Sunnudagur, 11. júní 2023
Nú reynir á fjölmiðlana
Nú þegar Vesturlönd hafa dælt vopnum inn í Úkraínu og eru undir stanslausum þrýstingi að senda meira þá eru hagsmunir Vesturlandabúa af átökunum í Úkraínu orðnir meiri en áður - farnir úr því að fylgjast úr fjarska með deilum tveggja ríkja um ofsóknir á minnihlutahópum og landamæri (eins og í tilviki Aserbaídsjan og Armeníu) og yfir í að eiga mikilla hagsmuna að gæta svo átökin bitni ekki enn frekar á íbúum Vesturlanda.
Það skiptir því máli að fá áreiðanlegar fréttir af ástandinu í Úkraínu.
Því miður er slíkt varla í boði. Hérna tala allir í kross.
Samkvæmt frétt Forbes gengur ekkert né rekur hjá Úkraínu að komast í gegnum jarðsprengjusvæði og varnarlínur Rússa í Úkraínu. Öll rándýru stríðstól Vesturlanda eru að fuðra upp á vígvellinum. Á Southfront.org má lesa svipaðar lýsingar.
Hjá BBC kannast menn varla við að Úkraína sé byrjuð að dæla vopnum og mönnum í rússnesku hakkavélina og hafa lítið að segja annað en það sem forseti Úkraínu skammtar þeim af upplýsingum. Íslenskir fjölmiðlar eru ekki betur upplýstir.
Samkvæmt Kyiv Post gengur vel að brjótast í gegnum varnir Rússa þótt sá fyrirvari sé gerður að Rússar gætu ennþá gert árásir.
Hvað er satt og rétt? Það er erfitt að segja. Hefur skattfé Vesturlanda dugað til að senda í bæði orði og verki nægilega sterk skilaboð til Rússa um að afhenta aftur rússneskumælandi minnihlutahópa innan Úkraínu í hendur þarlendra stjórnvalda og nýnasistahersveita þeirra? Nokkuð sem gekk ekki sem skyldi á sínum tíma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að semja um frið. Hefur sú ráðstöfun að tæma vopnabúr Vesturlanda stuðlað að auknum líkum á friði?
Eða hefur þrátefli bara verið búið til og það styrkt?
Eða er næsta skref að senda unga karlmenn frá Vestur-Evrópu til að deyja á sléttum Úkraínu?
Svona spurningum er erfitt að svara án áreiðanlegra upplýsinga og þær virðast ekki vera í boði. Um leið er þrýstingurinn á að sækja meira í vasa Vesturlandabúa ekkert að minnka. Yfirvöld hafa varla fyrir því lengur að ræða þátttöku vestræns almennings í fjarlægum átökum.
En þau hika ekki við að senda almenningi reikninginn.
Gagnsókn Úkraínumanna hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.