Sunnudagur, 11. júní 2023
Sérfræðingar RÚV
Mig vantar heiti á þeim sem RÚV kallar sérfræðinga og fá að tjá sig eins og sérfræðingar. Kannski RÚVfræðingar? Svolítið óþjált. Hvað með RÚVspekinga? RÚVitar? Já, köllum þá RÚVita.
Einn slíkur fær að tjá sig um ástæður þess að Íslendingar loki nú, tímabundið að sögn, sendiráði sínu í Rússlandi og biðji Rússa um að minnka starfsemina í sendiráði þeirra á Íslandi.
Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir ljóst að Úkraínumenn séu ánægðir með þá ákvörðun utanríkisráðherra að leggja niður starfsemi sendiráðsins í Moskvu. Með því sýni Ísland ákveðna afstöðu í stríðinu, sem stjórnvöld í Kyiv hafi kallað eftir.
Gott og vel. Þetta er almennt sú mynd sem íslenskir fjölmiðlar gefa af þessari lokun. Þetta séu skilaboð. Nú skuli Rússar fá að heyra það!
En hvað segir sjálfur utanríkisráðherra við erlenda blaðamenn? Til dæmis þá á Reuters?
Starfsemi sendiráðs Íslands er stöðvuð vegna sögulegs lágmarks viðskipta-, menningar- og stjórnmálasambands milli landanna, sagði ráðuneytið.
Núverandi staða gerir það einfaldlega ekki raunhæft fyrir litla utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiráð í Rússlandi, sagði Þórdís Gylfadóttir utanríkisráðherra.
**********
Iceland´s embassy operations are being suspended due to an ´all-time low´ level of commercial, cultural and political relations between the two countries, the ministry said.
"The current situation simply does not make it viable for the small foreign service of Iceland to operate an embassy in Russia," Foreign Minister Thordis Gylfadottir said.
Bíddu nú við, bara einhver hagræðingaraðgerð? Án skilaboða? Án kröfu um að rússnesk stjórnvöld geri eitthvað eða sleppi því (fyrir utan að hagræða á sama hátt)?
Voru milljarðarnir sem íslenskir skattgreiðendur voru látnir færa yfirvöldum í Úkraínu banabiti íslenskrar utanríkisþjónustu?
Vissulega er utanríkisráðherra Íslands á herskárri línu gegn Rússlandi, og jafnvel fremstur í flokki meðal vestrænna utanríkisráðherra þar (af einhverjum ástæðum sem menn geta velt vöngum yfir). En hérna stangast ýmislegt á. Hagræðingaraðgerð er eitt (og ótrúverðug ástæða, vægast sagt). Pólitík, þar sem fé er einfaldlega fært í aðra farvegi, annað. Hvort er það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Athugasemdir
Vonadi verður þessu rökum beitt á fleiri sendiráð og þeim lokað
því mjö erfitt er að réttlæta alla þá fjámuni sem fara í íslensku sendiráðin
Grímur Kjartansson, 11.6.2023 kl. 22:05
Sammála síðasta ræðumanni.
Samt skulum við hafa í huga að þá þurfa yfirvöld að finna upp einhverjar sýnekúrur til þess að setja sín peð í í staðinn.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.6.2023 kl. 22:30
Ég fór í dag í sendiráð Íslands í Danmörku til að láta endurnýja vegabréf. Til þess þurfti:
Tók í það heila um 10 mínútur. Þetta er sennilega sú þjónusta sem Íslendingar í útlöndum þurfa mest á að halda. Þessu mætti úthýsa til ræðismanns.
Geir Ágústsson, 12.6.2023 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.