Yndisleg frétt um laxa

Ég ætla að gera undantekningu frá mínu venjulega kvarti og kveini yfir blaðamennsku stærri fjölmiðla og hrósa frétt á Morgunblaðinu um gengi hnúðlaxa í íslenskar ár. Það skín í gegn að blaðamaður veit hvað hann er að tala um, að hann sé með tengslanet sem eflir fréttina og að hann hafi brennandi áhuga á málinu.

Það má jafnvel greina svolitla sorg í hjarta blaðamanns yfir ástandinu sem hann er að lýsa.

Sem andstæða við svona frétt er hin dæmigerða: Blaðamaður treystir á aðra fjölmiðla, opinberar yfirlýsingar og formlega gagnagrunna. Þekkir engan. Skoðar engar aðrar hliðar málsins. Er fyrst og fremst ritari sem ritar það sem honum er sagt að rita.

Megi fleiri íslenskir blaðamenn njóta þeirrar blessunar að hafa skoðun og tilfinningar, mynda tengslanet og skoða hið stærra samhengi utan gagnagrunnanna. 


mbl.is Hnúðlax að hrygna í fjölmörgum ám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband