Miðvikudagur, 23. ágúst 2023
Menntunin sem drap starfið
Í mörg ár hefur blasað við að yfirgengilegar kröfur um menntun í starf leikskólakennara bitni á nýliðun og vilja fólks til að leggja í þá löngu vegferð sem ráðning í starf leikskólakennara er orðin.
Á sama tíma eru biðlistar á leikskóla að lengjast, ekki bara vegna getuleysis í byggingu á þeim heldur oft vegna manneklu.
Það mætti því segja að háskólagráða í leikskólakennslu sé menntun sem drap starfið.
Ekki veit ég af hverju menn hófu þessa vegferð. Kannski er það þessi þráhyggja um að háskólanám sé eina námið sem eitthvað er varið í. Kannski er þetta eina leiðin til að hækka laun sín innan hins opinbera - raða á sig gráðum og námskeiðum því ekki er hægt að biðja um umbun fyrir vel unnin störf í umhverfi stirðra launataflna í kjarasamningum. Kannski er sökin hjá stjórnmálamönnum sem telja prófgráður sem mælikvarða á velgengni í eigin starfi.
En hver sem ástæðan er þá blasir við að þetta er vonlaust kerfi.
Ég hefði haldið að bestu leikskólakennararnir séu fólk sem hefur gaman af því að fræða börn og veita þeim upplifanir og búa þau undir framhaldið. Og ekki feimið við pissuslys eða svolítið hor.
En það er bara mín upplifun.
Sveitastjórnir hljóta að hugsa sinn gang. Einhverjar þeirra í hið minnsta. Þau sá kostnaðinn þenjast út en þjónustuna rýrna. Eitt úrræði gæti verið að hafa 1-2 háskólamenntaða leikskólakennara á hverjum leikskóla sem sjá um að búa til allskyns áætlanir fyrir börnin. Leiðbeinendur sjá svo um að framkvæma. Þannig má sameina háskólaprófin góðu og manna stöður af fólki sem nennir að vinna með börnum án þess að þræla sér í gegnum langt bóknám í skiptum fyrir léleg laun. Kannski launakostnaðurinn geti þá í staðinn farið í að umbuna duglegu og drífandi fólki frekar en því skreytt mörgum gráðum. Eða mismuna á grundvelli hæfni eins og einhver gæti orðið það.
Frekar en að krefjast áfram menntunar sem drepur starfið.
![]() |
Fjórðungur leikskólastarfsmanna menntaðir kennarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt alltaf að þetta hefði verið gert til þess að fækka leikskólakennurum viljandi. Búa til skort, fyrir þær sem voru í djobbinu fyrir.
Var aldrei hugsað lengra.
Held ég.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2023 kl. 18:08
Ásgrímur,
Það er sennileg kenning auðvitað. Ég held að lögreglan sé á svipaðri vegferð. Gunni glæpur má vara sig!
Geir Ágústsson, 23.8.2023 kl. 19:04
Að mínu mati voru þetta stór mistök. Held þeir hafi elt grunnskólakennaramenntunina. Nú er gefið út eitt leyfisbréf á kennara og leikskólakennarar hafa farið inn í grunnskólann til að vinna. Grunnskólakennarar sækja í framhaldsskólann. Menn með bakkalárnám í öðru fagi geta bætt við sig meistaragráður í menntunarfræðum og þannig orðið kennari.
Hvort lenging á náminu hafi skilað sér í hæfara fólki skal ósagt látið. Eitt er víst launin hafa ekki skilað sér og skila sér sennilega aldrei. Ljóst að kennaraskortur eykst á komandi árum, margir að komast á eftirlaun og nýliðun engan vegin í takt við það.
Þetta er þjónusta sem sveitarfélögin verða að bjóða.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2023 kl. 18:21
Uppeldis stofnun..
Góðir punktar, en þú hugsar líkt og vinstri einstaklingur.
Þykist vera hægri einstaklingur.
En vá til vinstri hægri snú og hana nú.
Sökin liggur hjá stéttarfélagi viðkomandi stéttar.
Um 40 ára sannleikur.
Heiðar (IP-tala skráð) 25.8.2023 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.