Ađ snýta út úr sér regluverki

Ţeir taka ekki oft til máls, ţessir forstjórar í atvinnulífinu. Kannski vona ţeir ađ allskyns hagsmunasamtök (Samtök atvinnulífsins, Samtök iđnađarins, Félag atvinnurekenda og fleiri slík) geti séđ um slíkt. Nógu mikiđ kostar jú ađ vera međlimur í slíkum samtökum, og fínt ađ láta ţau sjá um ađ segja ţađ sem er óvinsćlt og ţurfa ţar međ ekki ađ hćtta á einhver neikvćđ viđbrögđ.

En á ţessu finnast undantekningar. Helgi í Góu er auđvitađ frćgt dćmi, og mér eftirminnilegt ţegar hann lét eftirfarandi orđ falla viđ opnun á nýjum kjúklingaveitingastađ:

Ţetta er nýr tími, hér áđur gátu menn opnađ og svo var fariđ yfir ţetta en nú má ekk­ert gera fyrr en öll leyfi eru komin.

Síđan hefur ástandiđ bara versnađ, án ţess ađ húsin - og djúpsteikti kjúklingurinn - hafi batnađ.

Núna mćtir í umrćđuna framkvćmdastjóri Jáverks, Gylfi Gíslason:

Viđ erum međ eitt­hvađ reglu­verk og erum alltaf ađ snýta viđ ţađ. Ţađ ţarf kannski ađ bćta ţađ eitt­hvađ, og oft er veriđ ađ ţví, en ţađ end­ar međ ađ viđ erum kom­in međ svo stórt og ţungt kerfi ađ ţađ er bara hćtt ađ ţjóna til­gangi sín­um.

Ţetta er vel mćlt og fćr mig til ađ sjá fyrir mér regluverkiđ sem hrúgu af snýtipappír á gólfinu, međ einhverju kroti í bland viđ horiđ, frekar en snyrtilegar möppur í hillu. 

Flókiđ og allt ađ ţví óskiljanlegt regluverk er lifibrauđ báknsins. Svoleiđis regluverk heldur mörgum opinberum starfsmönnum í vinnu viđ ađ fara yfir, gera athugasemdir, senda á milli opinberra skrifstofa og ađ lokum samţykkja en ţó alltaf međ ţeim fyrirvara ađ bákniđ geti skipt um skođun, dregiđ samţykkiđ til baka og gert fólk heimilislaust

Forstjórar og ađrir áhrifamiklir ađilar í atvinnulífinu ţurfa auđvitađ ađ byrja tjá sig meira. Hagsmunasamtökin sem ţeir borga fyrir ađ framleiđa skýrslur og yfirlýsingar geta auđvitađ haldiđ áfram ađ gera sitt, en ţađ er miklu áhrifaríkara ađ sjá einstaklinga, međ peninga ađ veđi og starfsfólk á launaskrá sinni, tjá sig. Helst ađ rífa kjaft.

Líkurnar á ađ einhver stjórnmálamađurinn leggi í bákniđ eru auđvitađ litlar, en ţó stćrri en núll

Í millitíđinni ţarf atvinnulífiđ ađ eyđa kröftum sínum í ađ ţrćđa hrúgu af notuđum snýtipappír á gólfinu í leit ađ ţeim reglum sem gilda, undir vökulum augum opinberra starfsmanna sem halla sér aftur á međan og drekka vont kaffi, tilbúnir ađ stökkva á fćtur og skipta sér af ef einhver ćtlar sér ađ framleiđa verđmćti.


mbl.is „Eigum viđ ekki bara ađ byrja međ autt blađ?“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband