Þriðjudagur, 13. júní 2023
Sjö þorp og dýrar græjur
Nú stendur yfir gagnárás úkraínska hersins á svæði undir stjórn Rússlands í Úkraínu. Það er ómögulegt að skilja fréttaflutning af þessu. Í sumum er lögð áhersla á að Úkraínuher gangi vel, og þurfi fleiri tæki, og í öðrum að vestræn hergögn hans séu að fuðra upp, og þörf á fleiri sendingum af slíkum.
Nákvæm talning á þorpum sem skipta um hendur fer fram þótt sérfræðingar í hernaði vari við slíku, enda geti verið ákveðin aðferðafræði í því að gefa eftir svolítið svæði til að geta síðar tekið það aftur, eða eins og segir á einum stað (og afsakið langa lýsingu en stundum þarf að læra að skilja fréttaflutning):
Rússnesk aðferðafræði í vörn vélknúins riffilherfylkis kallar á fyrsta flokk hermanna til að hrinda eða hægja á árásarsveitum með jarðsprengjusvæðum, víggirðingum og vígstöðvum, með annarri hersveit í gagnárás gegn gegnumbroti óvinarins. Rússneskar hersveitir störfuðu greinilega á þennan hátt á þessu svæði - Úkraínuher komst inn í fyrstu varnarlínur; Rússneskar hersveitir drógu sig til baka að annarri línu varnargarða; og rússneskar sveitir gerðu í kjölfarið gagnárás til að ná aftur upphaflegu varnarlínunni. Þessi aðgerð er reglulegur þáttur í varnaraðgerðum og hefur verið framkvæmdur af bæði úkraínskum og rússneskum hersveitum í stríðinu. Að ná snemma yfirráðum á svæðum breytist frá degi til dags og ætti því ekki að misskilja sem heildaráhrif víðtækari árásar.
**********
Russian doctrine for a defending motorized rifle battalion calls for a first echelon of troops to repel or slow attacking forces with minefields, fortifications, and strongpoints, with a second echelon of forces counterattacking against an enemy breakthrough. Russian forces apparently operated in this fashion in this sector Ukrainian forces penetrated the initial defensive lines; Russian forces pulled back to a second line of fortifications; and Russian reserves subsequently counterattacked to retake the initial line of defenses. This maneuver is a regular feature of defensive operations and has been executed by both Ukrainian and Russian forces throughout the war. Early control of terrain changes day to day should thus not be misconstrued as the overall result of a wider attack.
Ég skil samt vel að þótt staðan sé 10-0 í leik að þá sé tekið eftir því þegar staðan er allt í einu mögulega orðin að 10-1. Og þá sérstaklega þegar er búið að pakka í vörn hjá mótherjanum.
Mikið hefur verið lagt undir. Vopnabúr Vesturlanda eru að tæmast í þessi átök sem að öllu leyti eru, því miður, hefðbundin fyrir ríki sem hafa innan landamæra sinna fjölbreytt þjóðarbrot sem sæta oft ofsóknum af hendi yfirvalda sinna. Forseti Úkraínu hefur lagt allt undir. Í Rússlandi er gagnrýni á forsetann að vaxa. Og undir öllu kynda Vesturlönd með opnum eldi.
Vesturlönd eru ekki að stuðla að friði eða samningaviðræðum. Sé ætlunin að koma Rússum út úr Úkraínu er til nálgun sem bæði Rússar og Vesturlönd gátu fallist á en beit aldrei almennilega, og í aðdraganda að innrás Rússa voru úkraínsk yfirvöld á vegferð aðskilnaðarstefnu og mismununar sem margir þóttust sjá hvert leiddi. Við þessu var brugðist. Vissulega með hætti sem á ekki að samþykkja, en ekki óskiljanlegum.
Núna skal ungum mönnum slátrað. Í dag eru þessir menn Úkraínumenn og Rússar, en nú virðist vera opnað á að vestrænir menn verði bráðum sendir í bálið.
Og þá er engin leið að segja hvað gerist.
Segjast hafa endurheimt sjö þorp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mánudaginn 12/6 var forsíðufrétt Moggans - Frelsuðu tvö þorp í Donetsk-héraði. Ma-ma-maður bara spyr er svona einfeldningsleg kranablaðamennska boðleg á miðli sem vill láta taka sig alvarlega? Látum vera að RÚV þýði beint boðskapinn úr forsætis-uranríkisráðuneytunum en mér er annt um Moggann minn og vil sjá alvöru fréttir birtast á síðum hans.
Ragnhildur Kolka, 13.6.2023 kl. 17:42
Ragnhildur,
Menn eru hér að fylgjast með handboltaleik í lifandi lýsingu. Það er ákveðin tegund "blaðamennsku", en frekar ónothæf.
Geir Ágústsson, 13.6.2023 kl. 20:03
Ég nenni lítið að fylgjast með þessu. Hefur engin áhrif á mitt daglega líf... ennþá. Niðurstaðan mun koma.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.6.2023 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.