Tölur dregnar upp úr hatti

Það er næstum öruggt að 2023 til 2027 verður hlýjasta fimm ára tímabilið í heiminum frá upphafi mælinga að sögn allskyns spekinga sem hafa ekki spáð neinu rétt hingað til. En það má vona, enda er kuldi mun banvænni en hiti, og svolítil hlýnun auk vaxandi styrkleika koltvísýrings í andrúmsloftinu heldur áfram að stuðla að grænkun jarðarinnar og aukinni framleiðslu á matvælum og endurheimt skóglendis. 

Sem betur fer þurfum við ekki að treysta hefðbundnum blaðamönnum. Nóg af til af öðrum heimildum. Til að mynda er vefsíðan Electroverse.info góð tilbreyting. Þar er ekki skafað af því:

The rhetoric is unlike anything I’ve ever seen, the warm-mongering is on full show, and EVERYONE is dutifully following the instruction. These charlatans have sat patiently through three years of La Niña (cooling that they previously claimed was an impossibility) and now they’re pouncing on the very first glimpse of oceanic warming.

En hvað vita þeir á Electroverse sem blaðamenn vita ekki? Greinin fer yfir það í nokkrum smáatriðum og niðurstaðan sú að þótt mögulega séu á lofti einhver teikn um komandi El Niño þá gætu þau haft aðrar ástæður og of snemmt að blása í lúðrana.

Eða með orðum vísindamanna sem er mögulega svolítið annt um orðspor sitt þótt þeir fái borgað fyrir að boða heimsenda (heimild):

And as recently stated by NOAA, but left out of the propaganda doing the MSM rounds: “While the tropical Pacific precursors of El Niño are currently evident this spring, there is a certain amount of forecast uncertainty that will not go away. Come this summer/fall, we will see whether the conditions we’re seeing this spring were, in fact, sufficient to become a bona fide El Niño.”

Mikið er ég feginn að hafa þróað með mér það afslappandi hugarfar að telja fjölmiðla vera marklaus færibönd af endalausum og innantómum heimsendaspám sem rætast ekki einu sinni þótt þær séu endurteknar áratugum saman. 


mbl.is Hlýjasta fimm ára tímabilið hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Eg er mjög skrýtinn efasemdamaður. Ég efast um hæfileika íslenksra ráðherra (kvenkyns aðallega)

Ég efast um fræði ,,fræðimanna" og ,,speki" spekinga.

Enda er biblían með yfirlýsingar um þannig fólk.

Ég efast um snúning jarðar (enda aldrei fundið fyrir honum eða séð sannanir um hann)

Ég efast líka um að sjór geti haldist fastur við kúlulaga jörð allann hringinn.

Gæti einhver áttaviti starfað eðlilega ef allt þetta þyngdarafl sem heldur sjónum, er raunverulegt ?

Loncexter, 18.5.2023 kl. 10:31

2 identicon

Lykilorð er "upphaf mælinga". Sem er frá ca 1850, sem er augnablik í jarðsögunni.

Breska heimsveldið fór að mæla hitastig og ýmislegt annað og það er ekki fyrr en ca í byrjun 20. aldar sem hitamælingar eru nánast allsstaðar á landi (en heldur minna á rúmsjó sem er 70% af flatarmáli jarðar).

Margir virðast halda að "upphaf mælinga" sé frá upphafi jarðarinnar.

Það er svo alþekkt að mjög kalt tímabil sem kallað var "Litla Ísöldin" var að enda í kringum 1800-1850.

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.5.2023 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband