Jólahátíð

Þá eru jólin um það bil að bresta á. Pakkar þekja gólfið undir jólatrénu, önd og rjúpa eru matreidd og jakkafötin dregin fram. Jólin eru góð og um leið svo margt: Fögnuður kristinna manna, hátíð hækkandi sólar, hátíð barnanna og hátíð ljósa í skammdeginu. Jólin eru um leið uppskeruhátíð kapítalismans þar sem við leyfum okkur að taka svolítið frí og gleðja hvort annað með gjöfum. 

Jólin eru líka góður tími til að staldra við og hugleiða. Hefur árið verið gott ár? Hefur það boðið upp á góðar áskoranir og tækifæri? Er nauðsynlegt að endurskoða eitthvað fyrir næsta ár? Höfum við náð að eyða tíma með okkar nánustu eða fór öll orkan í að eltast við vinnu og heimilisrekstur? Náðum við að rækta okkur sjálf eða gengum við kannski frekar á forða heilsu og vellíðunar? 

Ég hef svo sannarlega tilefni til að hugleiða spurningar eins og þessar, en um leið kvarta ég ekki. Við erum að jafnaði okkar eigin gæfu smiðir og getum yfir lengri tíma gert þær breytingar sem færa okkur sjálf á betri stað. Ég þarf að minnka við mig vinnu og bæta við mig heimsóknum til vina og vandamanna. Ég þarf að vera duglegri að segja nei við suma og já við aðra. Litlar breytingar en nauðsynlegar.

Um leið brenn ég töluvert fyrir því að forða samfélagi okkar frá glötun í boði stjórnmálastéttarinnar og sérvitra milljarðamæringa og mun með ánægju halda áfram þeirri baráttu. 

Að lokum vil ég óska lesendum þessarar síðu gleðilegrar jólahátíðar og þakka fyrir áhugann á árinu sem leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleðileg jól. 

Ragnhildur Kolka, 25.12.2023 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband