Óhagrćđi í hagrćđingu?

Einhver mćtti gjarnan útskýra fyrir mér hvađa sparnađur, hagrćđing eđa skilvirkni felst í ţví ađ sameina tvo framhaldsskóla sem eiga húsnćđi víđsfjarri hvor öđrum.

Á ađ fćkka nemendum sem nemur nemendafjölda annars skólans? Fćkka plássum í framhaldsskólakerfinu?

Eđa trođa öllum nemendum annars skólans inn í hinn? Selja svo húseignir annars skólans og trođa fleiri byggingum eđa hćđum eđa bćđi á skólalóđ hins?

Er mikiđ svigrúm til ađ fćkka stjórnendum svo um muni ţegar tvćr skrifstofur eru lagđar saman? Tveir skólastjórar verđa einn og ţar fram eftir götunum? 

Verđur á einhvern hátt ódýrara ađ veita menntunina? Kannski međ ţví ađ fćkka áföngum, minnka val og stćkka bekki?

Ég gekk í Menntaskólann í Reykjavík og var svo heppinn ađ fá ađ gera ţađ í fjögur ár. Viđ útskrift sat í manni hlý minning um tímabil mikils náms, mikils félagslífs og kennslustunda af öllu tagi - í sumum ţar sem mađur svaf, í öđrum ţar sem mađur hló, en í flestum ađ reyna tileinka sér námsefni af ýmsu tagi. Ég efast um ađ mín fjögur ár hafi kostađ skattgreiđendur meira en ţriggja ára námiđ í dag enda hélt ţáverandi rektor alltaf vel um veskiđ og rak skólann innan fjárheimilda, nú fyrir utan ađ ţađ var ţröngt á ţingi og ekki búiđ ađ byggja nálćgt ţví allt sem hefur veriđ bćtt viđ skólann í dag til ađ mćta nútímalegum kröfum um loftrćstingu og tölvuađstöđu. En mér gćti skjátlast. 

Yfirvöld tóku framhaldsskólaárin af unga fólkinu á veirutímum og hafa aldrei beđist afsökunar á ţví. Nú sýnist mér eiga ađ bćta í og afmá ýmis séreinkenni áratugagamalla skólastofnana međ mikla arfleifđ og sögu og enn meira af stolti, án skiljanlegs ávinnings.


mbl.is „Viđ elskum okkar skóla“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

kannski ćtla ţeir ađ auka fjarnám, ţađ var prófađ í covid.

ţórdís (IP-tala skráđ) 19.5.2023 kl. 23:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ţórdís,

Ţađ er möguleg skýring, vissulega. Svokallađur stýrihópur er ađ vinna út frá ţessum forsendum:

"Skólarnir standa frammi fyrir breytingum ţar sem gera má ráđ fyrir ađ nemendum í bóknámi muni fćkka á komandi árum, bćđi vegna fámennari árganga og vegna aukins hlutar starfs- og verknáms."
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/04/24/Styrihopur-um-eflingu-framhaldsskola/

Ekki veit ég á hverju ţađ er byggt. 

Geir Ágústsson, 20.5.2023 kl. 06:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband