Stríðsherraverðlaun Nóbels

Tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels eru að leka og er þar margt gott að finna. Meðal þeirra sem geta til­nefnt ein­stak­linga til verðlaun­anna eru fyrr­ver­andi Nó­bels­verðlauna­haf­ar, þing­menn og ráðherr­ar allra landa í heim­in­um og ákveðnir há­skóla­pró­fess­or­ar. Betri fulltrúa friðar á Jörðu er varla hægt að hugsa sér.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, eru meðal þeirra sem tilnefndir eru til friðarverðlauna Nóbels í ár. Allir eiga það sameiginlegt að siga vopnuðum brjálæðingum á óbreytta borgara. 

Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann hafði varla tekið við verðlaunafénu þegar hann hóf röð innrása og hernaðaraðgerða sem murkuðu lífið úr fjölda einstaklinga og þær aðgerðir halda enn þann dag í dag áfram að valda dauða og hörmungum fyrir venjulegt fólk. 

Einnig má nefna Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, en boðskapur hans og annarra álíka spámanna heimsenda og hnatthlýnunar hafa komið í veg fyrir að fátækir Afríkubúar, meðal annarra, geti fengið aðgang að stöðugri raforku (með notkun jarðefnaeldsneytis) og lyft sér úr sárustu fátæktinni. 

Hin svokölluðu friðarverðlaun Nóbels eru smátt og smátt að snúast upp í andhverfu sína. Þau eru hin alþjóðlega íslenska fálkaorða (skammarverðlaun), veitt þeim sem kitla mest taugar fyrr­ver­andi Nó­bels­verðlauna­haf­a, þing­manna og ráðherr­a allra landa í heim­in­um og ákveðinna há­skóla­pró­fess­or­a.

Þeirra sem steyptu mörgum í glötun í nafni veiru, ætla sér að steypa mörgum í glötun í nafni loftslags, hafa fundið blóraböggul í Rússlandi fyrir öllu sem aflaga fer og vilja mögulega planta örflögu í hausinn á þér, útbúin bólusetningarvottorði og hæfilegri flokkun á skoðunum þínum, svona ef ske kynni að þú viljir taka lán eða kaupa steik sem er skorin úr alvöru, ferfættu dýri.


mbl.is Erdogan tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir.

Nú held ég að andskotanum sé skemmt!

Og talandi  um hann, - þú gleymdir að nefna Biden!

Kannski verður það Kórónaveiran. Því ekki að breyta til!

Pistlar þínir í löngum bunum eru miklu betri en áður,

þjálir og skemmtilegir.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.2.2023 kl. 22:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Húsari,

Þakka hólið og innlitið.

Biden er orðinn of auðvelt skotmark. Stundum tel ég mig geta séð strengina sem fá þessa brúðu til að hreyfast.

Geir Ágústsson, 23.2.2023 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband