Enn ein tilgangslausa loftslagsráðstefnan, enn og aftur í sólarparadís

Þeir hafa það gott þessir grísir sem komast á spena loftslagsgyltunnar. Líka Óli grís. Grísunum reglulega smalað upp í einkaflugvélar og flogið til rándýrra sólarstranda þar sem þeir borða rautt kjöt og drekka innflutt vín á kostnað skattgreiðenda og reyna í sameiningu að finna leiðir til að taka af þér bílinn, hagstæð flugfargjöld og góðan mat. 

Íslendingar taka vitaskuld þátt í þessu og senda herskara fólks á svæðið til að njóta dýrðarinnar, sólarinnar og athyglinnar. Fjöldinn virðist vera að tvöfaldast á hverju ári undanfarið [2021, 2022] og því nokkuð margir sem geta farið að hlakka til ókeypis uppihalds á lúxushóteli í framandi landi á kostnað þín.

Ekki veit ég hvernig mönnum ætlar að takast að ýkja enn frekar heimsendaspár sínar en það hlýtur að takast. Auðvitað eru allir hættir að hlusta, fyrir löngu. Kínverjar og Indverjar eru að reyna afla orku fyrir landsmenn sína og byggja kolaorkuver eins og enginn sé morgundagurinn. Á meðan ætla Vesturlönd að halda áfram að þjarma að íbúum sínum og svipta þá orkunni og helst að drepa þá úr kulda

Þeir segja að lýðræðið sé svo ágætt. Þannig veljist hæfir stjórnendur til að leysa erfið verkefni. Ég er efins.


mbl.is Ólafur Ragnar í ráðgjafarnefnd COP28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ha ha ha, svo rétt há þér.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.6.2023 kl. 18:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sem dæmi um geðveikina, úr fréttabréfi Tom Woods:

*********

Remember Lori Lightfoot, the Chicago mayor who was so unpopular that she couldn't even get re-elected in deep blue Chicago?

She'll be teaching at Harvard later this year.

Oh, and what subject will she be teaching?

If it were how to control crime, I would admit that that would be the most Orwellian possible topic. It's not that, though.

How about the second-most ridiculous topic for her to cover?

Well, here it is: she'll be teaching "Health Policy and Leadership."

That's right: the woman whose approach to Covid was to enforce the same useless voodoo the rest of the political class pushed on its people will be teaching a course on health policy and leadership.

*********

Þeir sjá um sína, þessir geðsjúklingar sem senda saurinn sinn á fólk úr einkaflugvélum sínum, kampavínsblandaður að sjálfsögðu.

Geir Ágústsson, 5.6.2023 kl. 20:55

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það hafa verið einhverjar hamfarafréttir um plastagnir sem við erum að innbyrða og búnar að vera einhverjar herferðir gegn notkun plasts m.a. fær maður nú sogrör úr pappír á skydibitastöðum
Á sama tíma þá lifir fólk lengur og lækka þarf því lífeyrisgreiðslur

Má því ekki leiða líkur á að fólk sem étur endingargott plast lifi lengur

Grímur Kjartansson, 6.6.2023 kl. 07:35

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Ekki verri tilgáta en hver önnur! Svo má ekki gleyma plastinu sem heldur matnum okkar ferskum og hollum en um leið kryddaðan með plastögnum og plastinu utan um lyf og sótthreinsi sem færir okkur lækningar og hreinsunaraðferðir með svolitlu kryddi af plasti. 

Plastið inni í okkur er greinilega alveg meinhollt.

Annars keypti ég slush ice fyrir dóttur mína á götumarkaði hérna í Danmörku um daginn og fékk plaströr með! Loksins! Pappírsrör endist jú ekki í slush ice, mjólkurhristingum og öðru og ég því að mestu hættur að kaupa þannig lagað, en hugleiði að kaupa mér bretti af plaströrum frá Kína og taka með mér nokkur stykki hvert sem ég fer.

Geir Ágústsson, 6.6.2023 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband