Kynfræðslurnar

Ég rakst á svolítið innlegg á samfélagsmiðlum þar sem höfundur notaði orðið kynfræðslurnar, þ.e. kynfræðsla í fleirtölumynd. 

Mér finnst það eitt að setja orðið kynfræðsla í fleirtölumynd skýra svolítið þá skautun sem er hlaupin í umræðu um kynfræðslu á Íslandi. 

Menn eru að ræða bók sem Menntamálastofnun gaf út og enginn annar, en er víða kennd við Samtökin 78 eða hugmyndafræði samtakanna. Þetta er þýðing á erlendri bók og stendur kennurum til boða í einni tegund kynfræðslu, og áherslan þar á 7-10 ára börn. Sumir kalla þetta ekki kynfræðslu - bara svör við spurningum ungra barna. Ég hafna slíku sem útúrsnúning og segi að þarna sé ein kynfræðslan.

Menn eru að ræða veggspjöld sem sum eru merkt Reykjavík og Samtökunum 78, og svo eru önnur sem eingöngu eru merkt Reykjavík, og sennilega enn önnur eingöngu merkt Samtökunum 78. Efni þessara veggspjalda er meira og minna það sama en sum brydda upp á einhverju sem leggst einstaklega illa í fólk og þá er kannski nafn aðila sem ekki kemur fram á því veggspjaldi nefnt. En í grunninn er þetta sama efnið, mismunandi merkt.

Síðan eru það verktakar Samtakanna 78 með sína kynfræðslu í ýmsum sveitarfélögum sem vísa í einhverja heimasíðu með öllum heimsins fyrirvörum um að þar séu engin fræði á ferðinni.

Seinast en ekki síst er það svo hin hefðbundna kynfræðsla, þar sem ungmenni að detta í kynþroska læra um ágæti smokka, marka og gagnkvæms samþykkis, en um hana deilir enginn enda er hún óumdeild.

Kannski væri ráð að kynfræðslurnar“ yrðu aftur að einni kynfræðslu, með réttan markhóp, rétt innihald og engar tilraunir til að grilla hausinn á ungum börnum. Þannig sé meirihlutinn fræddur á réttum forsendum og frávik frá honum geta svo notið sértækra úrræða, í umsjón sérfræðinga en ekki trúboða.

Bara hugmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær hugmynd. Þetta rugl í börnunum er fyrir neðan

allt velsæmi og á það við allt þetta lið sem er að troða þessu fram.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.9.2023 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband