eyða markaðsfrelsi og lífskjarabætingu mannkyns af því óljósar og ófullnægjandi vísbendingar benda til þess að aukning á hliðarafurð á orkuframleiðslu manns í andrúmsloftinu gæti haft nokkura kommu áhrif á hitastig á ákveðnum svæðum Jarðar?

Hvort er mikilvægara; að ríkt mannkynið geti aðlagast breytingum í umhverfi sínu, eða að umhverfið geti drepið fátækt mannkynið með nokkrum sentimetrum af sjávarmáli eða nokkrum kommum í lækkandi/hækkandi hitastigi?

Geir Ágústsson, 12.6.2007 kl. 21:08

4 identicon

Greinilegt að spurningarnar sem ég spurði voru allt of erfiðar ;)

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:27

5 Smámynd: Geir Ágústsson

"Ertu að segja að flestir eða allir vísindamenn hafi það fyrst og fremst að leiðarljósi í starfi sínu að þóknast þeim sem greiða fyrir rannsóknir þeirra, frekar en að stunda faglega og heiðarlega vinnu?"

Svar: Nei, ekki allir, en ef viðkomandi sér fram á að missa núverandi lífsviðurværi sitt með því að komast að "vitlausri" niðurstöðu, þá hikar hann e.t.v. við að komast að "þeirri" niðurstöðu. Þú hefur sjálfur predikað heilaþvott Cato-stofnunarinnar af þeirri ástæðu svo ég held þú skiljir punktinn.

"Er þetta ekki dálítið gróf aðför að þeirra starfsheiðri?"

Svar: Já, líklega er það það.

"Treystir þú frekar leikmönnunum?"

Svar: Þessi spurning er spurð í þeim anda að "umræðan" sé leikmenn versus vísindamenn, sem er gróf einföldun og beinlínis röng. Ég treysti því sem fellur í góðan jarðveg rökhugsunar og þeim sem fara varlega í að stinga upp á dramatískum aðgerðum gegn frjálsum markaði og frjálsu samfélagi á veikum grundvelli. 

Geir Ágústsson, 12.6.2007 kl. 21:41

6 identicon

Þannig að þú ert mótfallinn því sem þú kallar dramatískar aðgerðir í prinsippinu, af því að þér finnst slíkt vera ógnun við frjálsan markað? Þetta er semsagt ekki afstaða til þeirra raka sem vísindamenn hafa komið með til stuðnings þeirri kenningu að hlýnun jarðar sé að miklu leyti af manna völdum, heldur hreint og klárt hagsmunamál?

Þess má reyndar geta að ýmis náttúrufyrirbæri geta haft áhrif á hitastig jarðar og er eldgos eitt dæmi af mörgum. Ég veit ekki með þig en mér finnst eitthvað stórbilað við þá trú sem sumir virðast hafa, að þó svo að náttúrufyrirbæri hafi áhrif hafi verðurfar hafi það engin áhrif þegar mannfólk losar svona mikið af gróðurhúsalofttegundum. Slíkt einfaldlega getur varla gengið upp.

Þér finnst kannski líklegt að vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu (sem btw var MJÖG sannfærandi í heimildarþætti á Rúv á mánudag, ég vona þú hafir séð það) að hlýnun jarðar stafi af manna völdum til þess að þóknast einhverjum. Ég er alls ekki sammála því, en hvað um það. Ef þetta er þín trú, getur þá ekki allt eins verið að þeir vísindamenn sem ganga erinda stórkapitalista séu á einhvern hátt þvingaðir til að komast að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki? Ég meina sumir eru ekkert eðilega uggandi yfir því að þurfa að taka til í sínum ranni til að sporna við hlýnun jarðar.

Það eru mjög sterk rök fyrir því að hlýnun jarðar stafi af manna völdum, en bara af því að ekki eru allir vísindamenn heims sammála um það, þýðir ekki að sú kenning sé örugglega röng. Líkurnar á því að hún sé rétt eru talsvert miklar, eigum við virkilega að taka áhættu, sem bitnar fyrst og fremst á framtíðarkynslóðum? Þú deyrð heldur ekkert þó svo að einkabílum fækki og almenningssamgöngur séu efldar.

Annars, eftir að hafa séð rök með og á móti hlýnun jarðar af mannavöldum, þá finnst mér þetta líta dálítið út eins og þróunarkenning vs sköpunarkenning. Vísindaleg rök eru öll þróunarkenningarmegin, en þar sem bókstafstrúarfólki finnst sá sannleikur "óþægilegur" rembist hann við að afneita honum.

hee (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 14:24

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Það að hella sandi á bílvél hagkerfisins er engum til góða, hvorki fátæku fólki Afríku sem þarf ódýr kol og olíu til að búa til orku, né kapítalistum eins og okkur sem viljum endilega halda áfram að bæta líf okkar.

Breytingar í veðri, sama af hvaða völdum þær eru, er mun auðveldara að aðlaga sig að þegar maður en ríkur en þegar maður er fátækur.

Aðgerðir gegn veðurfarsbreytingum ein mesta peninga-, orku- og tímasóun sem hægt er að hugsa sér og hafa (kannski) lítil áhrif eftir (kannski) mörg ár, samanborið við t.d. aðgerðir gegn eyðni, malaríu, vatnsskorti osfrv osfrv sem bæta líf margra og núna.

Forgangsröðun er nauðsynleg í heimi þar sem ekki er hægt að sinna öllu í einu. Þessu þverneitar fólk sem "berst fyrir aðgerðum gegn losun CO2" að hugleiða, hvað þá sætta sig við.

Geir Ágústsson, 13.6.2007 kl. 14:35

8 identicon

Þú ert að hugsa afar stutt fram í tímann og sama hvað þú segir þá er ekki eins auðvelt og þú heldur að laga sig að hlýnandi veðurfari út í hið óendanlega. Gerirðu þér grein fyrir því að hlýnandi veðurfar þýðir bráðnun jökla og enn meiri þurrkar við og nálægt miðbaug? Fátæku fólki í Afríku er enginn greiði gerður með því að áfram séu gróðurhúsalofttegundir losaðar í eins miklum mæli og nú.

Hvað er annars málið með þessa líkingu þína við að hella sandi í bílvél? Nú er ég ekki sérfræðingur í bílum en ég get rétt ímyndað mér að slíkt eyðileggi bílinn á stuttum tíma. Líturðu svo á að hagkerfið þurfi nauðsynlega á þessari miklu losun gróðurhúsalofttegunda að halda? Vissulega getur verið að það kosti eitthvað um vissan tíma að breyta til, en það margborgar sig þegar til lengri tíma er litið. Hitt er mun líklegra að hafi óafturkræfar slæmar afleiðingar fyrir hagkerfi og annað, að skella skollaeyrum við varnaðarorðum umhverfisverndarsinna. Hagsæld og umhverfisvernd þurfa ekki að vera andstæðir pólar.

Reyndar má þess geta að hinn hægri græni Illugi Gunnarsson lét einhvern tíman hafa það eftir sér að til þess að finna lausnir við hlýnun jarðar þyrfti einfaldlega að keyra neysluna áfram af fullum krafti þar til einhver töfralausn fyndist. Það er náttúrulega frámuna hörmuleg hugmynd, en hver er þín afsökun?

hee (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 15:21

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Hverju viltu sleppa í staðinn fyrir fjáraustur í veðurfarsspekúleringar?

  • Þróunaraðstoð?
  • Skattalækkunum?
  • Baráttu gegn HIV/AIDS?
  • Baráttu gegn malaríu?
  • Útvegun vatns?

Hófsöm möt á kostnaði við að minnka brennslu kola og olíu með þvingunaraðgerðum hleypur alltaf á einhverjum tugum milljarða dollara (t.d. í formi kostnaðarliðarins "hagvöxtur sem varð ekki").

Hverju viltu fórna? Hver er þín forgangsröðun á vandamálum heims ef þú yrðir einræðisherra heimsins einn daginn? Vatn eða veðurspá (sem allir eru "sammála um") 20 ár fram í tímann?

Geir Ágústsson, 13.6.2007 kl. 17:24

10 identicon

Þú talar eins og þér sé eitthvað illa við veðurfræði eða veðurfræðinga, en ég vil vissulega að vísindamenn (ekki bara veðurfræðingar) fái svigrúm til þess að rannsaka ekki bara veðurfarsbreytingar heldur líka mögulegar lausnir á vandanum.

Hvað fær þig til þess að halda að ég vilji sleppa einhverju af ofantöldu? Ja, jú ég er nú engin sérstök baráttumanneskja fyrir skattalækkunum. Það er það sem ég skal "fórna" ef ég verð einræðisfröken heimsins í einn dag.

hee (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband