Hvað ætlar ESB að segja við Kínverja næst?

Li Hui, sérlegur erindreki kínverskra stjórnvalda, lauk för sinni um Evrópu í dag í Brussel. Fékk hann skýr skilaboð er hann hitti fulltrúa ESB um að Kína ætti að beita þrýstingi sínum á Rússa að hætta árásum sínum á Úkraínu og að draga herafla sinn úr landi.

Þessari hugmynd stinga Kínverjar rólegir ofan í skúffu. Þeir eru jú að æfa herafla sinn við landamæri Indlands og í nálægð við Tævan. Á sama tíma eru þeir í samstarfi við Rússa um aukin viðskipti með orku, meðal annars, og að reyna sannfæra Arabana um að selja frekar olíuna til Kína en Vesturlanda. Það er nóg að gera hjá Kínverjum. 

En vonandi eru þeir líka að setja þrýsting á Rússa um að leita leiða til að stöðva átökin í Úkraínu. Sú lausn gæti samt verið önnur en ESB og NATO hafa í huga. Kannski munu Kínverjar styðja við hugmyndir um sjálfstæði austustu héraða Úkraína undir verndarvæng Rússlands, eða að besta hugmyndin sé sú að Rússar taki einfaldlega bita úr Austur-Úkraínu, varanlega. Hvað ætlar ESB að segja við Kínverja þá?

Auðvitað er alveg hræðilegt og fordæmingar virði að Rússar hafi ráðist inn í Úkraínu og komið af stað hrinu dauðsfalla og eyðileggingar sem engin leið er að sjá fyrir endann á. En það er líka slæmt að menn viðurkenni ekki að allt hafði þetta aðdraganda, yfir mörg ár, og að Vesturlönd og sérstaklega Bandaríkin léku stór hlutverk þar. Snjóbolta af ýtt af stað og fór af stað. Kannski lausnin sé sú að hætta að ýta snjóboltum. 


mbl.is ESB hvetur Kínverja til að þrýsta á Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er allt í lagi að ræða meira um ástæður þessa stríðs sem mér sýnist vesturlönd eiga alveg skuldlaust. Það hefur sennilega aldrei átt sér stað stríð sem var eins auðvelt að komast hjá. Þetta var margra ára markmið vesturlanda að fara í stríð við Rússa. Það var allann tíman augljóst að Rússar vildu ekki þetta stríð.

Það var furðulegt að fylgjast með leiðtogum vesturlanda í aðdraganda stríðsins. það var eins og þeir hefðu unnið í lottóinu. Leikþáttur um að reyna að komast hjá stríðinu og jafnframt tilkynna að þeir myndu ekki blanda sér í þetta en spenningurinn leyndi sér ekki,loksins,loksins. Illur ásetningur vesturlanda mun koma þeim í koll.

Kristinn Bjarnason, 26.5.2023 kl. 07:31

2 identicon

Auðvitað var engin löngun til að koma í veg fyrir stríð, er það ekki besta leiðin fyrir rotna pólitíkusa til að koma skattfé borgara í sinn eigin gogg.

Halldór (IP-tala skráð) 26.5.2023 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband