Sjálfseyðing Evrópu

Um daginn lauk ég við áhugaverða en á köflum langdregna bók, The Strange Death of Europe: Immigration, Identity, Islam. Titillinn segir sennilega allt sem segja þarf um innihaldið en þó þarf að skilja á milli Vestur- og Austur-Evrópu - Austur-Evrópa er ekki á sömu vegferð sjálfstortímingar og við í vestari hluta álfunnar. En sjálfstortíming er það vissulega - í mörgum ríkjum Vestur-Evrópu verður íslam orðin að trú meirihluta íbúa innan ekki marga ára, jafnvel á okkar líftíma. Evrópa eins og við þekkjum hana hverfur og í staðinn kemur eitthvað annað - eitthvað sem var aldrei rætt opinskátt við okkur kjósendur og borgara álfunnar heldur troðið upp á okkur með hriplekum landamærum og skilaboðum til umheimsins um að íbúar utan Evrópu skipti evrópska stjórnmálamenn meira máli en innfæddir Evrópubúar.

Í sumum ríkjum hefur kjósendum loksins tekist að koma skoðunum sínum á sjálfstortímingu menningar sinnar áleiðis í gegnum kosningar, en það er kannski of seint í rassinn gripið. Því miður. 

Á Íslandi er stór hópur ólöglegra innflytjenda horfinn. Blaðamaður veltir fyrir sér hvernig það fólk framfleytir sér, hvar börnin eru og hvort einhverjum stafi ógn af þessu fólki, sem er yfirgnæfandi karlmenn.

Kannski svolítið kjánalega spurt í landi sem nú þegar er samansett af fjölda hliðarsamfélaga þar sem menn tala önnur tungumál en íslensku, fylgja eigin lögum (og ólögum) og kæra sig ekki um að láta börnin sín í skóla með innfæddum börnum og kennurum sem tala um kristin gildi, að því marki að einhver geri það lengur. 

Kannski er það einlægur vilji meirihluta almennings að kristin og vestræn samfélög með sínum stjórnarskrám og mannréttindum séu óþverri. Betra sé að taka upp íslam og þær venjur og hefðir sem slík menning og trú boðar, svo sem í málefnum kvenna og samkynhneigðra. 

Kannski, en ég efast. 

Og er þá væntanlega orðinn rasisti. Þá það.


mbl.is Flestir sem hvergi finnast koma frá Sómalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitthvað mikið að þegar fólki er hleypt inn í landið sem ekki hefur neina heimild til að koma hingað. Reyndu að komast inn í USA án vegabréfsáritunar eða ESTA og þér verður ekki hleypt innfyrir landamærin, verður ekki hýstur, klæddur eða fæddur af þarlendum stjórnvöldum.  Þér verður ekki skaffað flug til baka til heimalandsins heldur verðuru sjálfur að sjá um kostnaðinn af því að koma þér heim eða eyða afgang ævinnar í einskinsmannslandi.

Athyglisverð frétt áðan á RÚV (aldrei þessu vant) um ólögráða drengi sem sendir eru fylgdarlausir til Íslands og leita eftir hæli. Næsta skref er svo að ættingjarni flykkist til landsins í krafti fjölskyldusameiningar. Trojuhesturinn sem á eftir skipta um þjóð í landinu allt í boði woke-fávitanna,

Bjarni (IP-tala skráð) 24.11.2024 kl. 19:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Það er ekki rétt að það sé svona erfitt að komast inn í Bandaríkin. Þú þarft bara að brenna vegabréfið og segjast vera frá Vensúela, ef einhver yfirleitt spyr þig í blautum fötum eftir að hafa synt yfir Rio Grande.

Sértu með vinnu eða á leið á ráðstefnu eða vilt vera ferðamaður þá færðu auðvitað gagnrýnar spurningar um pappíra og ásetning.

Geir Ágústsson, 24.11.2024 kl. 21:04

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er kommúnista plott til þess að eyða þjóðum.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2024 kl. 06:24

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Geir.

Þú ert rasisti og hana nú, enda hverjir en rasistar vilja standa vörð um rétt kvenna og samkynhneigðra??

Opið, víðsýnt fólk vill fá innlendar fréttir líkt og þá sem kom frá Berlín um daginn, til dæmis; Varað er við að konur sem hylja ekki hár sitt og að samkynhneigt fólk flaggi fánum sínum og merkjum, þegar farið er um Efra Breiðholt í dag, því það misbýður umburðarlyndi múslímskra íbúa hverfisins.

Þess vegna ertu raisti Geir og það verður bara að vera svo.  En ég kom inn til að þakka þér fyrir velorðun, að koma löngu máli fyrir í einni setningu, sem skýrir kjarna stefnu okkar ágætu stjórnmálamanna; ".. skilaboðum til umheimsins um að íbúar utan Evrópu skipti evrópska stjórnmálamenn meira máli en innfæddir Evrópubúar".

Þetta er inntak kosningabaráttu flestra flokka á Íslandi í dag.

Og ef menn spá í af hverju fjármunir séu ekki settir í geðheilbrigðismál ungmenna, eða að þjóðin sé ráðalaus vegna tunga andláta ungs fólks vegna fíknisjúkdóma, þá kom ágæt fréttaskýring þar um á Ruv í gær.

Börnin okkar sem glíma við þennan banvæna vanda, eru ekki fylgdarlaus börn á flótta.

Þú eyðir ekki sömu krónunni tvisvar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2024 kl. 10:07

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Ég sá þessa frétt frá Berlín. Bókin sem ég vísa í er troðfull af svipuðum dæmum og jafnvel verri - svæðum þar sem lögreglan, pósturinn og sjúkrabílar vogar sér ekki inn nema með vopnaða fylgd, í fjölmörgum evrópskum borgarhverfum. Stór svæði orðin að hreinum múslímasvæðum þar sem er alls ekki óhætt fyrir neinn að voga sér inn í - heyrði Breta segja mér frá Luton í Englandi á þessum nótum fyrir um 10 árum síðan. 

Í bókinni eru færð rök fyrir því að ástæðan fyrir þessari viljandi sjálfstortímingu sé eilífðarsamviskubit okkar Evrópubúa fyrir þrælahald fyrri alda, nýlendustefnu og bara efnahagslegrar velgengni í sjálfu sér. 

Í Austur-Evrópu hugsa menn ekki svoleiðis, frekar nýsloppnir úr klóm Sovétríkjanna og þykir vænt um menningu sína, tungumál og siði sem tókst að bjarga frá kommúnistunum og þarf núna að bjarga frá Brussel.

Ef bara Íslendingar hefðu aðeins meira sjálfsálit ...

Geir Ágústsson, 25.11.2024 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband