Verðlaun fyrir að slíta vegunum

Yfirvöld vinna núna mjög að því að auka slit á vegum og framleiða svifryk í þéttbýli. Vefþjóðviljinn tekur þetta ágætlega fyrir:

Vinsæll rafbíll vegur um 1,8 tonn. Hann mun frá áramótum greiða 6 krónur fyrir kílómetrann skv. áætlun fjármálaráðherra.

Vinsæll bensínbíll vegur um 1 tonn. Miðað er við að skattur (vörugjöld og vsk.) af bensínlítranum sé um 150 krónur og bíllinn eyði um 6 lítrum á hundraðið. Þá er kílómetragjald hans um 9 krónur.

Létti bensínbíllinn greiðir því 50% hærra kílómetragjald en þungi rafbíllinn mun gera. Er það sanngjarnt? Vegslit er háð þyngd bíla. Hvers vegna verður hærri skattur á bílinn sem slítur vegunum minna?

Hér er spurt hvers vegna en engin góð svör í boði:

  • Notkun Íslendinga á bensín- og Dísel-bílum hefur áhrif á loftslag Jarðar, hvorki meira né minna
  • Innflutt eldsneyti kostar of mikinn gjaldeyri, ólíkt kaupum á rándýrum rafmagnsbílum
  • Stjórnmálamenn hafa bundið Íslendinga í flókið kerfi alþjóðlegrar skattheimtu sem verðlaunar orkuskort
  • Menn vita hreinlega ekkert hvað þeir eru að gera og hvaða afleiðingar gjörðir þeirra hafa

En sama hvað þá stefnir allt hér að einu marki: Að taka bílinn af venjulegu fólki, þennan þarfasta þjón mannsins sem gefur honum ferðafrelsi, svigrúm og möguleika á að komast á milli staða.

En ekki fyrr en er búið að kæfa hann í niðurgreiddu svifryki rafmagnsbílanna.


mbl.is Frumvarp um kílómetragjald á hreinorkubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband