Ríkisstjórn til fyrirmyndar

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nýja fjármálaáætlun sýna skort á vilja hjá yfirvöldum til þess að taka raunverulegar ákvarðanir um aðhald og niðurskurð. Boðaðar skattahækkanir séu lítt ígrundaðar og ríkisfjárlögin verði ekki löguð með því að einblína einungis á tekjuhliðina.

Hvaða vitleysa! 

Ríkisstjórnin er þvert á móti að setja mjög gott fordæmi. Ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum þá er einfalt að laga það: Fá sér launahækkun! Auka tekjurnar!

Ekki svo einfalt? Jú, auðvitað. Bara að biðja um launahækkun. Yfirmaðurinn skilur aðstæðurnar. Þú þarft meiri pening og til að fá hann þarftu launahækkun.

Þessi skilaboð yfirvalda eru lesin hátt og skýrt, og þá sérstaklega af verkalýðsfélögum, hvers meðlimir þurfa meiri peninga. Verkalýðsfélögin biðja um launahækkun. Af hverju ættu þau ekki að fá hana eins og ríkisvaldið fær sína?

Ef hið opinbera getur hækkað laun sín til að brúa bil tekna og útgjalda þá ættu launþegar að geta gert hið sama.

Skilaboð: Móttekin.

Takk, ríkisstjórn.


mbl.is Aðgerðirnar dugi skammt við núverandi vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Starfsmenn þessa sama ríkis hljóta að bíða spenntir eftir því að fá samsvarandi launahækkanir úr yfirstandandi kjaraviðræðum.

/kaldhæðni lokið/

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2023 kl. 00:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Já auðvitað, og mjög verðskuldað eftir sultartímann undanfarin ár þar sem laun opinberra starfsmanna hafa dregist aftur úr öðrum. Nei bíddu... var það ekki öfugt?

Geir Ágústsson, 30.3.2023 kl. 16:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Því miður geta fæstir ríkisstarfsmenn hækkað laun sín eins og þú vísar til. Þó að háttsettum á ofurlaunum fjölgi sem togar upp meðaltölin þarf það sama ekki endilega að eiga við um "starfsmenn á plani".

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2023 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband