Mánudagur, 25. desember 2023
Hamfarakólnun
Það gengur sífellt verr og verr að negla einhvers konar veðurfars- og loftslagsbreytingar á athafnir manna og bruna þeirra á jarðefnaeldsneyti.
Víða eru kuldamet núna að falla og snjómagnið að valda vandræðum. Á meðan fundar veruleikafirrt klíka á baðströndum og boðar hærri skatta á almenning.
Ef ég væri fjárfestir þá myndi ég veðja á algjört hrun í öllum hlutabréfum og sjóðum sem reikna með áframhaldandi fjáraustri úr vösum skattgreiðenda í allskyns vindmylluævintýri og aðrar grænar aðgerðir. Við erum hænufeti frá því að sjá almenning spyrna við fótum og heimta að skatttekjur renni í raunverulega þjónustu, innviði og fjárfestingar. Almenningur víða er nú þegar byrjaður að mótmæla í gegnum kosningar með því að senda atkvæði til ýmissa óvinsælla stjórnmálaflokka sem á einn eða annan hátt boða jarðtengingu stjórnmálanna. Þetta er fyrsta sprungan í glerhjúpnum. Í náinni framtíð fara svo ríkisstjórnir að stíga fram og tala um breyttar áherslur: Frá hræðsluáróðri og að betri nýtingu takmarkaðra gæða, auk orkuöryggis auðvitað.
Kannski er ég óþarflega bjartsýnn hérna. Kannski tekst að halda úti þessu leikriti í mörg ár í viðbót. Kannski klofnar heimurinn í afstöðu sinni - annar heldur áfram vegferðinni til glötunar, fátæktar og orkuóöryggis á meðan hinn sækir í hagkvæma orku, auk annarra úrræða til að verja lífskjör almennings. Kannski sjálfumglöð Vesturlönd haldi áfram að grýta eigin höfn á meðan miðstéttin heldur áfram að stækka og eflast í öðrum heimshlutum. Erfitt að spá fyrir um slíkt auðvitað, en eitthvað mun gefa eftir, fyrr en síðar.
Vonum bara að það verði áður en Evrópubúar skattleggja sig til að frjósa úr kulda nú þegar loftslagið kólnar af ástæðum sem passa ekki við reiknilíkön vísindamanna sem fá borgað fyrir að komast að niðurstöðu stjórnmálanna.
Kaldasti desember frá upphafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Athugasemdir
Hamfarakólnun er innan marka sumra kenninga um manngert veðurfar. Ómar Ragnarsson hefur fjallað um sjónvarpsmyndina sem var sýnd fyrir fjölmörgum árum og fjallaði um að ísöld gæti hafizt af mannavöldum, þegar og ef Golfstraumurinn deyr eða breytir um stefnu. Vísindamenn telja sig (sumir) vita að slíkt hafi gerzt áður, þegar ísaldir hófust. En þetta er deilumál eins og svo margt. Minnir að hann hafi skrifað að myndin hafi verið sýnd 1997 í RÚV, en man ekki nafnið á henni, en innihaldið nokkuð vel í aðalatriðum.
Með þessu er ég ekki að segja að ég sé 100% sannfærður um þetta, en þetta er möguleiki og fyrst margir virtir vísindamenn halda þessu fram, ekki ótrúlegur.
En ég er nokkurnveginn sannfærður um þetta.
Þannig að hamfarakólnun og hamfarahlýnun geta verið af mannavöldum.
Það er held ég alveg samstaða í vísindaheiminum um að bráðnun jökla hefur mikil áhrif á hafstauma, Golfstrauminn með.
Burtséð frá því viðurkenni ég líka að vinstrimafían notar þetta í pólitískum tilgangi til að ná sterkari stöðu, með hræðsluáróðri.
En bara svo það sé ljóst, að þessi frétt afsannar ekki að kenningin um manngert veðurfar (að hluta til) sé rétt.
Ingólfur Sigurðsson, 26.12.2023 kl. 00:30
Ingólfur,
Auðvitað hefur allt sem andar, rotnar, vex, gufar upp eða kemur úr geimnum áhrif á loftslagið. Menn gætu samt hafa prjónað yfir sig þegar kemur að áhrifum koltvísýrings - að styrkur hans sé einhver stjórnpinni sem að lokum ákvarðar hitastig Jarðar.
Geir Ágústsson, 26.12.2023 kl. 13:02
Á meðan 25% trúa, þá heldur þetta áfram.
Þannig virkar lýðræðið.
Költistar munu alltaf hafa ítök, og mjög digra sjæóði sem þeir geta notað til að múta þeim sem annars myndu ekki spila með.
Kolefnistrú mun drepa allt niður, svo eftir nokkra áratugi verða vesturlönd þriðji heimurinn.
Það mun taka styttri tíma en þú heldur.
Svo munu þessi 25% verða mjög hissa þegar allt koðanar niður, og skilja ekkert í því hvers vegna þau eru öll að svelta og frjósa.
Allt mjög dularfullt.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2023 kl. 15:13
Einhverjir ,,vitrir" leiðtogar telja gott fyrir mannkyn að borða pöddur. En það verður lítið um þær í kuldanum ekki satt ? En hvaða læknir mundi viðurkenna að pödduát sé gott fyrir manninn ?
Loncexter, 27.12.2023 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.