Miðvikudagur, 28. júní 2023
Verktakar ríkisvaldsins
Tæknifyrirtækin sem loka á færslur á samfélagsmiðlum og ritskoða skoðanir eru einkafyrirtæki sem eiga vitaskuld að fá að ráða því hvað þau umbera og hvað ekki, og ekkert við því að segja.
Eða svo er okkur sagt.
Og gott og vel: Ef ég fæ gest á heimili mitt þá vil ég ekki að hann sé með tússpenna sem hann notar til að skrifa á veggina mína. Ég banna honum að koma inn. Ég hendi honum út ef hann skrifar á veggina mína.
En þetta er ekki alveg svona einfalt. Eða eins og segir í skýrslu íslenskra yfirvalda (kafla 9):
Evrópusambandið átti frumkvæði að því að skrifað var undir starfsreglur (e. Code of Practice on Disinformation) milli Evrópusambandsins og alþjóðlegra tæknifyrirtækja (Facebook, Google, Twitter, Mozilla, Microsoft og TikTok), auk auglýsenda og auglýsingastofa, þar sem aðilar viðurkenna mikilvægt hlutverk sitt til þess að takast á við þær samfélagslegu áskoranir sem fylgja upplýsingaóreiðu og skuldbinda sig til þess að sporna gegn henni. Er það í fyrsta sinn sem alþjóðleg tæknifyrirtæki skuldbinda sig til að setja sér starfsreglur til að koma í veg fyrir útbreiðslu rangra eða villandi upplýsinga og falsfrétta í ríkjum Evrópu.
Já, þú lest rétt. Samfélagsmiðlarnir gerðust handgengnir yfirvöldum og tóku að sér verktakavinnu í að kæfa skoðanir og skoðanaskipti.
Enginn óháður. Engir notendaskilmálar. Ekkert gegnsæi.
Við tölum um að það sé ekkert að marka fjölmiðla í Kína, Rússlandi, Úkraínu og Íran því ríkisvaldið skiptir sér af og hefur áhrif á það sem fjallað er um og ákveður hvaða skoðanir eru heimilar og hverjar ekki.
Kannski við ættum að líta okkur nær að sumu leyti. En að minnsta kosti að skola blekkingarhjúp yfirvalda og samfélagsmiðla í holræsið. Atlagan að málfrelsi okkar er stanslaus og fer vaxandi. Yfirvöld eru að giftast fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og mynda bandalag gegn skoðanaskiptum venjulegs fólks.
Hvaða skáldsögur er verið að segja okkur núna? Hvaða skáldsögur eru handan við hornið? Hvaða fyrirsagnir eru eins á öllum miðlum? Hvaða fyrirsagnir eru merktar á öllum miðlum sem falsfréttir og upplýsingaóreiða?
Það er kannski kominn tími til finna bókabúðir sem þola fjölbreytt úrval.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Athugasemdir
Jón og séra Jón...
Sumir eru jafnari en aðrir...
Sagan endalausa
Skúli Jakobsson, 29.6.2023 kl. 18:38
Mikið er þessi endalausa ritskoðun og áminning hvimleið,maður er rétt farin að tjá sig þegar maður fær viðvörun og oft bara þurrkað út. Byrjaði í fyrstu að blogga fyrir áeggjan sonar míns þá voru konur fjölmennari og mjög gamansamar.Nú er mér meinað að nota píluna(á-kann að meta.)Pirrandi en þráast við þegar höfundur hefur glatt mig.
Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2023 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.