Græna svikamyllan

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2024 er ekki góður lestur fyrir hjartveika, en engu að síður upplýsandi. Þar sést meðal annars að græna svikamyllan (aðgerðir gegn loftslagsbreytingum) snýst á fullu og mylur verðmæti samfélagsins í duft.

Meðal leiða til að sjúga verðmæti út úr samfélaginu og ofan í ríkisjóð eru eftirfarandi liðir:

  • Vörugjald af ökutækjum: 8,9 milljarðar
  • Vörugjald af bensíni, almennt: 4,2 milljarðar
  • Sérstakt vörugjald af blýlausu bensíni: 6,7 milljarðar
  • Kolefnisgjald: 14 milljarðar
  • Olíugjald: 15,5 milljarðar
  • Kílómetragjald af ökutækjum: 1,8 milljarðar
  • Bifreiðagjald: 12,3 milljarðar
  • Umferðaröryggisgjald: 0,2 milljarðar
  • Sala á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda: 2,6 milljarðar

Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt um suma af þessum sköttum fyrr en á þessum laugardagsmorgni.

Auðvitað ættu allir þessir skattar að renna í viðhald og uppbyggingu innviða en það gera þeir ekki. Til dæmis renna um 31 milljarðar í fjármagnskostnað, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindindi, sem er útgjaldaliður með þrjá drifkrafta:

  • Óráðsía og skuldsetning hins opinbera, til dæmis til að fjármagna óvísindalega og óþarfa geldingu samfélagsins árin 2020-2022 (og auðvitað dauðasprauturnar líka)
  • Alltof margir opinberir starfsmenn sem njóta alltof ríkulegra lífeyrisréttinda
  • Eyðilegging gjaldmiðilsins í boði yfirvalda, seðlabanka og viðskiptabanka

Einnig stendur til að senda nokkur hundruð milljónir til útlanda á hverju ári til að borga fyrir aflátsbréf loftslagskirkjunnar. Það er pólitísk ákvörðun en ekki einhver óvænt yfirsjón í heimilisbókhaldinu. 

Gleymum svo ekki 12,2 milljörðum undir liðnum almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir, sem mætti einnig kalla vasapeninga ríkisstjórnarinnar sem hún getur notað í hvað sem er án umræðu á Alþingi. Þessi sjóður tæmist alltaf og rúmlega það og er því enginn varasjóður í þeim skilningi. Miklu frekar mætti líta á þennan sjóð eins og veski unglings á útihátíð: Á meðan það er eitthvað eftir í því má halda partýinu áfram án þess að mamma og pabbi verði nokkurs vísari.

Græna svikamyllan stækkar svo á hverju ári, óháð því hvaða markmiðum menn telja sig vera að ná. Núna er ruslið komið í margar tunnur og þá hækka bara sorphirðugjöld sveitarfélaganna. Rafmagnsbílum fjölgar í sífellu en þá bætist bara við kílómetragjald á alla bíla. Menn fjárfesta í dýrum tengivirkjum til að skipta úr olíu í rafmagn en fá þá ekkert rafmagn. Arðbær fyrirtæki sem borga fúlgur í skatta og gjöld fá ekki lengur rafmagn og ekki er blásið í virkjanir. Græna svikamyllan er óseðjandi og kallar ekki bara á endalausa peninga heldur líka stanslausar lífskjaraskerðingar. Henni þurfa Íslendingar að hafna sem fyrst.

Nýskipaður fjármálaráðherra sagði nýlega í viðtali:

Ríkið á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu samfélagsins, kjarnanum. Og sinna henni almennilega. Öðru eigum við að leyfa öðrum að finna út úr og sinna ...

Hljómar vel! En trúir þessu einhver? Erum við ekki miklu nær því að ríkisvaldið þjóðnýti farsímafyrirtækin en að hið opinbera láti fé fylgja nemendum og sjúklingum í stað þess að reka stofnanirnar sjálft? Það held ég.


mbl.is Gjaldskrárhækkanir blási í glæður verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er skattaflokkur dauðans,

með núverandi sem fyrrverandi fjármálaráðherra, varaformann og formann þess græningjaflokks,

Græna kommúnistaflokksins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.12.2023 kl. 09:10

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég verð ekki var við að yfirvöld vinni nokkurn skapaðann hlut í þágu almennings heldur ráðist stanslaust á fólk með allskonar regluverki og skattahækkunum. Eitursprauturnar toppa svo allt saman. Eigum við ekki bara að kjósa samfylkinguna? 

Kristinn Bjarnason, 30.12.2023 kl. 11:31

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Pétur,

Já, veistu, þetta er orðið reglan frekar en undantekningin. Sífellt bætist í bæði skattana og flækjustigin. Í hið minnsta gæti flokkurinn í núverandi ríkisstjórn beitt sér fyrir einföldun kerfisins og gæti svo mögulega hafið lækkanir í síðari ríkisstjórn. En vill hann það, í raun?

Kristinn,

Samfylkingin er held ég kúkur verri en skítur. Þar lofa menn beinlínis að bæta enn á herðar launþega.

Á tímabili fór Miðflokkurinn aðeins að tauta um báknið burt, en yrði kannski skárri að því leyti að hann myndi berjast fyrir lokun á innflæði hælisleitenda sem um leið myndi spara ríkissjóði milljarða á ári þótt ekkert annað væri gert. Hann er líka á móti aflátsbréfum loftslagskirkjunnar - aðrir milljarðar sparaðir bara þar. 

Geir Ágústsson, 30.12.2023 kl. 14:03

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Kjósa Samfylkinguna segir Kristinn, hefur hann séð skattastefnu Samylkingunnar? Það á að bæta í skattlegginguna og taka fé úr vösum sumra og í vasa annarra. VG er hálfdrættingar á við Samfylkinguna sem felur stefnu sína (innganga í ESB). Betri tímar eru ekki framundan.

Birgir Loftsson, 30.12.2023 kl. 17:15

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Að nota skatta til að jafna kjör í þjóðfélaginu er eitthvað sem ég er algjörlega á móti en svo er það hverju á að kosta til - til að reka samfélagið

Stundum finnst mér bara ætlast til að ríkið greiði fyrir allar þær sérþarfir sem háværir þrýstihópar hugsanlegar geta látið sér detta í hug

Ríkast fólkið keypti sér strax niðurgreidda Teslu og hefur síðustu ár ekki greitt krónu  í viðhald vega sem olíugjaldið átti að fara í þegar það var ákveðið - þetta heitir að láta aðra borga

og hlutfall þeirra sem ætlast til að aðrir borgi brúsan fer sífellt vaxandi

Grímur Kjartansson, 30.12.2023 kl. 18:24

6 identicon

Sæll Geir; líka sem og aðrir þínir gestir !

Kristinn !

Er; skammtímaminni þitt eitthvað brogað, Kristinn minn ?

Flest okkar; sem komin eru að miðjum aldri - sem og þau

eldri, muna væntanlega stjórnarhætti Ingibjargar Sólrúnar

(2007 - 2009) með aulabárðinum Geir H. Haarde / hvað þá

Jóhönnu kerlingar (2009 - 2013) með einhverjum illræmdasta

hrappi síðari tíma Íslandssögu:: Steingrími J. Sigfússyni.

Jeg geri ráð fyrir Kristinn minn; að niðurlag þinnar athuga

semdar hafi átt að vera í háðungarskyni - öll sjáum við fyrir

okkur FYRIRFRAM hræsnina, sem lekur af málflutningi Kristrúnar

Frostadóttur, að minnsta kosti - enda sendill Kviku banka, þar

á ferð.

Skárstu kostirnir; gætu orðið með Flokki fólksins og svo

Miðflokknum á komandi árum, næðu þeir að hefja almennilega

raust sína til kjósenda - spurning reyndar:: er Miðflokkurinn

ekki að sofna svefninum langa, sje mið tekið af hiki og fumi

Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þessi misserin ?

Í ljósi all- stórra sóknarfæra þeirra Miðflokksmanna, kannski

Bergþór Ólason ætti að taka við stýri Sigmundar, það eru þó

lífsmörk með Bergþóri - alla vegana, í samanburði við Sigmund.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, af Suðurlandi /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.12.2023 kl. 18:45

7 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Núna virðast allir búnir að gleyma því hvernig Jóhönnustjórnin níddist á landsmönnum í hruninu og u.þ.b. 30% ætla að kjósa samfylkinguna. Mér skilst að það bíði ráðherrastóll eftir Degi B Eggerts, Loga Einars,Oddnýju Harðar og Þorgerði nefskatti, þetta getur ekki klikkað. Landsmönnum virðist mjög umhugað að halda áfram á sömu braut en vonast jafnframt eftir að eitthvað lagist. Lengi getur vont versnað. Ef fólk vill einhverjar breytingar þá er það Sigmundur Davíð sem gerðist sekur um að vinna fyrir fólkið í landinu og er líklegur til að endurtaka það.

Kristinn Bjarnason, 30.12.2023 kl. 19:06

8 identicon

Sælir; á ný !

Kristinn !

Rjett er það; skýringuna á fylgispekt allt of stórs hluta

landsmanna við títtnefndan fjórflokk má finna í Keltnesku

þrælagenunum, sem svo allt of margir hafa tekið í arf frá 9.

og 10.öldunum - jafnvel, fyrr.

Í því; má finna helvízka þrælslund allt of margra / við

hin, sem erum frekar Engil- Saxnesk og Germönsk með ákveðnu

Franka ívafi kjósum aftur á móti, að undirmáls fólkið sem

fylgir EFTA/EES/ESB ruglinu fái fría ferð:: II. leiðina til

Brussel og nágrennis, svo jeg tali einfaldlega hreint út.

Reyndar; mismunaði Sigmundur Davíð all- verulega fjölda

fólks, þá leiðrjettingunni svo kölluðu var ýtt á flot, við

erum allmörg ennþá, sem höfum engar skaðabætur hlotið, eftir

þjófnaða tímabil Engeyinga - Samherja Mafíunnar frá haustinu

2008, svo einnig komi fram.

Vonum Kristinn minn; að stund hefndarinnar sje ekki, svo

langt undan.

Vitaskuld; er það rjett hjá þjer : Dagur B. og Oddný eru

jafn ómerk hinum krötunum / að Þorgerði alls ekki undan

skilinni. 

Þá; þyrfti Bessastaða fígúran (Guðni Th. Jóhannesson) sð

fá rækilegan skell í komandi kosningum til hans embættis -

gallinn er bara sá, að hann á sjer marga fylgjendur smjaðrara

og snobb liðs, ýmiss konar.

Með sömu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.12.2023 kl. 20:46

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kolefnistrúin er þrálaát því hún er svo arðbær... fyrir yfirvöld.

Fullt af pening í partýsjóðinn.

Það að Samfylkingin skuli enn vera til er til marks um greindarskort íslendinga svona almennt.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.12.2023 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband