Hvað myndi ég kjósa?

Ég hef í nokkur skipti verið spurður að því hvað myndi kjósa ef ég væri kjörgengur á Íslandi í dag (missti því miður af nýrri löggjöf sem hefði heimilað mér að skrá mig á kjörskrá í tæka tíð). Ég held að svar mitt væri: Það fer eftir því í hvaða kjördæmi ég fengi að kjósa í.

Af því að innan sumra þeirra leynast eiturpillur sem ég myndi ekki snerta með priki jafnvel þótt formaður viðkomandi flokks kæmi vel fyrir.

Tökum dæmi - Reykjavík norður.

Þar er efst á lista eftirfarandi fólk (og sleppi ég hér að nefna Sósíalistaflokkinn, Vinstri-græna, Pírata, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, Flokk fólksins og Samfylkinguna, sem hafa allir lofað svimandi aukningu á ríkisafskiptum og sköttum, eða afsali fullveldis, eða allt þetta og meira til):

Sjálfstæðisflokkurinn:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra
  2. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður
  3. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður
  4. Hulda Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur
  5. Tryggvi Másson, atferlishagfræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins

Lýðræðisflokkurinn:

  1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fv. varaborgarfulltrúi
  2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur
  3. Þráinn Guðbjörnsson, áhættustjóri
  4. Sólveig Dagmar Þórisdóttir, grafískur hönnuður
  5. Guðbjörn Herbert Gunnarsson, einkaþjálfari

Miðflokkurinn:

  1. Sigríður Á. Andersen, lögmaður
  2. Jakob Frímann Magnússon, alþingismaður
  3. Bessí Þóra Jónsdóttir, doktorsnemi í atferlishagfræði
  4. Einar Jóhannes Guðnason, viðskiptastjóri
  5. Jón Ívar Einarsson, læknir

Ábyrg framtíð:

  1. Jóhannes Loftsson
  2. Guðmundur Karl Snæbjörnsson
  3. Martha Ernstdóttir
  4. Helgi Örn Viggósson
  5. Rebekka Ósk Sváfnisdóttir

Hérna myndi ég segja að frjálshyggjusinnaðir kjósendur hefðu úr mjög mörgu að velja. Guðlaugur Þór og Diljá Mist hjá Sjálfstæðisflokki hafa unnið bæði fyrir framan og bak við tjöldin að ljómandi framfaramálum. Það væri æðislegt að fá Sigríði Andersen aftur á þing en í kjölfarið kemur Jakob Frímann, sem á ekki skilið frekari framhaldslíf í stjórnmálum. Jóhannes og Ábyrg framtíð vilja knýja áfram þungt réttlætismál sem ég styð en aðrir flokkar hafa ekki sýnt mikinn áhuga á: Uppgjör við veirutíma. Baldur hjá Lýðræðisflokknum þekki ég ekki en stefnumál þess flokks eru heilt á litið mjög góð.

Svo hvað er til ráða? Ég vík að því seinna.

Annað dæmi er Reykjavík suður:

Sjálfstæðisflokkurinn:

  1. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra
  2. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður
  3. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla
  4. Sigurður Örn Hilmarsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum formaður Lögmannafélagsins
  5. Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður

Lýðræðisflokkurinn:

  1. Kári Allansson, lögfræðingur og tónlistarmaður
  2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi
  3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur
  4. Hreinn Pétursson, vélstjóri - viðhald og rekstur
  5. Kjartan Eggertsson, tónlistarkennari

Miðflokkurinn:

  1. Snorri Másson, blaðamaður og rithöfundur
  2. Þorsteinn Sæmundsson, fv. alþingismaður
  3. Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks
  4. Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður
  5. Danith Chan, lögfræðingur

Ábyrg framtíð: Býður ekki fram í kjördæminu.

Aftur, erfitt val! Snorri hjá Miðflokknum er án efa að fara auka bæði innihald og skemmtanagildi ræðustólsins á þingi. Áslaug Arna er lúsiðin sama hvar hún er, og með hjartað á réttum stað. Frambjóðanda Lýðræðisflokksins þekki ég ekki en aftur - flokkur með mörg góð stefnumál.

Kíkjum svo aðeins á einn flokk sem ég tel ókjósanlegan - Samfylkinguna. 

Reykjavík norður:

  1. Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar
  2. Dagur Bergþóruson Eggertsson, læknir og fyrrv. borgarstjóri
  3. Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður
  4. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður
  5. Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður

Kristrún ber sig vel og orðar hluti vel en atkvæði greitt henni í þessu kjördæmi dregur um leið á land fyrrverandi borgarstjóra sem skilur eftir sig sviðna jörð í borginni og blaðamann svokallaðan sem flestir hafa nú áttað sig á hvaða mann hefur að geyma, og segist ekki ætla að taka þingsæti en hver veit, og ekki fjarri honum er ritstjóri sem vildi aðgreina fólk og réttindi þess eftir vali á lyfjagjöf. Viltu fá oddvitann inn? Gott og vel, en vittu til - slíkt val dregur á eftir sér halarófu af algjöru eitri. 

Reykjavík suður:

  1. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður
  2. Ragna Sigurðardóttir, læknir
  3. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins
  4. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins
  5. Vilborg Kristín Oddsdóttir, félagsráðgjafi

Úff, Jóhann Páll efstur. Þau fyrir neðan kannski í lagi. En sá sem heillast af boðskap Samfylkingarinnar og býr í Reykjavík suður þarf að vita að atkvæði greitt flokknum er ekki bara til formanns flokksins, heldur til sósíalista sem hreykir sér af því að hafa svipt konur kvennaklósettinu. 

Norðausturkjördæmi:

  1. Logi Einarsson, alþingismaður
  2. Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari VA
  3. Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð HA
  4. Sindri Kristjánsson, lögfræðingur
  5. Stefán Þór Eysteinsson, fagstjóri hjá Matís í Neskaupstað

Logi þarna efstur - reyndur stjórnmálamaður sem kann að vinna með öðrum og það er fínt - og þau fyrir neðan ekki með neitt sérstakt orðspor fyrir að vera andstyggilegar manneskjur.

Það er sem sagt ekki endilega hægt að tala um að vilja kjósa einn flokk umfram annan. Frambjóðendalistar flokkanna innihalda oft mjög mikið bland í poka af fólki sem mun eflaust standa sig vel á þingi og öðru sem er meira til skrauts í besta falli, en mun reynast landi og þjóð hættulegt í versta falli. Svo sem landlæknir sem mun stöðva allar tilraunir til að grafa upp skít veirutíma í bakgarði hennar. 

Lúxusvandamálið er svo í Reykjavík norður, sem væri mjög líklega búsvæði mitt ef ég byggi á Íslandi (af ýmsum ástæðum). Þar mættu sem flest atkvæði safnast á þá flokka sem ég tel kjósanlega svo sem flestir í efstu sætum allra þeirra komist á þing. Mun ég við seinna tækifæri ræða það aðeins frekar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er til lítis að ráða fólk sem ekki nennir að mæta í vinnu

    • Sig­mund­ur Davíð: 0% þátt­taka.

    • Þor­gerður Katrín: 0,6% þátt­taka.

    • Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: 18,5% þátt­taka

    • Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins: 72,2% þátt­taka.

    • Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata: 78,9% þátt­taka.

    • Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar: 79,6% þátt­taka

    • Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna: 89,5% þátt­taka

    • Bjarni Bene­dikts­son: 98,8% þátt­taka.

    Grímur Kjartansson, 23.11.2024 kl. 20:00

    2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Grímur mældist þessi leti eftir að einn Miðflokks færði sig yfir í Sjálfsstæðisfl? Þá eru 2 eftir til að skipta með sér mikil vægum inngripum vegna fjölskyldunnar.

    Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2024 kl. 00:38

    3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Hmm... því hörmulegra sem fólkið er, því meira tekur það þátt.

    Því minna sem ríkið gerir almennt, því minni skaða veldur það.

    Eins og krabbamein.

    Ásgrímur Hartmannsson, 24.11.2024 kl. 07:30

    4 Smámynd: Grímur Kjartansson

    Helga Kristjánsdóttir

    Einungis er verið að taka tölur af vef Alþingis um þátttöku formanna flokkanna

    Sigmundur og Þorgerður tóku minnst þátt

    Grímur Kjartansson, 24.11.2024 kl. 09:17

    5 Smámynd: Kristinn Bjarnason

    Ásgrímur áttar sig á þessu. Sumir telja nóg að mæta í vinnuna og hengja upp jakkann sinn og fá sér kaffi. Ég tel að það skipti mestu máli hvað gerist í vinnunni á vinnutímanum.

    Ég tel að þessari þjóð sé ekki viðbjargandi og er vanþakklát í meira lagi. Kosningaloforð sem aldrei verður staðið við skiptir engu máli. Það er aðeins 1 maður á þingi sem kemur upp í huga mér sem hefur sýnt að stendur í fæturna þrátt fyrir hótanir erlendra aðila og vinnur í þágu þjóðarinnar er Sigmundur. Samkvæmt skoðanakönnunum er engu líkara en að fólk vilji verri lífskjör. Mér verður flökurt af kosningaloforðum.

    Kristinn Bjarnason, 24.11.2024 kl. 10:11

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband