Andspyrnuhreyfingar

Við vitum alveg hvað andspyrnuhreyfingar eru. Við sjáum fyrir okkur lítinn hóp hugrakkra einstaklinga með skammbyssur og önnur lítil vopn að berjast gegn vel vopnuðum hersveitum með hríðskotabyssur og sprengjuflugvélar. Davíð á móti Golíat. Þeir fáu og hugrökku að berjast gegn ofurefli.

Slíkar hreyfingar starfa í dag.

Þær eru mögulega ekki vopnaðar með skammbyssum og litlum vopnum. Stríðið fer ekki lengur fram á blóðugum vígvöllum. Það er þess í stað orðið stafrænt.

Fjöldinn beygir sig ekki lengur fyrir skriðdrekum heldur leitarniðurstöðum á gúggl, víkípedía og fjésbókinni. Þar er sannleikurinn. Þar eru staðreyndirnar. Það sem kemur ekki fram þar er kallað lygi - samsæriskenningar! 

Hvernig virkar andspyrnuhreyfingin í slíku umhverfi?

Ég nefni eitt dæmi: Heimildamyndir óháðra aðila. Þær geta auðvitað verið af öllu tagi en ég vil mæla með einni röð heimildamynda sem gengur undir heitinu Plandemic. Af þremur þáttum finnst mér þáttur 2 vera alveg einstaklega umhugsunarverður, og þá sérstaklega kaflinn um tengslanet gúggl, víkípedía og fjésbókarinnar (auk styrktaraðila) sem stíga saman þann dans að halda þér á réttri línu, á hnjánum fyrir framan skriðdrekana og fjarri andspyrnuhreyfingunum í stafrænum afkimum heimsins.

Ég vil meina að það sé stríð á Vesturlöndum en að það sé háð um heilann á þér. Og að þú sért í röngu liði, að öllum líkindum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... nákvæmlega eins og Fletcher Prouty útlistaði - eða spáð um - fyrir þrem áratugum, og útskýrði forsendurnar fyrir.

Guðjón E. Hreinberg, 12.6.2023 kl. 21:59

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Prófaði að googla "Davíð hrun"

og viti menn „stærsta bankarán Íslandssögunnar”
var áberandi og ég veit um þó nokkra sem trúa því enn í dag að hrunið hafi verið Davíð Oddsyni persónulega að kenna og engum öðrum.

Þó eru til góðar heimildarmyndir t.d. 
Too Big to Fail  og  Margin Call

 

Grímur Kjartansson, 12.6.2023 kl. 23:24

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Google er ágæt til að finna uppskriftir og slúðursögur úr Hollywood. Rétt eins og fólk í Þriðja ríkinu gat örugglega fengið nasista til að tjá sig heiðarlega um veðrið og bragðið á samloku. En fyrir allt sem skiptir meira máli fyrir ríkjandi öfl þá þarf að stíga varlegar til jarðar.

Geir Ágústsson, 13.6.2023 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband