Hundar í sóttkví en laxarnir ekki

Ég les af miklum áhuga alveg stórkostlega vel unnar fréttir Eggerts Skúlasonar um göngu norskra eldislaxa í íslenskar ár. Þessar fréttir bera vott um mikla þekkingu blaðamanns á viðfangsefninu og sérstaklega finnst mér áhugavert þegar blaðamaður dregur ályktanir byggðar á þekkingu sinni á viðfangsefninu og auðvitað skoðunum sínum.

Dekksta sviðsmynd­in sem sam­tök sem berj­ast gegn sjókvía­eldi hafa teiknað upp er nú að raun­ger­ast. Frjór norsk­ur lax er mætt­ur í nokkr­ar af helstu laxveiðiám Íslands og mun þar taka þátt í hrygn­ingu með villt­um ís­lensk­um löx­um á næstu vik­um.

En það er fleira áhugavert hérna en sjálft umhverfisslysið. Á Íslandi eru einhverjar ströngustu reglur í heimi um sóttkví hunda og katta sem koma til landsins. Sumir segja yfirgengilegar. Margir hafa sennilega þurft að verða viðskila við gæludýr sín vegna hindrana yfirvalda.

Rökin fyrir þessum hindrunum eru auðvitað þau að menn vilji verja eyjuna Ísland fyrir hættulegum sjúkdómum og velja að allt að því dauðrota frekar en rota til að tryggja það. En nú ganga hundar og kettir ekki í tonnatali upp í laxveiðiár og keppa við staðbundnar tegundir um pláss og fæðu. Ættu ekki að gilda sama nálgun um erlenda laxa og erlenda hunda? Eða hvar er um grundvallarmun að ræða? Framlög í kosningasjóði, kannski?

Sumir hafa líkt sjókvíaeldi á laxi við sótsvartan og skítugan iðnað sem mengar umhverfið og veldur óafturkræfum skaða. En rétt eins og gildir um iðnað þá skapar sjókvíaeldið störf. Lítil pláss úti á landi eru að upplifa endurnýjun lífdaga og í sumum er verið að byggja nýtt íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti í áratugi. Vegur eitt uppi á móti öðru? Er þess virði að fórna laxveiðinni fyrir laxeldið? Á sjávarplássið að fá að menga hafið og árnar á kostnað bóndans sem hrökklast frá starfi sínu?

Það finnst mér ekki, persónulega. Úr því mönnum tekst ekki að hafa hemil á eyðileggingu íslenska laxastofnsins þá ættu þeir að þurfa loka verksmiðjunni eða koma henni upp á land.


mbl.is Strokulaxinn er frá Arctic Sea Farm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband