Fimmtudagur, 25. apríl 2024
Langt í land að gera upp veirutíma
Þið munið vonandi ennþá eftir veirutímum. Þar sem engin lækning var til. Engin eldri lyf sem dugðu. Lýsi meira að segja sett á bannlistann. Læknum bannað að birta rannsóknir sínar. Ritskoðun og annað gott.
Það á ennþá eftir að gera þessa tíma upp. Margar bækur finnast vissulega en hver les bækur í dag? Við erum að bíða eftir því að gráir embættismenn segi fullum fetum að þeir hafi verið nothæfar strengjabrúður á meðan lyfjafyrirtækin rökuðu inn seðlum fyrir að selja okkur eitur. Það mun aldrei gerast.
Lítið dæmi um skort á slíku uppgjöri birtist í ummælum strengjabrúðunnar í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Hann sagði, við mikla kátínu áhorfenda:
Munið þegar hann var að reyna að eiga við Covid... Hann mælti með því að sprauta smá klór í æðarnar, sagði Biden.
Hann hitti þó ekki, klórinn fór allur í hárið hans, gantaðist forsetinn og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.
En sagði Trump þetta? Hann hugsaði vissulega upphátt um ýmislegt sem hann var að heyra um. Ég sé samt ekki að hann hafi gefið út nein fyrirmæli eða leiðbeiningar til fólks um að sprauta sig með klór, en sé svo þá skal ég hlægja með Biden, að þessu sinni. Ef eitthvað var hann frekar leitandi og hikandi og leit í sífellu á læknir í sama rými. Og vildi auðvitað að fólk væri úti í sólinni.
En Trump er Trump, fljótari að tala en hugsa. Það sem blasir við og blasti raunar allan tímann við er að margar gagnlegar meðferðir gegn veirunni voru hreinlega kæfðar. Lyfsalar neituðu að afgreiða lyfseðla, rannsóknir voru svæfðar og læknar neituðu að meðhöndla sjúklinga þar til þeir voru við dauðans dyr, og þá bara með rándýrum og banvænum lyfjum og auðvitað öndunarvélum.
Er þetta gleymt og grafið?
Það væri skelfing.
Þessi veira var búin til á rannsóknarstofu. Hún var auðlæknanleg með ódýrum og aðgengilegum lyfjum. Samt leiddi hún til tveggja ára tímabils eyðileggingar á venjulegu fólki (á meðan aðrir græddu á tá og fingri).
Ég tek ekki þátt í þessari gleymsku og hef undanverið verið að gleypa í mig bækur um veirutímana og hvernig allt var þar gert rangt, jafnvel viljandi.
Mikið hefði nú verið gott ef fólk hefði fylgt leiðbeiningum Trump og farið út í sólina frekar en loka sig inni í myrkrinu, af mörgum ástæðum. En það er eins og það er, ef Trump segir að himininn sé blár þá er hann í raun grænn. Upplýstari er umræðan ekki.
Trump hafður að háði í ræðu Bidens | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.