Margar leiðir til að trufla verðmætaskapandi atvinnu

Veirutímar voru gott sýnidæmi í því sem ég vil kalla nýfasisma: Stjórnarskráin er tímabundið eða varanlega sett í ruslatunnuna til að færa aukin völd í hendur ríkisins án stjórnarskrárheimilda og rýmka fyrir truflunum á friðsælum samskiptum og viðskiptum fólks og fyrirtækja.

Veirutímar voru kallaðir fordæmalausir tímar en eru núna orðnir að fordæmi.

Á Íslandi stundar fyrirtæki löglegar veiðar á hvölum. Engu að síður kemst lítill og hávær hópur, með mikið aðgengi að fjölmiðlum og greinilega fjármunum líka, upp með að raska starfsemi þess, að því er virðist án afleiðinga.

Fyrirtækið reynir að varðveita starfsfrið starfsmanna sinna en þá birtir fjölmiðill pistil um að þær varnir séu mögulega ólöglegar.

Ég veit ekki hvar þetta endar en stjórnmálamenn þurfa að ákveða sig: Gilda lög í landinu, eða ekki? Er hægt að stunda löglega starfsemi í friði, eða ekki?

Verði sú starfsemi bönnuð með lögum þá er það mögulega hreinlegri niðurstaða. Þá getur fyrirtæki í þeirri starfsemi selt eða sett í kyrrstöðu dýrar eignir sem krefjast viðhalds og mannafla. En gráa svæðið er algjörlega óásættanlegt og er í raun lögleysa. Fyrirtækið gæti þá allt eins verið staðsett í Kína eða Norður-Kóreu - ríki sem íslensk stjórnvöld eru vonandi ekki að taka sér til fyrirmyndar.

Eða hvað?


mbl.is Segir Hval hafa reist ólöglega rafmagnsgirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Æi, þú veist hvernig ræíkið er.  Það er alltaf til í að fórna hagsmunum.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.9.2023 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband