Ísland fyrir Íslendinga, eða hvað?

Um daginn komst í fréttir þvermóðska Reykjavíkurborgar í skipulagsmálum þegar borgin neitaði að leyfa breytingar á galtómum jarðhæðum nokkurra húsa þannig að í stað atvinnuhúsnæðis sem enginn kærir sig um yrði hægt að skipuleggja íbúðir. Eitthvað hefur íbúðaskortur verið ræddur, húsnæðið byggt, verktakar tilbúnir og bara spurning um að breyta skilgreiningu í tölvukerfi til að hefjast handa.

En nei, þetta mátti ekki. Tölvan sagði nei. 

En núna vantar húsnæði fyrir flóttafólk. Þá skal hugsað í lausnum, og gera þá breytingu í tölvunum að í stað atvinnuhúsnæðis sem enginn kærir sig um er hægt að skipuleggja íbúðir.

Það skal allskonar gert fyrir útlendinga á kostnað skattgreiðenda sem er ekki hægt að gera fyrir skattgreiðendur. Þar á meðal að gera einfaldar breytingar í tölvunni sem fjarlægja hindranir sem yfirvöld leggja fyrir framan þegna sína.

Auðvitað er allt gott og blessað við að gera vel við flóttafólk og hælisleitendur að því marki sem menn eru yfirleitt með laust rúm og hafa efni á því. En kannski eru gestarúmin núna öll full og ekki sniðugt að fleygja ömmu út á götu til að búa til pláss fyrir unga karlmenn sem týndu skilríkjunum sínum eftir öryggisleitina á flugvellinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sýnir hvernig forgangsröðunin er orðin.

Bankar hirða núna eignir af ungu fólki eftir að logið var af þeim

fyrir 8 árum að hér væri gott að búa og allt í gúddí (vantaði nýja

þræla til að ná hagnaði) Núna er hægt að breyta og hagræða fyrir flóttamenn og

skeggjaða passalausa unglinga en ekkert fyrir okkar unga fólk.

Hér er verið að skipta um þjóð í landinu og okkar ráðamönnum er alveg sama.

Til ungs fólk. Komið ykkur í burtu, því á Íslandi er framtíðin engin.

Verðið bara þrælar fjármagns, banka, spillingar og auðmanna sem telja sig þess

umkomna að lifa í luxus á meðan aðrir þræla fyrir þeim.  

Ísland hefði getið verið eitt besta land að lifa á ef ekki væri

fyrir þessa gríðarlegu spilltu skiptingu á þjóðarauð og það sorglegasta,

allt í boði okkar stjórnmálamanna.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.3.2023 kl. 13:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Ég velti því nú bara fyrir mér að hvað miklu leyti stjórnmálamenn eru jarðtengdir. Eru þeir ekki of uppteknir við að elta nýjasta tískumálið til að sjá heildarmyndina? Snýst ekki allt um að koma höggi á andstæðingana frekar en vinna góða vinnu?

Þeir búa líka víðsfjarri venjulegu launafólki og eiga sjálfsagt enga slíka vini. Og hvað þá slíka vini sem berjast  í bökkum. 

Geir Ágústsson, 25.3.2023 kl. 14:39

3 identicon

Getur ekki verið að sumir þingmenn sjái ekki skóoginn fyrir trjánum?

En svo má ekki vanmeta þá mannlegu en gallaða hegðun að vilja einbeita sér að eigin frama og velsæld; þingmenn vilja þá ekki rugga bátnum, verða þá farþegar í þessum báti til þess að tryggja sig fjárhagslega. Það má ekki heldur vanmeta getu einstaklings til þess að ljúga að sjálfum sér - fara að trúa að þeir séu að gera góða hluti þegar sannleikurinn er að þeir eru bara eins og fólkið í "nýju fötin keisarans" sem fylgir bara hjörðinni.

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.3.2023 kl. 15:21

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bragi,

Orðið "framapólitíkusar" lýsir ástandinu. Eina markmiðið er endurkjör, eða að komast ofar í flokknum, og loks að fá ráðherrastól sem tryggir góðan lífeyri. Krækja í sem flesta flugpunkta í millitíðinni.

Lýðræðið átti að draga fram hugsjónafólk og gerði það mögulega á einhverjum tíma (starf þingmanns var einu sinni hlutastarf og sömuleiðis sveitarstjórnafulltrúa). 

Eina ráðið er að minnka ríkisvaldið, en þá þurfa menn að kalla sig "frjálshyggjumenn" og það er eitrað hugtak í hugum margra.

Geir Ágústsson, 25.3.2023 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband