Frumlegar nýyrðasmíðar letingja sem kallar sig blaðamann

Hvað er að vera fjarhægrisinnaður?

Að vera hægriöfgamaður?

Að vera á hægri jaðri stjórnmála?

Að vera boðberi hægriöfgasamsæriskenninga?

Hvað eru hægrijaðarfígúrur?

Þetta er greinilega allt einn og sami hluturinn.

Í alveg einstaklega vondri frétt á visir.is eru allar þessar lýsingar notaðar um bandaríska fjölmiðlamanninn Tucker Carlson. Tucker er þessar vikurnar að slá spilunarmet á Twitter um margfeldi fyrri meta - er að fá 120 milljónir í áhorf þegar fyrra met með var tæplega 5 milljónir. 

Þetta gengur ekki og þarf að stöðva. 

Enginn sem hefur horft á þætti og umfjallanir Tucker Carlson getur fengið þá hugsun að þarna sé á ferðinni einhver öfgamaður sem fyrirlítur fólk. Hann er með stjórnmálaskoðanir vissulega og ákveðnar áhyggjur af vegferð samfélags síns, sem hann tjáir sig um og margir taka undir (beint eða með því að horfa á hann). Þetta ætti að heita frjáls og opinber umræða í frjálsu samfélagi. Þeir sem eru ósammála eru margir og geta valið á milli nánast allra þátta á öllum miðlum til að koma sínum skoðunum á framfæri. Tucker hefur verið vin í þeirri eyðimörk fyrir þá sem taka undir skoðanir hans og áhyggjur eða vilja hreinlega kynna sér þær.

En nú er eins og vinsældir hans sé að sprengja af sér öll mörk. Þess vegna þarf að stöðva Tucker. Það má gera með því að gera hann að blóraböggli, kvenhatara, lögbrjót, rasista, fúlmenni og lygara. 

Því miður ætlar þetta ekki að bíta. Það fer óstjórnlega í taugarnar á þeim sem eru ósammála Tucker og hafa vanist því í gegnum veirutíma að geta þaggað niður í óásættanlegum skoðunum. Slæmur vani sem er erfitt að venja sig af.

Til ykkar sem viljið ritskoða, loka á skoðanir og helst fá að ráða því hverjir mega tjá sig: Ég get fullyrt að það að geta umborið að heyra allskyns skoðanir, jafnvel þær sem ég er hjartanlega ósammála, er mjög hollt fyrir sálina. Slíkt þvingar mann til að hugsa aðeins, kynna sér málin, rökstyðja og jafnvel endurskoða fyrri skoðanir. Slíkt skolar oftar en ekki upp á yfirborðið sjónarhornum sem blöstu ekki við í bergmálshellinum.

Og hver veit: Kannski stuðlar getan til að hlusta á fjölbreyttar skoðanir að því að manni líði bara ágætlega í samfélaginu! Sé ekki alltaf að leita að hausum til að höggva af. 

Prófaðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Æ ofan í æ hefur mér fundist að það sé nóg til þess að vera hægrimaður, að vera einfaldlega ekki barnanauðgari.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.6.2023 kl. 16:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tucker er hreinasta gersemi!

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2023 kl. 17:01

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tucker hefur aldrei verið eins frjáls til að tjá sig og í dag og nú er djúpríkið í skotlínunni.

Ragnhildur Kolka, 14.6.2023 kl. 19:25

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Þetta er ljómandi skilgreining. Hún nær ekki yfir allt og alla en flokkar gróflega, eins og færiband á togara, sem dugar oft til að átta sig á verkefninu sem blasir við.

Helga og Ragnhildur,

Það tókst ekki að þagga niður í Tucker, sem betur fer. Ég vorkenni þeim sem fylgdu honum í bandarísku sjónvarpi og komast ekki á Twitter en mér sýnisr margfalt fleiri núna hlusta á hann en áður. Töpuð orusta, en stríðið á réttri leið.

Geir Ágústsson, 14.6.2023 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband