Laugardagur, 29. apríl 2023
Skrýtið að seðlabankastjóri stami
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hváði þegar honum var tilkynnt á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um skýrslu peningastefnunefndar bankans um nýjustu mannfjöldatölur á Íslandi. Það er skrýtið. Eru þetta ekki gögn sem hann nýtir til ákvörðunartöku?
Ég henti í skyndi saman nokkrum línuritum með gögnum Hagstofunnar (skjal viðhengt) sem sýna vöxt í mannfjölda á Íslandi og skipti af nokkru handahófi upp seinustu 30 árum í u.þ.b. 10 ára tímabil. Það sem ég horfi á hérna er hallatalan, þ.e. talan sem stendur við x-ið á línuritunum. Hún svarar til meðaltalsfjölgunar á ári.
Eins og sjá má hefur hallatalan, þ.e. fólksfjölgunin á hverju ári, vaxið töluvert hratt seinustu áratugi (úr u.þ.b. 2300 á ári 1990-2000 í 5900 á ári 2010-2023).
Ég finn ekki í fljótu bragði gögn um fjölda fæðinga en það kemur kannski seinna. Þá er hægt að bera saman heildarfjölgun, fjölgun vegna fæðinga og fjölgun vegna einhvers annars, t.d. innstreymis Íslendinga frá útlöndum eða innflytjenda.
Óháð því hvaða ástæða (eða ástæður) liggur að baki mjög ört vaxandi fjölgun fólks á Íslandi þá er frekar einkennilegt að helstu ákvörðunarvaldar innan íslensku stjórnsýslunnar séu ekki með allt svona á hreinu. Þeirra ákvarðanir hafa mikil áhrif á það hvort nægt húsnæði sé til fyrir þetta fólk. Sé fjölgunin mikil á skattgreiðendum þá hefur það áhrif. Sé fjölgunin aðallega á bótaþegum þá hefur það áhrif og skattgreiðendur þurfa að fá hærri reikninga, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Ef stjórnlaust streymi innflytjenda er að eiga sér stað þá þurfa innfæddir á Íslandi að aðlagast þeim aðstæðum, t.d. í formi hærra húsnæðis- og leiguverðs.
Þetta skiptir máli og ef seðlabankastjóri er ekki að vinna út frá raunveruleikanum þá bitnar það á þeim sem þurfa að þola sársaukann af röngum ákvörðunum hans.
![]() |
„Mér er bara hálf brugðið“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Athugasemdir
Það er eitt sem ég hef tekið eftir í fari essara innflytjenda.
Þeir eru mjög margir frá Austur Evrópu.
Ekki svæði sem er þekkt fyrir úrkynjun (woke).
Atriði til að hafa í huga,
Ásgrímur Hartmannsson, 29.4.2023 kl. 22:04
Ætli þeim detti ekki í hug að hækka vexti til að bregðast við þessu?
Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2023 kl. 00:15
Fæðingartíðni á Íslandi er í frjálsu falli, 1.7 barn á konu, þarf að vera 2.1 barn á konu til að mannfjöldinn deyi ekki út án innflæðis útlendinga. Örlítið hækkun varð í fyrra út af Covid, 1.8 barn á hverja konu, en stefnir aftur í lækkun. Línurit frá 1950 til dagsins í dag er með fréttinni "Fæðingartíðni eykst milli ára" á mbl frá 28. apríl 2022 (miðað við hvað var fyrir kófið).
Frá 1950 voru fæðingar flestar 1960, 4.27 börn á hverja konu. Þessar tölur ná ekki aftur til landnámsaldar og heiðninnar. Þá tel ég að fæðingartíðnin hafi verið mun hærri, enda frjósemiguðir og frjósemigyðjur þá tignuð, en einnig útburður barna stundaður og fólk dó í bardögum og sjúkdómum.
Fólksfjölgun eins og hún er mæld hér verður til af tveimur ástæðum, öldruðum fjölgar, þeir lifa lengur, og útlendingar flytjast til landsins. Fæðingartíðni hefur lækkað næstum stanzlaust frá 1960, með örlitlum undantekningum en varla marktækum.
Samt eru Íslendingar svo nálægt 2.1 markinu á hverja konu að tæknilega væri hægt að gera þjóðina sjálfbæra, ef femínisminn yrði sigraður, sem er skaðvaldurinn án efa, með margskonar áhrifum, fóstureyðingum, mannréttindi sem valda fólksfækkun, og fleiru.
Mér finnst ekki skrýtið að embættismenn stami og hiki. Þvert á það sem er haldið eru menntastofnanir aðeins að búa til kerfisdýr en ekki að þroska fólk eða efla áhuga þess á að mennta sig.
Pólverjar eru sennilega duglegasta aðflutta vinnuaflið, en innfæddir Íslendingar eru að verða baggi á þjóðfélaginu, mikil menntun kostar mikil námslán, og sennilega eru æ fleiri innfæddir Íslendingar annaðhvort að verða sjúklingar eða þá fastir í menntakerfinu eða menningarelítunni, og þá á það sama við. Ríkisbáknið þenst út og fólk vantar í ýmis störf.
Ísland er sýnist mér kommúnískt þjóðfélag og því á sömu vegferð og Evrópusambandið.
Sovétríkin fóru þessa leið, en vestræn samfélög virðast ekki ætla að læra af reynslunni.
Rússland er hinsvegar sprækt þjóðfélag, og Bandaríkin líka. Samvinna við Rússland hefði gefið deyjandi Evrópu vítamínsprautu, en þess í stað halda Evrópumenn áfram að grafa sína gröf og skapa óvini úr Rússum.
Innrásin í Úkraínu er rússnesk sérvizka, finnst mér, ljótt mál að vísu, en móðursýkileg viðbrögð Vesturlanda alveg úr takti, og sýna að þar er fólk fast í seinni heimsstyrjöldinni, að mála Pútín sem Hitler eins og áður var gert við Donald Trump.
Femínistar Vesturlanda sem stjórna eru dáleiddir, andsetnir eins og Guðjón Hreinberg hefur skrifað um. Satan fer með sig í gröfina og okkur öll.
Ingólfur Sigurðsson, 30.4.2023 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.